Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Síða 32
32 LAUQARDAGUR 9. JÚLÍ2005 Helgarblað DV Samkvæmt heimasíðunni tripadvisor.com eru út lendingar sem sækja ísland heim almennt heill- aðir af íslenskum hótelum. Þeir eigi það sameig- inlegt að vera orðlausir yfir himinháu verði á hótelgistingu og öðrum almennum nauðsynjum fyrir ferðamenn. Á tripadvisor lýsa gestir reynslu sinni af hótelum á íslandi þar sem lítið íbúðahótel við Laugaveg trónir 1 efsta sæti. /! /t" hh / / Frábær staður ✓ Ótrúlegt útsýni ✓ Eitt af bestu hótelum veraldar / Ótrúlega hrein og fín herbergi / Falinn gimsteinn tr / / Falleg herbergi en illa hljóðeinangruð / Aðeins töluð íslenska í símsvaranum / Staðsetningin hentar betur ferða- mönnum en djömmurum ■L..M 1 I I 17.179 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. Á Nútímalegar alþýðuíbúðir Hótetibúðirjoom with a view“ eru á efstu hæð íhúsi Máls og menningar á Laugavegi 18. Húsið er hann- að á sjöunda áratug síðustu aldar afSigvalda Thordarsyni arkítekt, fyrir Mál og menningu. Húsið er eitt af glæsilegasta versiunarhúsnæöiö við Laugaveginn, með skrifstofur á efri hæðum. Innra rými er skemmti- lega hannaö verslunarrými á fjórum pöllum sem skipta versluninni I deildirog mynda flæðandi rými. Húsið er mjög i anda módernismans og hafa einkennislitir arkitektsins fengið að halda sér á húsinu, sem er hvittígrunninn og meö Sigvalda-bláum og appelsinugulum flötum. Hótelibúðirnar eru innréttaðar á efstu hæð hússins þar sem áöur voru skrifstofur. innréttingar þeirra eru einfaldar og líkjast einna helst nú- tlmalegu íslensku alþýðuheimili. Eflaust er ein heista ástæðan fyrir vinsældum hótelsins að þar má upp- lifa nokkuð hefðbundna íslenska heimilisstemmingu. Auk þess er griöarlegt útsýni úr ibúðunum og utan um þær eru stórar svalir, eins konar garður, þar sem sólar nýtur frá morgni til kvöids. Þarna uppi er heitur pottur og geta hótelgestir notið útsýnis úr honum yfír miðborgina. I Radisson SAS-Hótel Saga I Gamla bændahöllin hefur 1 nýlega verið gerð upp. Hótelið I var á listanum, en er ekki 1 meðal lOefstu. i gí Fosshótel Barón Nýlegt hótel við Skúlagötu sem almennt þótti gott þótt það hafí ekki verið meðal þeirra efstu. Fallegt með hæfilegum íburði Nordica hótel er byggt á grunni Hótels Esju og var húsið upphaflega teiknað afGísta Halldórssyni ar- kitekt. Glsli teiknaöi húsið á svipuðum tima og Toll- stöðvarhúsið íTryggvagötu,sem er ísama stílog Hótel Esja var.Á siðustu árum hefurhótelið verið endurbyggt og klætt inýjan búning. Það voru Tark- arkitektar sem endurhönnuðu húsið aukþess sem fleiri arkitektar komu að hönnun innanhúss. Húsið hefur fengið á sig alþjóðlegt yfírbragð. Við það var byggður ráðstefnusalur og innra rýmið endurbyggt frá grunni. Ekkert er eftir afgamla hótelinu nema burðarvirkið, sem ber uppi nútímaieg klæði hússins, sem var áður nokkuð hefðbundin módernistabygging en hefur nú á margan hátt tapað fyrri fegurð einfaldleikans. Innréttingar hússins eru nútimalegar og fallegar. Herbergin hlýleg, einföld og smekkleg með hæfilegum íburði. DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ2005 33 Alþýðuhús fyrir þotulið 101 Hótel var opnað fyrir fáeinum árum og er með glæsilegustu hótelum borgarinnar. Húsið var endurbyggt i upprunalegum stíl og var verulega vandað til verksins. Húsið hefur sterka stöðu í islenskri byggingarlist en það er annað elsta stórhýsi borgarinnar sem hannað vari anda funkisstefnunnar hér á landi, en húsið er byggt árið 1936. Arkitekt hússins er Þórir Baldvinsson sem vareinn affrumkvöðlum funkisstefnunar hér. Hann var fyrsti islenski arkitektinn sem nam arkitektúr í Bandaríkjunum. Sagan segir að Þórir hafí siglt frá