Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 21

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 21
FREYR 303 Fitun sláturlamba á ræktuðu landi. Hjá grannþjóðum okkar eru starfandi tilraunastofn- anir á sviði búfjárræktar. Þykja þær svo mikilsverð- ar og gagnlegar, að bændur bíða almennt með eftir- væntingu á hverju ári eftir niðurstöðum þeirra til- rauna, sem í gangi eru, enda vita þeir, að fljótt er unnið úr verkefnunutn og bráðabirgðaniðurstöður til- kynntar, svo að þær megi strax hagnýta á almennum vettvangi eins og við á. Hér á landi hafa tilraunir með búfé verið fram- kvæmdar um áraraðir, einkum fóðrunartilraunir. Þórir Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, lagði stund á fóðrunartilraunir, sem aukastarf við hlið kennslunnar, og birti árangur þeirra i skýrslum Búnaðarfélags ís- lands. Svo var Atvinnudeildin stofnuð og frá 1939 ráðinn fastur starfsmaður við fóður- og fóðrunar- tilraunir. En upp frá því brá svo við, að engar skýrslur birtust um árangur þessarar starfsemi, og enginn bóndi bíður hér með eftirvæntingu eftir niðurstöðum, sem liann geti fært sér í nyt. Náttúrlega situr enginn auðum höndum um 13 ára skeið, cn vonlegt er að bændur, sem ætlað er að njóta góðs af árangri tilraunanna, spyrji hvort hér sé starf sem nokkurs er vert, þar sem aldrei kemur nein skýrsla um neitt af starfseminni. En nú er komin skýrsla. Ekki skýrsla um 13 ára leyndarmál, heldur um fitun á lömbum árin 1949 og 1951, fitun d sláturlömbum, sem voru látin ganga á rcektuðu landi um tíma að haustinu, áður en þeim var slátrað. Halldór Pálsson, forstjóri landbúnaðardeildar At- vinnudeildarinnar og Runólfur Sveinsson, sandgræðslu- stjóri, hafa skráð skýrslu þessa og unnið úr niðurstöð- um tilraunanna, er gerðar voru í Gunnarshholti á Rangárvöllum og að Arbæ og Einholti í Austur- Skaftafellssýslu. Um tilraunir þessar er að segja, að þær sanna á- þreifanlega hvers virði það er að láta lömb ganga á ræktuðu landi síðustu vikurnar fyrir slátrun að hausti, þegar grös eru sölnandi og næring þeirra þverrandi, svo að lömbin halda ekki eðlilegum vaxtarhraða við að nærast af gróðri úthagans. Tilraunin í Gunnarsholti, 1949, sýndi að kjöt, mör og gærur þeirra lamba, sem gengu á ræktaða landinu, óx langtum meira en hinna, sem liöfðu úthagabcit. Nam mismunurinn allt að 3 kg að meðaltali af sölu- hæfri vöru á hvert lamb eða til verðgildis metinn, 33 krónum, á tíinabilinu 7. sept.—6. okt. Bæða hrútar og gimbrar voru í tilraun þessari, en mismunur á fall- ■þunga kynja var ekki öruggur, enda var tilraunaplanið vafasamt, þar eð hrútarnir voru aðeins 7, en gimbrar 13, sem á túni gengu, og þungamismunur hrúta og gimbra nokkur í upphafi. Kjötaukning á lamb þetta haust var 1,93 kg að með- altali hjá þeim er gengu á ræktaða landinu fram yfir úthagalömbin, en þar með er ekki öll sagan sögð, því að flokkunin batnaði einnig að miklum mun. Fyrir bændur almennt hefir þctta atriði sjálfsagt mikla þýð- ingu — einkum þar sem land er rýrt og lambakjöt flokkast illa — að vita að mánaðarbeit á ræktuðu landi, í septembermánuði, getur haft þau áhrif, að litlu og mögru lömbin þyngjast svo, að kjöt þeirra kemst í fyrsta flokk. Með því fæst líka verðgildisaukning af- urðanna og hún ckki óveruleg. Við dlraunina í Gunnarsholti 1951 var beitartím- inn frá 24. ágúst til 26. september og til 9. október fyrir 2 flokka. Tilraun þessi var umfangsmikil, þar eð í henni tóku þátt 40 gimbrar og 40 hrútar, allt tví- lembingar. Þetta voru frernur rýr lömb, aðeins 25,4 kg að meðaltali í hverjum flokki. Á tímabilinu 25. ágúst—25. sept. þyngdust túnbeitarlömbin að meðal- tali 8,05 kg, eða 252 grömm á dag, en lömb þau, er gengu í úthaga, aðeins 97 grörnm daglega. Samanburð- arhóparnir, sem voru á beit frá 25.8—9.10. þyngdust — reiknað á lamb að meðaltali — 3,80 kg á hagabeit- arlamb, en túnbeitarlainbið 10,00 kg. Hrútar þyngdust meira en gimbrar er á túni gengu. Ef medð er eftir verðgildi afurða, árið 1951, sýndi það sig að hægt er að auka afurðir eftir hverja tví- lembu, við skilyrði eins og á tilraunastaðnutn — um 95,30—124,38 með því að fila lömbin móðurlaus á ræktuðu landi 1—1 \/2 mánuð fyrir slátrun að liausd. Ekki verður nógsamlega brýnt fyrir bændum að veita tilraun þessari cftirtekt og viðcigandi væri að sem flestir prófuðu, hver hjá sér, hve mikið er hægt að auka afurðir búanna á ódýran hátt með því að fita léleg eða miður góð lömb að haustinu. Haustið 1951 var tilraun gerð í þessu efni á tveim bæjum í Austur-Skaftafellssýslu. Árangurinn var ekki eins góður og í framangreindum tilraunum, enda voru aðstæður þannig, að þess var varla að vænta, þar eð hagar voru naumast nógir fyrir lömbin og gróður trénaður að nokkru, þar sem lömbin gengu. En end- urteknar tilraunir með haustbeit lamba munu leiða í Ijós öruggari niðurstöður um þessi efni.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.