Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 19
FRE YR
301
alifuglaræktin vex ört þar í landi og er nú
um það bil % á móts við mjólkurframleiðsl-
una, metið í peningum.
Meira en helmingur hænsnakjötsins er
talinn koma frá stöðum, þar sem hænsni eru
upp alin og alin til slátrunar. Þetta eru
kjúklingar, oftast kynblendingar, sem aldir
eru til 12 vikna aldurs og vega þá um 1,5
kg. Uppeldið fer fram í húsi, á gólfi, í hóp-
um 5—10.000 ungar í hverjum og í sömu
húsakynnum eru aldir 4 hópar árlega.
Við svona skilyrði er hverjum aðila ætlað
að hirða um allt að 15.000 unga. Til eru og
enn stærri bú, sem hafa ungaeldi að verk-
efni, eða allt upp í 40.000 unga í eldi sam-
tímis eða um 160.000 á ári. Ekki er talið
mikið þó að „smábóndi", sem gerir sér þetta
að atvinnu, framleiði allt að 100 smálestum
af kjúklingakjöti um árið.
Við uppeldi í svona stórum stíl er margs
að gæta. Ef kvillar kornast í hópinn, er voð-
inn vís. Því verður fyrir alla muni að fyrir -
byggja slíkt. Fóðrið verður að vera gott og
alltaf eins. Séð er um, að í því sé 20% pró-
tein og tréni aldrei yfir 5%. Þar að auki er
blandað í það penicillíni og álíka efnum, er
takmarka sjúkdómshættuna og hafa í för
með sér miklu betri hagnýting fóðursins en
annars er raun á.
H v e r f i s t e i n n i n si
Sá hlutur hefir löngum verið í búi bónd-
ans, sem enn er nauðsynlegur og ef til vill
nauðsynlegri en fyrrum, þrátt fyrir vax-
andi vélakost og fullkomna tækni. Hlutur
þessi — eða áhald — er hverfisteinninn.
Eggjárn eru notuð eins og fyrr og egg þarf
að hvessa við og við. Hverfisteinninn er ó-
missandi, enda vill enginn án hans vera.
Á síðari árum hafa sézt ýmissar tegundir
brýnslutækja og fjölbreyttari en fyrr. Sum
af þeim eru sett í samband við stórar og
aflmiklar vélar, svo aflmiklar, að náttúr-
lega er engin skynsamleg ástæða til að
eyða slíkri orku til að knýja lítið áhald.
Hverfisteinninn, eins og hann var, er á-
gætur þann dag í dag. Menn hafa þörf
fyrir hann og sjálfsagt er aö fara vel með
hann eins og önnur tæki. Það var ekki ó-
algengt fyrr að koma þar sem hverfisteinn
stóð viðbúinn til þjónustu hvenær sem var.
Kom þá stundum fyrir, að steinninn lá í
vatni, sá hluti kringlunnar, sem náði í
það, milli þess sem hann var notaður. Vatn
var haft í kassanum til þess að hann gisn-
aði ekki. En það gleymdist um leið að at-
huga, að með þessu var verið að eyðileggja
steininn. Steinninn varð mjúkur við að
liggja í vatninu og tálgaðist upp við notk-
un, slitnaði þar miklu meira en á öðrum
hlutum og á hann kom „kast“ sem gerði
notkun hans lítt færa nema lagfært væri
með erfiðismunum.
Þar sem vel var fyrir séð, var vatns-
kassinn færanlegur. Hann mátti færa nið-
ur eftir notkun og láta vatnið standa í
honum svo að hann gisnaði ekki, en færa
upp þegar nota skyldi. Hverfisteinsgrindin
var jafnan úr tré, eins og vatnskassinn.
Oftast var hverfisteinn handsnúinn, en á
betri bæjum stiginn.
★
FREYR hefir nýskeð átt þess kost að
kynnast hverfisteinsgrindaframleiðslu, sem
er all álitleg. Er hér í fyrsta lagi um að