Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. JÚU2005 Sport uv Grindavík tryggöi sér sigur á Bílavíkurmótinu með tíu stiga sigri á heimamönnum í úrslitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur tekið við stjórnartaumunum að nýju og þetta gæti vel orðið tímabilið þeirra. Ekki lengur bana einn Palli í Grindavík Það stóðst enginn lærisveinum Friðriks Inga Rúnarssonar snún- ing á Bflavíkurmótinu í körfubolta sem fór fram í fyrsta sinn í Njarðvík með þátttöku Suðurnesjaliðanna og Fjölnis í vikunni og verður væntanlega árlegur viðburður hér eftir. Grindvfldngar líta mjög vel út í upphafi undirbúningstímabilsins, hafa fengið til sín sterka og reynda leikmenn eins og Pál Kristinsson, Guð- laug Eyjólfsson og Hjört Harðarson og unnu mótið nokkuð sannfærandi þótt að hið unga lið Njarðvíkur hafi reyndar bitið vel frá sér í úrslitaleiknum í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavikur, leiddi sína menn til sig- urs á mótinu og skoraði mest allra, eða 30,3 stig að meðaltali í leik Nú eru Pallamir orðnir tveir í liðinu og báðir léku þeir mjög vel á þessu fyrsta undirbúingsmóti tímabilsins. Páff Kristinsson átti góðan leik í úrslita- leiknum en honum fylgdi örugglega skrítin tilfinning enda var hann sá fyrsti á ferlinum sem hann spilar gegn gömlu félögunum úr Njarðvík. 73 stig í tveimur leikjum Það var þó ekki sjáanlegt á frammistöðunni inn á vellinum því Páll var með 19 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og kom að 9 af síðustu 12 stigum liðsins á lokakafla leiksins sem Grindavíkur- liðið vann 12-2 og breytti stöðunni úr 66-66 í 68-78 sem urðu lokatölur leiksins. Páll Axel Vilbergsson skoraði 73 stig á 64 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum og var með 18 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum. Tilkoma Guðlaugar Eyjólfssonar og Hjartar Harðarsonar í bakvarðar- sveit liðsins gefur líka góð fyrirheit, báðir miklir reynsluboltar sem spila fyrir liðið auk þess að ógnin fyrir utan verður enn meiri fyrir vikið. Helgi Jónas Guðfinnsson lék ekkert f mót- inu vegna meiðsla en verði hann klár þurfa Pallamir ekk- i að kvíða vetrinum enda nóg að mönnum til að koma þeim í færi. Hjörtur kominn í Grindavík Hjörtur Harðarson færði Grindavíkurliðinu nýja vfdd í úrslita- leiknum sem var hans eini í mótinu en hann skoraði þá 11 stig, gaf 4 stoðsendingar, hitti úr 4 af 7 skotum sínum og tapaði engum bolta. Það var líka gaman að fylgjast með Þor- leifi Ólafssyni sem skilaði 18,3 stig- um, 6,7 fráköstum og 3,3 stoðsend- ingum í leik auk þess að hitta úr 9 af 16 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Friðrik Stefánsson var traustur í Njarðvíkurliðinu á þessu móti og verður sem fyrr burðarrás liðsins en sem dæmi um ungan aldur þess liðs sem þjálfarinn Einar Árni Jóhanns- son tefldi ffarn á mótinu var að með- alaldur hinna fjögurra leikmanna í Flest stí&r Pall Axel Vilbergsson, Grind. 30,3 Magnús Þ. Gunnarss., Keflav. 25,7 Fnðrik Stefánsson, Njarðvík 22,3 Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni22 3 Magnus Pálsson, Fjölni 217 Páll Kristinsson, Grindavík 197 byrjunarliðinu í úrslitaleiknum var aðeins 18,8 ár. Friðrik var með 19 stig og 16 frá- köst í úrslitafeiknum og endaði með 22, stig og 12,7 fráköst að meðaltali. Hinn 19 ára JóhannÁmi Ólafsson átti einnig fi'nan úrslitaleik með 16 stig, 11 ffáköst og 5 stoðsendingar og eng- inn stal heldur fleiri boltum á mót- inu. Jóhann vann boltann alls 14 sinnum og var auk þess með 17,7 stig, 7,7 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Ollu miklum vonbrigðum Fjölnismenn tryggðu sér 3. sætið með 16 stiga sigri á íslandsmeistur- unum úr Keflavík, 98-80, en Keflavík- urliðið olli miklum Vonbrigðum á mótinu, vom bæði fámennir og mis- tækir og það var aðeins í leiknum gegn nágrönnunum úr Njarðvík sem menn könnuðust við Keflavíkurliðið. Magnús Þór Gunnarsson átti það þó til að sýna snilid sína í mótinu og endaði með 25,7 stig á þeim 29,7 mínútum sem hann spilaði að með- altali í leikjunum þremur. Það vantaði einnig marga leik- menn í Fjölnisliðið en bræðurnir Magnús og Tryggvi Pálsson auk Hjalta Þórs Vilhjálmssonar fóm fyrir liðinu. Jason Harden mun einnig hjálpa hinu unga liði miJdð og skilaði til dæmis 16 stigum og 7 fráköstum á þeim 18 mínútum sem hann spilaði á móti Keflavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson var stiga- hæstrn með 32 stig en hann skoraði 61 stig