Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Síða 45
DV Sport LAUGARDAGUR 9. JÚU2005 45 LANDSBANKADEILDIN Reynir fell Sársaukinn ur við er mikill. Reynir bjarga lil nólfur segir ögð Reynis vera „Ég heforðið var við það ísumar að leikmenn úr liðum andstæðingana gera íþví að pirra mig og láta sig detta. Dóm- arar hafa margoft fallið fyrir þessum brögðum andstæðingana." Skagamenn brjálast Leikmenn lA heimta að Bjarnólfur fái viðeigandi refsingu fyrir brot sitt. KR-ingar hafa átt dyggustu stuðningsmenn landsins undan- farin áratug og mesta aðsókinn síðustu átta ár hefur verið á KR-völlinn. Nú hefur orðið breyting á og flestir áhorfendur hafa komið á heimaleiki FH í Kaplakrikanum í sumar. Engin uppgjöf Gunnþór Sigurðsson er KR-ingur í húð og hár sem mætir á alla leiki liðsins í Frostaskjóli og fer jafnan mikinn með fánann uppi í stúku. Gunnþór segir að engin uppgjöf sé á meðal stuðnings- manna liðsins. Það gerðist þó í leiknum gegn Skagamönnum á fimmtudagskvöldið þegar áhorfendur á heimaleik liðsins voru í fyrsta sinn í fimm ár færri en 1000 manns en KR var búið að fá meira en 100 áhorfendur á 43 heimaleiki í röð í deildinni. „Einu sinni KR-ingur, alltaf KR- ingur,“ segir Gunnþór, með hin aldagömlu spakmæli alveg á tæru. Hann segir það hins vegar ekki koma sér á óvart að áhorfendum fari fækkandi. „Það gerist gjaman þegar liðinu gengur illa. Vissulega höfum við stuðningsmennimir haft það betra en við höfum einnig oft séð það miklu svartara. Við lifum þetta af,“ segir Gunnþór sem var að sjálfsögðu á vellinum í fyrradag, þegar KR tap- aði í fyrsta sinn fyrir Skagamönnum í Frostaskjólinu í 10 ár. „Þessi leikur gegn ÍA tapaðist náttúrulega á alveg yndislega hall- ærislegum mörkum en ég neita því ekki að mér fannst seinna markið vera algjör snilld. En þetta var ekki gott á móti ÍA og held að leikurinn getí ekki farið annað en upp á við eftir þetta," segir Gunnþór. „Uppgjöf hefur aldrei verið í spil- unum. Við unnum ekkert í 30 ár svo ef við hefðum gefist upp þá hefði félagið bara lognast út af. Þess í stað varð félagið stærra og sterkara. Við í helsta stuðningsmannakjamanum munum alltaf mæta á völlinn." Sparnaður fyrir heilbriqðis- kerfið Gunnþór segir að það sé engin lausn að láta þjáffarann Magnús Gylfason taka pokann sinn. „Til hvers? Og hver ætti að taka við? Við styðjum hann heilshugar," segir Gunnþór, sem einnig sér björtu hliðamar á ástandi liðsins. „Slæmt gengi KR virðist gleðja svo marga þannig að ég held að í þessu felist ákveðinn sparnaður fyrir þjóðarbúið, t.d. varðandi geðlyf og annað. Sumu fólki líður almennt betur þegar KR gengur illa,“ segii- Gunnþór og glottir. „En þetta breytist ekkert. Maður er kannski ekkert í sjöunda himni þessa dagana en það er alltaf gaman að fara á leik með KR, hvort sem það gengur vel eða illa.“ Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir áhorfendaaðsókn á heimavelli KR frá árinu 1997 en KR-liðið hefur fengið yfir 1000 manns á 65 af síðustu 67 heimaleikjum sínum í efstu deild. Það er aðeins heimaleikur við Stjörnuna 8. júlí 2000 og leikurinn við ÍA á fimmtudaginn sem standa upp úr > sem einu leikimir sem ekki komu um 1000 manns á KR-völlinn. vignir@dv.is, ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.