Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Lokað á ABC
í Rússlandi
U tanríkisráðuneyti
Rússlands gaf út yfirlýsingu
á þriðjudag um að samn-
ingar við bandarísku sjón-
varpsstöðina ABC yrðu ekki
endurnýjaðir. Yfirlýsingin
kemur í kjölfarið á viðtali
sem sjónvarpsstöðin birti
við tjetsneska stríðsherrann
Shamil Basayev í þættinum
Nightline. „Greinilega er
verið að styðja málstað
hryðj uverkamanna,“ segir í
yfirlýsingunni. Einnig kom
fram að rússnesk stjómvöld
töldu að beinar ógnanir við
rússneskan almenning
hefðu birst í viðtalinu.
ABC svarar
Rússum
David Westin, forseti
ABC, harmar tilraunir
rússnesku ríkisstjórnar-
innar til ritskoðunar.
„Við getum ekki leyft
neinni ríkisstjóm að
tmfla okkur við aö segja
frá fréttum vel og vand-
lega." Hann tók hins
vegar fram að hann
skildi afstöðu rússnesku
þjóðarinnar og tók fram
að hann styddi ekki
hryðjuverkamenn.
Shamil Basayev hefur
lýst ábyrgð sinni á
mörgum af verstu
hryðjuverkum sem dun-
ið hafa á rússnesku
þjóðinni.
Kínverjar brenna japanska fánann á strætum. Japanir endurreisa hernaðarveldi
sitt. Skuggi vaxandi þjóðernishyggju færist yfir Asíu. Ritskoðun einkennir sam-
skipti stórveldanna tveggja í Asíu þar sem blikur eru á lofti.
Eftir tvær vikur munu íbúar Asíu fagna því að sextíu ár eru liðin
frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar. Á sama tíma eru blikur á
lofti í heimsálfunni. Japan vinnur nú að því að endurreisa hern-
aðarveldi sitt, þjóðernishyggja vex dag frá degi og spennan milli
Kína og Japan stigmagnast.
í síðustu viku vann öfga hægri-
maður í Japan skemmdarverk á
minnisvarða um seinni heimsstyrj-
öldina. Hann reyndi að afmá orðið
mistök af friðarminnisvarða í Hiro-
sima þar sem er letrað: „Megi sálir
hinna látnu hvíla í friði og gerum
aldrei þessi mistök aftur."
Fjölmiðlar í Asíu hafa tekið þessi
skemmdarverk sem dæmi um hina
vaxandi þjóðerniskennd. Stríð og
hernaður er aftur orðið ofarlega í
huga Japana.
Hatur í Asíu
í Kína magnast hatrið á Japan
dag frá degi. Kommúnistastjórnin
hefur ákveðið að eyða 50 milljónum
bandaríkjadala í að gera upp safn í
minningu þeirra sem létust í Nanj-
ing árið 1937 þegar japanskir her-
menn drápu um 100.000 kínverska
borgara. I Japan hins vegar hefur
skólabókum verið breytt. Kaflanum
um þessa hræðilegu árás hefur ver-
ið eytt. Deilur um söguskoðun í
Japan og Kína hafa vakið mikla
reiði. Á síðasta ári mótmæltu kín-
verskir stúdentar við japönsk
sendiráð, æfir yfir hvernig Japan
túlkar atburði úr stríðinu milli Jap-
ans og Kína á síðustu öld.
Harkaleg ritskoðun
Sjálfir stunda Kínverjar harka-
lega ritskoðun. Nýlega kom út bók-
in Mao eftir metsöluhöfundinn
Jung Chang, sem skrifaði Villta
svani. Sú bók er bönnuð í Kína þar
sem hún þykir varpa skugga á hinn
látna kommúnistaleiðtoga og engar
líkur eru á að nýja bókin fái út-
breiðslu í fjölmennasta ríki heims. I
bókinni er varpað ljósi á grimmúð-
lega stjórnartíð Maos þar sem fleiri
létust á friðartímum en í allri seinni
heimsstyrjöldinni. Mao sjálfur hafi
verið eiginhagsmunaseggur sem lét
bera sig á börum í göngunni löngu
og fyrirleit bændur og verkamenn
sem hann taldi ekki gagnast bylt-
ingunni.
Umdeilt stríð
Stór kafli bókarinnar er einnig
tileinkaður stríðinu milli Japans og
Kína. Þar kemur fram að sú við-
tekna skoðun, að Rauði her komm-
únistaflokksins hafi barist hat-
rammlega á móti Japönum, sé
röng. Þeir hafi forðast átök við Jap-
anina og notað tímann í staðinn til
að styrkja sig í sessi og fremja
fjöldamorð, í skjóli pólitískra
hreinsana, á yfirráðasvæðum sín-
um. Þannig dóu mun fleiri, hund-
ruð þúsunda, í hreinsunum komm-
únistaflokksins í svæðum eins og
Yenan, á meðan her Chiang Kai-
Shek barðist á móti Japönum einn
síns liðs.
Vilja gerast herveldi
Skrif af þessu tagi fá ekki náð fyr-
ir augum kínverskra stjórnvalda. f
staðinn eru endalausar deilur milli
Japana og Kínverja. Einir 290 jap-
anskir kennarar sem létu nemend-
ur sína syngja japanska þjóðsöng-
inn undir fána þjóðarinnar í byrjun
hvers skóladags, hafa verið harð-
lega gagnrýndir. Hidekazu Inubus-
hi, pólitíkus og leiðtogi aðgerð-
anna, sagði við japanska fjölmiðla
að slík innræting væri nauðsynleg
þar sem menntun eftir seinni
heimsstyrjöldina í Japan hefði gert
það að verkum að krakkar væru
ekki nægilega stoltir af föðurland-
inu.
Japanir vilja losna undan viðjum
sektarkenndar og gerast herveldi á
ný, líkt og Kínverjar, sem skapar
umtalsverða spennu í Asíu.
Eiturlyf
brennd í
Pakistan
Tollverðir í Pakistan
brenndu í gær 25 tonn af
hassi, heróíni og öðrum eit-
urlyfjum sem var virði
mörg hundruð milljóna ís-
lenskra króna. Aðgerðin er
liður í átaki gegn eiturlyfj-
um og innflutningi þeirra í
Pakistan.
vírrS
odt^ia | k
i
Adidas
hyggst kaupa
Reebok
Þýski íþróttavörurisinn
Adidas hyggst kaupa Ree-
bok, einn helsta sam-
keppnisaðila sinn. Talið er
að þetta sé liður í vaxandi
samkeppni á íþróttavöru-
markaðnum og með þessu
nálgast Adidas mjög sína
helstu keppinauta í Nike.
Adidas bauð tæpa 242
milljarða íslenslaa króna í
Reebok-risann.
Spennan eykst milli
Japans ng Kína
Stríð og hernaður er
aftur orðinn ofarlega í
huga Japana.