Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Side 39
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ2005 39 Elsa Guðbjörg Bjömsdóttir er landsþekkt táknmálsþula Sjónvarpsins og hefur flutt heyrnarlausum fréttir í 14 ár með hléum. Hún eignaðist sitt fjórða bam fyrir stuttu, yndislegan heilbrigðan dreng, sem varð níu vikna í vikunni sem leið.Við lásum tarot- lesningu Helgarblaðsins fyrir Elsu og hún spáði með okkur í spilin og framtíðina. Táknmálsbulur fær tarotspá Sjónum er beint að Elsu taknmalsþulu » P ‘/íjK é * • ■ Jl § ;)!■: i:|:l * J-, , t'.' ,Ætli það sé ekki minnst á jafn- vægi af því ég er að takast á við móð- urhlutverkið ásamt mörgu öðru skemmtilegu," segir Elsa og hlær og tekur það sérstaklega fram að móð- urhlutverkið sé alls ekkert erfitt. „Ég starfa í Draumasmiðjunni og núna erum við að undirbúa stóra leiklist- arhátíð fyrir næsta ár,“ útskýrir hún og áhuginn leynir sér ekki. „Auk þess sem við erum með frumsýningu í haust, en handritið er ekki alveg til- búið.“ segir Elsa. „Ég á örugglega að taka hlutunum með þolinmæði." segir hún og brosir innilega eins og hennar er von og vísa. Á auðvelt með mannleg sam- skipti En skipulagið sem kemur fram í tarotlestri þínum tengist það heimil- ishaldinu? „Já, ætli það ekki," svarar Elsa. „Ég þarf að vera mjög skipu- lögð til að komast yfir allt sem ég þarf að gera bæði heima og í vinn- unni.“ Þegar Elsa er spurð um mannleg samskipti skellir hún uppúr og út- skýrir að hún talar á táknmáli. Hún tekur sjálfa sig greinilega ekki of al- varlega þegar hún segir: „Ég á ekkert erfitt með að tala við fólk.“ Elsa hlær dátt en gerist aðeins alvarlegri þegar hún segir að þarna sé eflaust verið að tala um samskipti hennar við aðra í tengslum við listahátíðina. Erfitt að skilgreina tilfinning- una að heyra ekki Þegar hún er spurð hvort hún geti mögulega lýst því hvernig það sé að heyra ekki svarar hún hiklaust og óhrædd við umræðuefnið: „Ég get ekki útskýrt hvernig tilfinning það er að heyra ekki en ég veit að önnur skilningarvit bæta heymarleysið upp. Ég sé betur en aðrir og finn lykt marga kílómetra," segir Elsa og bætir við kímin á svip, „því miður stundum". Hláturinn ómar og hún segir: „Annars held ég að ég upplifi umhverfið eins og aðr- ir fyrir utan þessi smáhljóð sem ann- að fólk finnur fyrir eins og hurðar- skellum, klið og svona.“ „Það er bara ffiður og ró hjá mér í staðinn," segir Elsa, „og ekki er það verra". „Ég þarf ekki að vita hvort kallinn minn hrýt- ur og það er mjög gott," segir hún. Ætlar að verða leikkona „Ég er mikið í samskiptum við listafólk erlendis sem er út um allan heim, í Ameríku, Ástralíu, Svíþjóð, Noregi og Austurríki sem ætíar að koma hingað með sýningu á hátíð- ina." „Ég veit nú samt ekki hvort þetta sé akkúrat svarið sem er átt við í tarotíesningunni. Ég hef samskipti við svo marga eins og er," segir hún létt í bragði og tekur lesninguna ekk- ert of alvarlega sem er góður kostur, því hér er einungis dægradvöl á ferðinni. „Mig hefúr alltaf dreymt um að vinna við það sem ég geri í dag og það er að starfa hjá Drauma- smiðjunni Döff-leikhús [leikhús heyrnarlausra]." Hún hugsar sig um og segir í lokin: „Ég ætía að verða leikkona." Þessi fallega móðir geislar af ánægju og gleði, enda ekki annað hægt því h'fið leikur við hana. 3xSPIL XIV - Jafnvægi T' Konan erfær um að takast á við erfiðar að- f 'J5 p stæður með atferli sínu ■&. og aga. Um þessar - mundir stendur hún ■^J^: j jafnvel í þeim sporum tBsJÍ að hún ætti að huga t vel að jafnvæginu. t Hún finnur takt sinn þegar upp kemur verkefni sem krefst ttWfM vitsmuna hennar og aðhalds af hennar hálfu. Hún getur kom- ist i snertingu við hið eilifa andar- tak. Hún er fær um að veita andar- drætti sinum eftirtekt og tekur vissu■ lega eftir hvernig hann flæðir. 6 bikarar I Hér koma fram minning- ar úr fortíð hennar sem t ylja henni um þessar mundir. Henni líður vel i t 'ÆjSKf. faðmi ástvina sinna og t‘ MWLÆl1 upplifir alsælu. Forn t vinur eða ástvinur t verður jafnvel á vegi t.jÆm^!*'. konunnar næstu miss- t . : eri þar sem hún laun- ar honum ómeðvitað með gleði í hjarta. Hún hrindir afstað hringrás gleðinnar með jákvæðum huga og góðverkum (ef spilið er skoðaðvel er auðlesið úr mynd inni að ikringum Elsu rikir velliðan). I - Töframað- fjff ” V utinn Konan sækir and- MSp.f .1^ legan og likamleg- t$MWw. W' an mátt ómeðvit- að til æðri máttar- ts&&S!s$!2**3Íf, valda og a sama tima úr umhverf- inu. Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkenna konuna. Hún mun vafalaust virkja drauma sina samhliða gjörðum sinum. Vitsmunir, vilji og henn- ar ómældi hæfileiki i mannlegum sam- skiptum munu koma henni á áfanga- stað. Máttur hennar til að skapa á sér engin takmörk. Henni er hér ráðlagt að nota kosti sina til að láta hugsanir sinar verða að veruleika. Hvert tarotspil felur i sér visku. I tarotgrein- ingu helgarinnar bein- um við sjónum að Elsu Guðbjörgu Björnsdóttur táknmálsþulu. Bunkinn er fyrst stokkaður vel og siðan eru dregin þrjú tarotspil og þau lögð i þessari röð: Bryndís Schram sendiherrafrú er 67 ára ( dag. „Hún býr yfir styrk og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki. Hún á það ef- laust til að dreyma um eigin : framtíð og annarra ómeðvitað ! og mætti leggja sig betur Jfram við að skilja boðin sem berast henni í svefni/ segir í stjörnuspá hennar. Bryndís Schram W Mnsbemn(20.jan.-18.febr.) Ef marka má stjörnu þína, vatnsberann, virðist þú nota mínútur og klukkustund- ir dagsins öðruvísi en áður og þv( verður meira úr verki og einnig verður ábyrgð þín töluvert meiri (vinnustaöur). Hærri laun og stöðuhækkun birtist samhliða stjörnu þinni (sumar. Fiskarnir (i9.febr.-20.wars) — Þú ert sifellt að læra og gefur þig alla/n í að verða betri i því sem þú gerir og á það einnig við um einkalíf þitt. Þú hugsar eins og sannur leiðtogi um framtíðina og veist hvað þarf til að ná árangri í framtíðinni. Þú sýnir fleira fólki trúnað og þú ræðir tilfinningar þínar og þarfir á allt annan máta en þú hefur tileinkað þér (jákvætt). HfÚWmn (21. mars-19.april) Þú ert búin/n skörpum gáfum og vægast sagt mjög öflugum vilja en vegna tilhneigingar þinnar til að hafna djúpri sjálfsþekkingu þinni þá gætir þú átt það á hættu að verða fórnarlamb þinna eigin ranghugmynda (hugaðu vel að þessu í júlí og ágúst). Þú þráir mann- eskju sem kannar og uppgötvar það sem býr sannarlega innra með þér. NaUtÍð (20. apríl-20. mai) Þessa dagana birtist stöðugt strfð milli Ifkama þ(ns og sálar. Þú mátt vissulega leyfa þér að upplifa drauma þína og vellystingar í meiri mæli en þú hefur gert því dagarnir framundan seg- ja þig njóta alls þess sem tilvera þín hef- ur upp á að bjóða. ATvíbufamifr/i. moí-21.júni) Yfir helgina er oft komið inn á orku þína og þess vegna er þér ráðlagt að iðka hugleiðslu. Komdu þér þægi- lega fyrir (hvar sem er), lokaðu augun- um og leyfðu líkama þínum og andar- drætti að vera eðlilegum. Krabbinn Qijúm-22júH)__________ Gleymdu ekki að stjarna þ(n sýnir að þú ert lífsins tré og forðabúr annarra á líkamlega sviðinu en tilfinn- ingaKf þitt er jafnvel kröftugra en llk- amlegar og/eða vitsmunalegar og rök- legar hvatir. Lj Ó n Í ð /2j. júli- 22. ágú:t) Næstu daga og vikur nærð þú að framkvæma mun meira en þú hefur nokkru sinni talið mögulegt, slík er orka þín. Veldu það sem vel reynist kæra ijón. Hér glímir þú við fortíð þína á ein- hvern máta. Meyjan (23. ágúst-22.sept.) Vandi þinn á tilfinningasvið- inu er að þú viðurkennir sjaldnast nei- kvæða líðan þína. Gleymdu aldrei að hugmyndaflug þitt er mun mikilvægara en staðreyndir (það á vel við starf- ið/námið sem þú tekst á við um þessar mundir). 0$%. Vogifl (23. sept.-23.akt.) Stjarna vogar birtist Ijúlí ( sterkum tengslum við náttúruna sem fleytir henni upp (hæstu hæöir yfirskil- vitíegs skilnings á lífinu. Sporðdrekinn u4.okt.-21.niv.) Hér kann stjarna þln að vernda eigin tilfinningar. Þú hneigist jafnvel til að vera stolt/ur og þrjósk/ur í máli sem skiptir þig miklu máli hérna (gæti verið samband milli þ(n og mann- eskju sem er þér kær). Bogmaðurinn (22.n6v.-21.des.) Sköpunargleði þín er meiri en áður þegar stjarna þ(n er skoðuð yfir helgina framundan en hér kemur einnig fram að fyrir þér er án efa ekki vandinn að vita hvað það er sem þú þráir, heldur að velja og öðlast það sem þú kýst með uppbyggilegum og já- kvæðum hætti. Steingeitinfi2fc-f9.M) f höfði steingeitar er skipulag á nánast öllu á sama tfma og hún er stálminnug á minnstu smáatriði. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.