Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 17
FREYR
299
Hanarnir.
Meira en 100.000 gagnslausir hanar eru nú
í Noregi og eta fóður, sem jafnmargar góðar
hænur gætu lifað af og orpið eggjum, sem
að verðgildi mundi nema meira en 3 millj-
ónum norskra króna, enda eta þeir fóður
sem kostar nærri því tvær milljónir.
Alllöng grein um þetta efni birtist í
norska tímaritinu Bóndi og smabýlingur
(Bonde og smábruker), er kom út hinn 15.
ágúst.
Á það er bent í greininni, að haninn í
hjörðinni sé að vísu fallegasti fuglinn, en
ekki geti tilvera hænsnaeigandans byggst á
fegurð hans. Þá er haninn náttúrlega ó-
missandi, þegar framleiða skal egg til út-
ungunar, en þetta fer nú orðð fram á viss-
um fáum stöðum og hanahaldið hingað og
þangað um landið þjóni að óverulegu leyti
þessum tilgangi. Þá er á það minnzt, að
ýmsir álíti að haninn haldi hænsnahjörð-
inni betur í hóp en ef hanalaust sé, og hann
vari einatt við hættum. En því er bætt við,
að þetta sé ekkert annað en kenning gamla
skólans, sem hafi við ekkert að styðjast,
enda sýni reynslan, þar sem hanar hafa ekki
verið hafðir árum saman, að eins vel geng-
ur þar með hjörðina og hjá hinum, sem
haninn spígsporar fram og aftur alla daga.
En vankantarnir við hænsnahald og
hana-tilveru eru ýmsir, þar á meðal þetta,
að þar sem hani er í hjörðinni, er yfirgnæf-
andi meiri hluti eggja frjór allt árið og
frjó egg — sem verzlunarvara — eru gölluð
egg. Þau geymast aldrei vel og í hlýindum
verða þau fljótt miður góð eða óhæf til
ueyzlu, emkum ef þau fá að liggja í hreiðr-
unum svo klukkutímum skiptir.
Reikningsdæmi er sett upp til þess að
sýna, hve mikið af fóðri fer til einskis
gagns, en það nemur um 3.500 smálestum á
ári, sem þessir hanar eta, þ.e.a.s. hanarnir,
sem aldir eru fram yfir það, sem rýmilegt
má telja til viðhalds stofninum.
Hvernig mun þessu varið hér á landi
Engar tölur eru til sem sýna fjölda hana
hér, en hitt er vitað, að fjöldi manna hefir
hana og örfáar hænur til þess að framleiða
nokkur frjó egg á ári. Ætli menn hafi hug-
leitt ,að haninn etur fóður fyrir meira en
100 krónur ,um árið? Það verða dýr egg, sem
tekin eru til útungunar, ef þau eru svo sem
25 samtals á ári fyrir hvern hana. Fóður
hanans kostar þá um 4 krónur á egg. Við
skulum segja, að kjötið af honum borgi upp-
eldiskostnaðinn, sem náttúrlega er þó ekk-
ert nærri lagi.
Ef einhver er enn, sem álítur, að nauðsyn-
legt sé að hafa hana til þess að hænurnar
verpi eggjum, er tímabært að horfa frá því
áliti strax í dag. Tilraunir víða um lönd
hafa sýnt, að hænurnar verpa heldur fleiri
eggjum hanalausar en þegar hani er með,
sennilega af þeirri ástæðu að þá eru þær
einar um fóðrið.