Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. JÚLl2005 Fókus DV kropp'j?, phiX MAONÚSSON geataþulur ó Stftð Sl Snögg endurkoma yröl mlklö gleölefnl fyrtr fólklö á Lynghálsl. DAVtÐ ODDSSOH I Herranótt Myndl koma nýju WÍI lelkfólag MR-lnga í enduruppfærslu á Bubba kóngl. MWIWH PORÐARSOtl þjólfar Skagann Skagamenn eru f mlðlu. moölnu sem er ekkl líkt íslenskum llö- um undlr stjórn Guöjóns. MAONÚS STEFANSSON syngur með Upplyftlnau Myndl velöa at- kvæðl ef hann tækl Traustan vln á Hafnarbakkanum á Menningarnótt. BÖOtfAR BJARKJ af vlrfcjmnn Getur dreglö en Skúli rafvlrkl. Kári Stefánsson vann sem taugalæknir í 20 ár. í vikunni lét hann gott af sér leiða og vann á Land- spítalanum. „Ég er að fara í þetta til að fá listræna útrás,“ segir Hannes Þórður Þorvaldsson, dansari, söngvari og leikari. Hann hefur nú fengið inn- göngu í tónlistarskóla FÍH þar sem hann ætlar að nema söng. Á sviði með Kristjáni Jóhanns- syni Hannes byrjaði að æfa samkvæmisdans þeg- ar hann var níu ára gamall og stvmdaði hann í flmm ár. Samhliða því æfði hann á selló og söng í Drengjakór Laugameskirkju. Með þeim kór steig hann fyrst á leiksvið. „Þá vorum við að syngja í Þjóðleikhúsinu í óperunni Vald ör- laganna sem Kristján Jóhannsson stórtenór fór með hlutverk í,“ segir Hannes sem hefur kannski pikkað upp einhveija takta frá tenóm- um góða. Hann ætlar þó ekki að einbeita sér að klassískum söng. „Ég byrja í grunndeildinni í FÍH og færi mig svo hugsanlega yfir í djassinn,“ segir Hannes. Byrjaði að leika hjá Baltasar Hannes hefur leikið í fjölmörgum leiksýning- um í gegnum tíðina. Þar hefur hann verið í öllu mögulegu. Söng, dans og leik. Upphafið að leik- ferli hans var þegar hann tók þátt í uppfærslu Flugfélagsins Lofts á Bugsy Malone í Loftkast- alanum, en Baltasar Kormákur leikstýrði þeirri sýningu. „Þar átti ég upphaflega að vera í glæpaklíku og leika þar einn þrjótanna. Síðan á generalprufu var mér hent í hlutverk boxara eftir hlé því ég hafði svo til ekkert að gera seinni hluta sýningarinnar," segir Hannes, sem náði að leysa það verkefni sómasamlega. Eftir Bugsy fór boltinn að rúlla hjá Hannesi og segir hann að þá hafi ekki verið aftur snúið. „Maður var orðinn háður þessu. Þá fór ég í MR og lék í leikritunum þar og byrjaði í listdansi," segir Hannes. Auk leikritanna í MR hefur Hannes tekið þátt í Fame, Línu langsokk og einnig tók hann þátt í uppsetningu leikfélagsins Þrándar á sýningunni Fullkomið brúðkaup. Haft var á orði hve sú sýning heppnaðist vel. Af góðum ættum Listrænt fas Hannesar kemur þeim sem þekkja ættir hans ekki á óvart. „Maður á ein- hverja ættingja í þessu,“ segir Hannes hógvær yfir frændgarðinum. Faðir hans er Þorvaldur Gunnlaugsson sonur Herdísar Þorvaldsdóttur og þar af leiðandi bróðir Hrafhs og Tinnu Gunnlaugsbarna. Hefur Hrafn aldrei boöiö þér aö leika í mynd? „Nei, ég hef nú ekki gerst svo frægur. Annars las ég í einhveiju blaðaviðtali við hann um daginn að hann væri hættur að gera kvikmyndir," segir Hannes og telur lík- urnar því litlar að hann leiki undir stjóm frænda, en útilokar ekkert. Dansaragenið virðist einnig vera í blóði Hannesar en frændi hans Gunnlaugur Egilsson hefur verið fastráðinn við Konunglega sænska ballettinn. Hannes vinnur hjá Raunvísindastofnun í sumar en á veturna nemur hann lyflafræði við Háskóla íslands. Hann hefur lagt dansæfmgar á hilluna í bili en hyggst snúa aftur í dansinn um leið og tími gefst. Nú dansar hann einungis þeg- ar hann fer út að skemmta sér. soli@dv.is á nes Pórður /aldsson tð fara að \a nám í ilistarskóla par setl- hann að ggja stund söngnám n áður hef- ,r hann ver- ð dansi og EGILL GILLZENEGGER MY RETARDED ROOMMATE PART TWO! Ég fór aðeins yfu- það um daginn með ykkur hvemig er að búa með raftækjaóðum lyftingamongólíta með punga-„fetish“. Það er vægast sagt „a living hell“. Hann ber ekki virðingu fyrir neinu sem ég á nema það sé hægt að stinga þvi í rafmagn. PartíHanz er búinn aö vera rövlandi frá því við fluttum inn aö fá einhvern helvítis kött á heimil- iö. „Óver mæ fokking ded bodí!