Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 Fréttir DV Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, gefur þrjár mismunandi afsakanir fyrir því sem vitni kalla árás á Hreim Örn Heimisson söngvara. Árni segir í yfirlýsingu að full sátt hafi náðst í málinu. Því neitar Hreimur. Hann segir Árna segja rangt til um málsatvik. Málinu er ekki lokið. Arni Johnsen Eftirað hanrt sagði af sér þing- mennsku i kjöifar þess aðhafa lagt iygavef fyrir fjölmiðla og al- menning til að hylja brot sin. Eins og komið hefur fram sló Árni Johnsen Hreim Heimisson, söngvara Lands og sona, á þjóðhátíð í Eyjum á sunnudaginn var. Árni hefur gefið þær skýringar að um óviljaverk hafi verið að ræða. Hreimur gefur lítið fyrir útskýringar Árna á því sem átti sér stað í Herjólfsdal. „Hann hringdi í mig og baðst af- sökunar," segir Hreimur Heimisson. „Hann fær prik fyrir að hafa mann- dóm til þess og ég tek afsökunina góða og gilda. Það breytir þó samt sem áður ekki „Maður á bara ekki til orð yfirþetta." og ég er ennþá 100% ósáttur við þetta atvik.‘' Hreimur er ekki sáttur við þær skýringar sem Árni gaf fjöl- miðlum þess efnis að hann hefði með andlitið á hönd hans. 3r búinn að tala við alla sem voru með mér uppi á sviði og við erum allir sammála um að þetta sé ekki rétt. Þetta er náttúrlega bara fáránleg útskýring." Þrjár útskýringar Hreimur segist hafa heyrt þrjár útskýringar á þessu at- viki frá Árna Johnsen. „Hann hefur sagt að hann hafi verið að teygja sig í hljóðnemann og rekist í mig, hann hefur sagt að ég hafi gengið á hendina á sér til að búa til „tragedíu" og svo hef ég heyrt að hann hafi verið að reyna að grípa mig. Ég stend fastur á mínu enda sáu allir viðstaddir að engin af þessum skýring- um er nálægt því sem gerðist." Um var að ræða frá Johnsen.Að sögn vitna var hannj sjokki" eftir atvikið. Nafnlausar hótanir sendar í síma Hreims Þú ættir að skammast þín! Þú ert að koma óorði á fjöl- skyldu hans, hefur hann ekki gengið ígegnum nóg? Hið rétta á eftu að koma íljós Ég vona að éghitti aldrei aftur mann eins og þig á lífsleiðinni! Éghélt að égþekkti þig. Þú veist hvað gerist þegar þú kemur til Eyja. þriðju árás Áma Johnsen á tónlistar- mann á þjóðhátíð. Nafnlausar hótanir Hreimur segist vera orðinn þreyttur á þessu máli og þá sérstak- iega vegna þess að honum séu farn- ar að berast hótanir í formi SMS- skilaboða. „Ég hef verið að fá miður falleg skilaboð í símann minn, mað- ur á bara ekki orð yfir þessu. Þetta eru nafnlaus skilaboð sem send eru í gegnum heimasíðu OgVodafone þannig að þannig að þetta er frekar óhugnanlegt allt saman. Ég fór með farsímann minn til OgVodafone áðan til þess að láta þá rekja þessi skilaboð og sjá hvort þau hafi öll ver- ið send úr sömu tölvu sem að ég tel mjög líklegt. Þetta eru skilaboð eins og „þú veist hvað skeður ef þú kem- ur til Eyja aftur" og „hið rétta á eftir að koma í ljós". Ég er reyndar alveg sammála því síðamefnda því að ég vona að sannleikurinn komi í ljós." Hreimur hyggst þrátt fyrir allt ekki kæra árásina. hordur@dv.is Fréttatilkynnig ÁrnaJohnsen Vestmannaeyjum 3. ágúst Yfírlýsing vegna frétta af Þjóð- hátíð Vestmannaeyja. Birtist vinsamlega óstytt. Vegna fréttaflutnings af atviki á Brekkusviði á Þjóðhátíð í Herjólfs- dal í Eyjum í lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar og brekkusöngs s.l. sunnudagskvöld, vill undirritaður gefa eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna misskilnings á milli full- trúa í Þjóðhátíðamefnd og kynnis sem jafnframt er dagskrárstjóri ásamt Þjóðhátíðamefnd og stjórn- andi Brekkusöngs, var kynni ekki kunnugt um að hópur söngvara úr dagskrá Þjóðhátíðarinnar, ætti að syngja kveðjulag að loknum brekkusöng, en venjan er að þegar brekkusöng lýkur með íslenska þjóðsöngnum, standi allir þjóðhá- tíðargestir upp í brekkunni eins og vera ber og síðan er kveikt á blys- um um hálfan Heijólfsdal og flug- eldum skotið upp að því loknu. Lagið sem hópurinn söng kom hins vegar strax á eftir brekkublys- unum eða um tveimur mínútum eftir að brekkusöng lauk. Þá var enn verið að slökkva í varðeldin- um og hreinsa leyfar varðeldsins af danspalli Brekkusviðsins og fu.ll- búinn slökkviliðsbíll var á dans- pallinum beint fyrir framan sviðið og skyggði á það. Þá snaraði kynn- ir sér upp á svið og ætlaði að hliðra til þessu atriði sem var ekki á dag- skrá hans sem kynnis, en þetta taldi hann nauðsynlegt af öryggis- ástæðum, því venjan er sú að um leið og dagskrá byrjar aftur á upp- lýstu Brekkusviðinu eftir brekku- söng með sviðið myrkvað, þá flykkist unga fólkið á danspallinn og ef slíkt hefði hent með pallinn óhreinsaðan og slökkviliðsbílinn við sviðið hefði mikil hætta getað skapast. Þegar kynnir þreif síðan í hita leiksins í þröng á sviðinu til hljóðnema af þessum sökum að loknum flutningi kveðjulags rakst hann slysalega á Hreim söngvara sem kom að hljóðnemanum í sömu mund.Það var því sfður en svo ásetningur að bregða Hreimi söngvara. Þjóðhátíðarkynni er ljúft að biðja Hreim afsökunar á þessum óvænta árekstri og reynd- ar gerði hann það einnig á Brekkusviðinu þegar atvikið átti sér stað. Dagskrá Þjóðhátíðar Vest- mannaeyja er metnaðarfull og margslungin og stundum þarf að grípa skjótt í taumana á 10 þúsund manna hátíð, en þá er hætta á hnökrum sem alltaf hefur verið hægt að leiðrétta sem betur fer. Undirritaður harmar að þetta atvik , skyldi koma upp eins og skrattinn úr sauðaleggnum, en við félagar Hreimur öm Heimisson söngvari emm sammála um að þetta mál sér úr heiminum í fullri sátt. Það hefur Hreimur staðfest eftir samtal mitt við hann um þetta bréf. Hittumst í Heijólfsdal að ári. Árni Johnsen kynnir og dag- skrárstjóri á Þjóðhátíð Vestmanna- eyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.