og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum í tveimur sfðustu leikj- unum. Fjölnismenn hafa einnig end- urheimt Tryggva Pálsson úr skóla í Bandaríkjunum og hann var með tvennu að meðaltali í mótinu - 17,7 stig og 10,3 fráköst. Bróðir hans Magnús átti einnig góða alhliðaleiki og endaði með 21,7 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. ooj@dv.is Páll Kristinsson átti góðan leik í úrslitaleiknum en honum fylgdi örugglega skrítin tilfinning enda var hann sá fyrsti á ferlinum sem hann spilar gegn gömlu félögunum úr Njarðvík. Flestar stoðs- sendíngar Páll Kristinsson, Grindavík 5 Magnús Pálsson, Fjölni 5 Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 5 Jóhann Árni Ólafsson, Njarðv 4 3 Guðlaugur Eyjólfss., Grindavík 4,3 Flest fráköst Páll Kristinsson, Grindav(k§ 14,7 Friðrik Stefánsson, Njarðvlk 12 7 Halldór Halldórsson, Keflavík 11 Tryggvi Pálsson, Fjölni 103 Hjalti Vilhjálmsson, Fjölni 10 Magnús Pálsson, Fjölni 8 Framlag lefkmam Páll Kristinsson, Grinda\ Páll A Vilbergsson, Grim Friðrik Stefánsson, Njarí Magnús Pálsson, Fjölni Hjalti Þór Vilhjálmsson, I Þorleifur Ólafsson, Grind Tryggvi Pálsson, Fjölnir Halldór Halldórsson, Kefl Jóhann Arni Ólafsson, Nj Jason Harden, Fjölni Arnar Freyr Jónsson, Kefl Magnús Þór Gunnarss., K Guðmundur Jónsson, Nja Guðlaugur Eyjólfss., Grinc |-------------------------------------- ■' ■ ' • I t I gula búningnum Páll ,1 Kristinsson lék sína fyrstu leiki með \ Grindavlk á Bllavíkurmótinu sem ' I fram fór I vikunni og hér sést hann .. I verjast Kristjáni Rúnari Sigurðssyni I I liði Njarðvíkur I úrslitaleiknum. Páll I reyndist sínum gömlu félögum I erfiður. DV-Mynd Vlkurfréttir - 'rJ, OYO Terry er sá mikilvægas* Framfterji Chelsea, Didier Drogba, hrósaði fyrirliðan- umJoluiTerryíhástertí S viðtali á dög- T / unum og sagði hann vera mikil-Ns-iífik A vægasta leikmann fé- lagsins. John Terry er ásamt Roman -' A‘* Abramovich og José Mo- V 4. urinito mikilvægasta ím\Tid Chelsea. Terry er “T eirnt af bestu vamar- 1 mönnum heims. Hann f ." .vká er fiábær skallamaður, v yfirvegaður og hefur r* góða tækni að auki. , En það sem hrífúr mig ' mest er skapgerð hans og hvernig hann kemur frant \ið okkur leik- mennina. Hann er rólegur og skemmtilegur náungi sem heldur andrúmsloftinu afslöppuðu í búningskiefanum, og það er ntjög mikilvægt hjá stóru félagi eins og Chelsea.“ Gróft fótbrot Craig Levein, knattspymustjóri Leicester City, hefur krafið Bobo Balde, vamarmann Celtic um af- sökunarbeiðni eftir að hann fót- braut táningfim James Wesolowski með því brjóta illa á honum í æfingaleik á dögunum. „Þetta var hrikalega ljót tækling sem kernur knattspymu ekkert við. Þetta var í raun ógeðslegt og það sem verra var, þetta leit út fyrir að vera viljandi. Ég hef þegar rætt þetta við Gordon Strachan, knattspymustjóra Celtic, og von- andi tekur hann á þessu." Levein ætlar sér að fá Balde dæmdan í bann fyrir brotið. „Brotið er til á myndbandi og ég hef þegar sent þaö til knattspyrnusambandsins sem vonandi tekur málinu af sanngimi. Balde á skilið á fá langt leikbann og sekt. Dómarinn verð- ur lflca að finna til ábyrgðar og skila en skýrslu vegna atviksins." Hleb sér ekki eftir neinu Aiexandr Hleb, Hvít-Rússinn sem nýlega gekk til liðs við Arsenal frá Stuttgart í Þýskaiandi, segist aíls ekki sjá eftir því 'S að hafa valið meL Arsenal fram yfir |fj|pg Chelsea þegar ég var að ganga frá h| Arsenal. Ég hafði ekki •T áhuga og ákvað að I fara til Arsenal. Sumir y » ' . \l halda að ekkert félag 'il geti keppt Chelsea en ” ég er viss um að við j verðum í toppbarátt- unni. Ég kom hingað til þess að vinna til verðlauna. Chelsea hefúr peningana fram yfir Arsenal en gæðin og hæfileikamir eru ekki meiri hjá Chelsea en Arsenal. Markmið Arsenal á næstu leiktíð er ósköp einfalt, að vfima allar keppnir sem það tekur þátt í." ÁeftirViana Portúgalinn Hugo Viana, sem er á samningi hjá Newcastle United, er nú orðaöur við för frá félaginu en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá enska félag- inu. Giovanni Trappatoni, knatt- spymustjóri Stuttgart, hefur að undanfömu reynt að kaupa leik- menn til félagsins sem geta fyllt skarð Alexandr Hleb, en hann gekk nýlega til liðs við Arsenal. Vi- ana leikur vanalega vinstra megin á miðjunni en getur þó einnig leikið á miðri miðjunni. Viana lék með Benfica á sfðustu leiktíð og þótti leika afar vel, en Benfica varð portúgalskur meistari á síðustu leiktíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.