“ Kettir kúka, þeir fara úr hárum, þaö er vond lykt af þeim og þeir reka ekki handrakkarana í burtu þegar þeir koma í heimsókn til þín. Þannig að ég ákvað að fá mér naggrís. Mér fannst það mjög svo góð hugmynd „at the time“. Ég fór í Dýraríkið og sagði við gæjann þar að láta mig fá naggrís sem væri með stærsta punginn af öllum grísunum í búðinni. Gæinn horfði á mig eins og ég væri með Ritz-kex í hausnum, en ég er bara ekkert í því að kaupa mér einhvem naggrís sem er aumingi, hann þarf að hafa hreðjar. Ég skýrði naggrísinn Ing- þór, mér fannst þaö tilvaliö því að ég þekki lögreglumann á Patreks- flrði sem er með pung niður á kálfa og hann heitir einmitt Ing- þór. Naggrísir líta nákvæmlega út eins og ftillvaxin svin, nema þeir em ekki bleikir, em töluvert minni og með hár. PartíHanz hataði Ingþór frá fyrsta degi, hann sagði þaö aldrei upphátt, en ég vissi það alltaf. Ég kem heim úr vinnunni einn daginn ög sé að búrið hans Ingþórs er opið. Þess má geta aö þó aö Ingþór hafi veriö óvenju gáfaður miðað við naggrís þá hafði hann ekki vits- munalegt bolmagn til að opna búrið sitt utanfrá! Nema hann hafi verið Houdini naggrísa sem ^ ég efa stórlega. Ég spyr síðan þetta raftækjaóða lyftinganörd sem ég bý með hvar Ingþór sé. Þá segir PartíHanz: „Hann hoppaöi fram af svölunum dreng, ég held aö hann haíi verið eitthvað þung- lyndur." Ég veit manna best aö Ingþór var mis- lyndur, en þung- lyndur var hann ekki. Og eitt sem ég verð aö láta spum- j ingamerki við. Það er einn og hálfur metrir frá svalagólf- inu og upp á hand- riðiö og þó aö Ingþór hafi verið búinn að taka kreatín í fjórar vikur þá efa ég að hann hafi getað hoppað jafnfætis einn og hálfan metra upp í , ., . _. „ loftið. g fór i Dyrarikiö'V^ og sagði við gæjann þar > s að láta mig fá naggrís sem væri með stærsta punginn af öllum grísunum í búðinni. Gæjinn horfði á mig eins og ég væri með Ritz-kex f hausnum," var reyndar, búinn að vera með hann á mjög erflðu prógrammi, hann tók Cell tech tvisvar á L dag og hljóp og lyfti með þvi. Þegar ég tók viö honum þá liljóp hann hringinn í kringum stof- ima á 59 sek- úndum. Eftir fjögurra ,a þjálf- un hjá mér var hann omin nið- ur 137 sek- úndur. Það breytir því ekki aö Ing- þór er ekki Vala Flosa- dóttir og hann getur ekki hoppaö einn og hálfan metrar upp í loftið. PartíHanz henti honum fram af svölunum, ég ætla aö kæra hann. Ekki nóg meö það aö hann drap naggrísinn minn þá er hann á góðri leiö með að drepa mig líka. Hann er aö drepa mig úr hávaða. Ég vissi ekki einu sinni aö það væri hægt. Það em níu viftur á heimilinu og samanlagður hávaði frá þeim er eins og frá tveimur Boeing-747 hreyflum. Þetta útúr- steraða heimabíókerfi er að gera mig geðveikan líka. Það er sama hvað ér verið að horfa á, Hansi verður að horfa á það i botni ann- ars finnst honum hann ekki fá nóg fyrir peningana. Hafiö þið horft á fréttimar í botni í heimabiói sem á ekki að koma á markað fyrr en 2012... mæli ekki með því. Síðan fann þetta raftækjanörd einhveija óskiljanlega leið til þess að tengja neonlýsta „lanstationið“ (tölvuna) við heimabíóið þannig að það er píkupopp í gangi allan and- skotans sólarhringinn á heimilinu. Vifturnar og píkupoppiö búa samanlagt til hávaða sem getur gert heymarlausan mann geðveik- an. Það vantaði ryksugu á heimilið og það varð ekki til þess aö laga há- vaðann. Ég hélt að raftækjafíknin hjá honum væri ekki alveg það langt gengin að hann þyrfti að fá sér einhverja „high peiformance" ryksugu. „I was wrong, dead- wrong." Á heimiliö mætti sérpöntuð út- ui'stemð, kafkókuð Philips-ryk- suga sem gæti sogstartað Harley. Jakkafatajakki horflnn, þrennar skyrtur horfnar, allir sokkamir mínir horfnir og femar stuttbuxur HORFNAR. Þessi ryksuga sýgur allt upp í sig sem verður fyrir henni, ég ætla að senda þessum helvítis Philips-gæja harðorðan tölvupóst fljótlega. „Dear Mr. Philips. Your fokkhig vacuum cleaner is sucking up all of my fucking clothes and driving me insane. I want my money back and a jacket and a lot of socks or I'm gonna fokking kæra þig dreng!“ Farinn að kaupa mér eymatappa, Gillz kveður! Sææææælar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.