Kaupmannahöfn til austurstrandar Bandaríkjanna, þaðan sem hann gekk yfír til San Fransiskó þarsem hann skráði sig í arkitektanám á öðrum ára- tug siðustu aldar. Húsið ber sterk einkenni funkishúsa frá sama tíma í Bandarikjunum. Það er látlaust, sett saman úr þremur mis- stórum rétthyrningum sem mynda turn á horni götunnar. Húsið hefurþjónað marg- þættum tilgangi, en var upphaflega teiknað fyrir Alþýðusambandið og hefurþess vegna verið kallað Alþýðuhúsið ígegnum tiðina. Eigandi hússins er Ingibjörg Páimadóttir innanhúsarkítekt sem hefur hannað innrétt- ingar hússins frá grunni og breytt gömlu skrifstofurými i ein glæsilegustu hótelher- bergi borgarinnar og þótt viðar væri leitað. Innréttingar hótelsins hafa vakið gríðarlega athygli erlendis og fjallað hefur verið um innréttingar hótelsins í blöðum, tímaritum og bókum. Herbergin eru á margan hátt ný- stárleg þar sem innra rými herbergjanna er stúkað niður. Baðkerið er á miðju gólfí og klósettið bak viö sandblásinn glervegg. Fal- leg íslensk nútímalist prýöir veggi hótelsins sem hefur fengið alþjóðlegu skilgreininguna „design hótel" og er aðili að samtökum slíkra hótela sem árlega gefa út vandaða bók. 28.212 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. 17.967 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. / Frábær þjónusta / Vel staðsett / Kurteist og hjálpsamt starfsfólk / Besti staðurinn í Reykjavík / Fremst í flokki / Allt í herberginu til sölu á fáránlegu verði / Vel staðsett / Flott án þess að vera tilgerðarlegt Fosshótel Lind Hótel glímukappans Það var Jóhannes Jósefsson gllmukappi sem reisti Hótel Borg árið 1930. Húsið er teiknaö afGuðjóni Samúelssyni sem lengst afstarf- aði sem húsameistari ríkisins. Húsið er eitt sterkasta kennileiti borgarinnar. Þegarþað opnaði I upphafí voru Reykvíkingar agndofa yfír iburði hússins og höfðu fáir uppiifað eins glæsilegt mannvirki. Hótelið má muna tim- ana tvenna og hefurinnra rýmiþess marg- sinnis veriö breytt og útfært eftir tiðaranda hvers tlma.Árið 1992 varhótelið að mestu fært I upprunalegt horfundir stjórn Ingi- bjargar Páimadóttur, innanhúsarkitekts og Páls Hjaltasonar arkitekts. Hótel Borg er á n efa eitt glæsilegasta hótel borgarinnar með klassiskum herbergjum sem hvert hefur sinn sterka karakter sem sóttur er I sögu hótelsins og borgarinnar þar sem áhrifa þess gætir. / Frábær þjónusta / Gæðin í meðallagi / Starfsfólkið talar betri ensku en Englendingar 15.130 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. 16.067 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com 15.445 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. 22.144 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. 14.972 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. 18.440 krónur herbergið Meðaltalsverð samkvæmt upplýsingum aftripadvisor.com. Hótel Reykjvík við Aðalstræti Nýtt glæsilegt hótel í gömlum stllsem opnaði fyrir skömmu og mun án efa skipa sér meðal þeirra fremstu i framtlðinni. Eitt giæsilegasta hús borgarinnar Hótel 1919opnaði íslðasta mánuði í gamla Eimskipafélagshúsinu i Tryggvagötu og er mjög glæsilegt i alla staði. __________________________ Hótel Reykjavík RadissonSAS 1919 Frábær staðsetning Góð þjónusta IVljög góður veitinga- staður Gott hótel án þess að skara framúr Hrein og falleg herberg Góð þjónusta og almennilegt starfsfólk Frábær matur Glæsilegt útsýni Afar góð þjónusta Hótel Reykjavík Castíe House Luxury Apartments Ótrúlega almennilegt og hjálplegt starfsfólk Frábær herbergi Algjör lúxus 9 Top CityLine Grand Hotel Reykjavík Góð staðsetning Hjálplegt starfsfólk Frábær veitingastaður (Siggi Hall) Sp V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.