Freyr - 01.09.1952, Síða 22
304
FREYR
Aðalfundur Stéttarsambands bœnda
var haldinn að Laugarvatni dagana 30. og 31. ágúst
s.l. Mun greint frá fundinum í útgáfu Stéttarsam-
bands bænda, eins og venja er til, og verður það
næsta hefti FREY’s.
Smábœndafélögin
dönsku eru 50 ára í ár. Það var árið 1902 að fyrsta
smábændafélagið var stofnað og 50 ára afmælið var
hátíðlegt haldið síðasta sunnudag í júní, á Skamlins-
ásnum við Kolding. Þar mættust um 40.000 smábænd-
ur til þess að gleðjast yfir unnum sigrum á þessu 50
ára skeiði. Þar voru ræður haldnar frá kl. 10 f. h. til
kl. 16, þar á meðal fluttu fulltrúar frá Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi kveðjur frá smábændum þessara
landa.
I ræðum ráðherra og annarra forystumanna var lögð
áherzla á, að smábændurnir hefðu í ýmsu verið for-
göngumenn meðal danskra bænda, einkum á sviði
samvinnu.
Formaður sambands danskra smábændafélaga er nú
Lauritz Nielsen, en framkvæmdastjóri samband ins er
Viggo Anclersen, búfræðikandídat. Báðir þessir aðilar
voru fulltrúar félagsskapar síns á N.B.C.-fundinum hér
í Reykjavík í ágústmánuði s.l.
Bœndafarir.
I síðasta hefti Freys var á það minnzt, að bændur
skyldu taka upp stuttar ferðir og heimsækja hvorir
aðra í stað þess að endasendast frá einum landshluta
til annars, til lítils gagns. Á þetta hefir verið drepið
áður, en áheyrn virðist sú ádrepa ekki hafa fengið.
Hjá öðrum þjóðum eru bændafarir með öðrum hætti
en hér. Akurganga danskra bænda fer þannig fram,
að hópur bænda mætist og skoðar búskap eins eða
tveggja bænda á einum degi, síðan ræða þeir um bú-
skapinn yfir mat- eða kaffiborðum og skilja að kvöldi.
Picnicfarir bænda vestanhafs eru með svipuðu sniði.
Nokkrir bændur mætast ásamt héraðsráðunaut þeirra.
Þeiv fara heim til einhvers bónda i grenndinni, hann
undivbýr ekki komu þeirra, en tekur á móti þeim í
hvcrsdagsklæðum, og þeir skoða allt úti og inni og
ræða um fyrirkomulagið og svo um árangur starfsins.
í þessum og öðrum löndum eru ferðir bændanna í
þeim tilgangi gerðar, að auðgast að reynslu, eftir því
er verða má, með því að grandskoða gerðir annarra.
Vanskapnaður.
Hjá Sigvalda Jóhannessyni, bóndua í Enniskoti í
Víðidal, fæddi tvævetla í vor 2 samvaxin lömb. Voru
á þeim 2 höfuð og hálsar, en framan við bóga voru
þau samvaxin og var bara eitt brjóst og 2 framfætur.
Úr því er ekki gott að átta sig á skapnaðinum, en
helzt virðist annað lambið snúa upp í loft. Þegar
kemur aftur um malir og þar fyrir aftan virðast
koma nokkur skil aftur, þannig að afturfætur eru 4.
Þessum vanskapnaði var haldið til haga og verður
náttúrugripasafninu gefinn kostur á að hirða þetta
einkennilega fyrirbæri, ef það vill.
Ærin komst hjálparlaust frá þessu, þó undarlegt
sé, en burðurinn hlýtur að hafa verið erfiður, því
fóstrið var full 5 kg að þyngd og dautt þegar það
fæddist.
Verðlagsgrundvöllur,
sem verðið á framleiðslu bænda er byggður á, hefir
verið óbreyttur síðustu ár og er svo enn. Nýlega hefir
verðlagsnefndin reiknað út verð á búvörum fyrir kom-
andi ár. Hefir sá útreikningur leitt í ljós, að verðið
hækkar um 12,35% miðað við verðlag síðasta verðlags-
árs.
Er þar aðallega um að ræða hækkun á kaupi. Sem
kunnugt er, er kaup þeirra, sem landbúnað stunda,
miðað við kaup hinna lægst launuðu verkamanna í
bæjurn og þorpum, þ.e.a.s. ófaglærðra verkamanna.
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Ólafsson, Pálmi Kinarsson, Steingr. Steinþórsaon. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. —
Ritstjóm, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 102S. Sími 1957.
BÚN AÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er kr. 50,00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda hi.