Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 14
Humarsúpa að hætti meistarans
Hráefni
500 gr. humar í skel
3 stk. fiskiteninqar
3 stk. meðalstórar gulraetur
2 stk. hvítlauksrif
2 Itr. vatn
1 stk. laukur
1 stk. paprika, græn
11tr. rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)
Ijóssósujafnari
smjör til að steikja skeljarnar
Aðferð
Skelfiettið og hreinsið humarinn, brúnið skelina
í potti ásamt hvítlauknum við vægan hita, bætið
vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út
í og látið krauma í 10 tíma.
Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í. Þykkið soðið
með Ijósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo
rjómanum saman við. 15 mín. áður en súpan
er borín fram er humarínn settur út í. Passið að
súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að
hitna í gegn. Berið þessa Ijúffengu súpu fram með
hvítlauksbrauði sem fengið hefúr að hitna í ofni á
meðan humarínn verður til. Hægt er að útbúa soðið
með nokkrum fyrirvara og geyma í frysti.
Humar, steiktur eða grillaður
Hráefni
Humar, halar og gjarnan klær líka
Extra virgin ólífuolía
Krydd (pressaður ferskur hvítlaukur eða karrýduft)
Sítrónusafi
Hvítvín
Aðferð
Brjótið blöðkuna af hölunum og takið gömina úr.
Klippið halana svo í tvennt langsum með skærum.
Brjótið klærnar aðeins upp.
Hræríð krydd og sítrónusafa saman við olíuna
og penslið halana eða látið hala og klær liggja
í olíunni um stund. Raðið hölunum með sárið
upp/skelina niðurá grillið og raðið klónum með.
Ekki grílla of lengi, rétt láta kjötið hvítna.
Borðist heitt með grænmetissalati og glasi af góðu
hvítvíni, gjarnan í góðum félagsskap.
Hráefni fæstí Nettó verslunum.
allt í matinn á einum stað
www.netto.is • Verð birt með fyrirvara um prentvillur
Tilboðin gilda frá 22. til 24. júlí eða meðan birgðir endast
Akranes • Akureyri • Grindavík • Mjódd Reykjavík • Salahverfi Kópavogi