Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Qupperneq 26
DV
26 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005
Kristín Ásta Ólafsdóttir og Óli Ragnar Kolbeinsson eiga yndislegan dreng Daníel Dag,fimm
ára, og eiga von á öðru barni í lok nóvember. Þau létu pússa sig saman íyrir ári og rifja upp daginn góða fyrir Magasín.
Mikilvægast að vera hreinskilin
og bera virðingu hvort fyrir öðru
Yndislegur dagur Kristln
Asta og Óli Ragnar gleyma
aldrei brúðkaupsdeginum í
fyrra. Danlel Dagursonur
þeirra naut hans llka þó hann
hafi ekki treyst sér til að vera
hringaberi eins og til stóð.
„Vlð giftum
okkur 17. júlí
2004 í Mosfells-
kirkju en það er
æðisleg pínulítil
kirkja alveg uppi í
fjallinu í Mosfells-
dalnum," segir
Kristín Ásta Ólafs-
dóttir og heldur
áfram: „Kirkjan er
svo lítil að ég var að
hugsa um að labba
tvisvar sinnum inn
kirkjugólfið," segir hún hlæjandi.
Kristín og Óli kynntust þegar þau
unnu saman á BSÍ en þau höfðu
bæði verið skotin hvort í öðru í tölu-
verðan tíma að eigin sögn. „Við
þorðum aldrei að gera neitt í því,"
segir Kristín og brosir. „En ástin tók
svo völdin í vinnupartýi og þá var
ekki aftur snúið eftir það.“
Skreyttu salinn sjálf
„Þetta gekk allt ofsalega vel," seg-
ir Kristín. „Við skreyttum salinn sjálf
með hjálp foreldra okkar, skyld-
menna og vina," útskýrir hún." Og
það gekk eins og í sögu. Við lögðum
áherslu á að þetta yrði sem skemmti-
legast og fijálslegast fyrir okkur og
alla gestina. Vildum gera viðburðinn
bæði afslappaðan og góðan, sem
hann varð svo.“
Áhersla lögð á vellíðan
„Óli keypti sér rosalega fíri jakka-
föt og við keyptum á strákinn ofsa-
lega flott brún hör kína jakkaföt. Ég
mátaði kjóla á brúðarkjólaleigum en
sá fljótt að það var eÚd fyrir mig,“
segir hún einlæg. „Síðan fór ég mður
í Gust og hún saumaði á mig kjól þar
eða topp og pils sem var algjört æði,“
bætti hún við ánægð. „Ég vildi geta
notað fötin aftur seinna meir,“ segir
Kristín. „Allir voru voðalega fínir
þennan góða eftirminnilega dag en
við lögðum mikla áherslu á að okkur
liði vel.“
Talið berst að fjölskyldunni. „Við
hefðum ekki getað gert þetta án fjöl-
. skyldunn-
ar. Þau hjálpuðu
okkur með allt bara og á meðan við
vorum uppi í bústað daginn eftir fóru
þau öll og gengu frá í salnum, algjör-
ar perlur.
Vinir mínir fóru fyrir okkur upp í
bústað með dótið okkar og voru búin
að skreyta, setja freyðivín, súkkulaði
og ávexti í ísskápinn og svo vom þau
búin að fylla rúmið af hrísgrjónum,"
segir hún og hlær. „Þau urðu aðeins
að hrekkja okkur sem var bara
skemmtiiegt. Ekki amalegt að þurfa
að byrja á því að ryksuga á brúð-
kaupsnóttina," segir hún og skellir
upp úr. „Allir lögðust hreinlega á eitt
og vom tilbúnir að gera allt fyrir okk-
ur."
Töfrar mynduðust í kirkjunni
Kristín segir mikið stuð hafa verið
í kirkjunni. „Hera Björk söng og það
var klappað fyrir henni eftir hvert lag.
Enda frábærlega sungið hjá henni.
Hún söng svo „All you need is love"
þegar við löbbuðum út. Allir kirkju-
gestir klöppuðu með," segir hún
þegar hún lýsir töfrunum sem þau
upplifðu þessa stund. „Svo var bara
mikið hlegið og mikið klappað enda
presturinn, hann Vigfús Þór Árna-
son, mjög skemmtilegur.“
Villtur gróður í myndatöku
„Dam'el Dagur sem var að verða 4
ára þá átti að vera hringaberi en leist
ekkert á allt þetta fólk," segir hún og
brosir. „Kona bróður Óla hljóp í
skarðið og kom með hringana.
Kannski ekki eins rosalega krúttlegt
að hafa 24 ára hringabera," segir hún
skellihlæjandi.
„Svo fómm við í myndatöku í
kvosinni hjá Reykjalundi í Mosó
þar sem vom gaml-
ar brýr og villtur gróður út um
allt," segir hún og sýnir blaða-
manni myndimar. .Æskuvinkona
Óla og kærasti hennar tóku mynd-
imar sem vom frábærar."
„Við fengum veitingar frá Veisl-
urmi sem vom alveg meiriháttar,
svona smáréttir og tapas," segir
Kristín ánægð þegar talið berst að
veisluhöldunum. „Skálað var í
freyðivím í byijun veislunnar. Allir
gestimir höfðu raðað sér upp þegar
við gengum inn í salinn og lagið
„Can’t walk away" með Herbert var
spilað undir," segir hún og brosir
innilega. „Það vom haldnar ræður og
við nutum þess að borða og spjalla.
Svo var æðisleg frönsk súkkulaðikaka
í eftirrétt sem mamma Óla bakaði og
hún var sko algjört sælgæti," segir
hún.
Síðust úr veislunni
„Eftir ræðurnar og alla leikina,
steggjavideó og frábæran söng frá
saumaklúbbnum tókum við léttan
dans við lagið Time of my Life úr Dir-
ty Dancing," segir Kristín og nær að
lífga stemmmnguna við fyrir blaða-
manni við lýsingamar. „Og það
komu nánast allir út á gólf með okk-
ur og mynduðu svo stóran hring
utan um okkur sem var magnað. Svo
eftir það vom bara allir úti á gólfi og
tónlistin samsett af gömlum diskói,
80’s, Eurovision og allskonar
skemmtilegum lögum fyrir alla.
Enda var dansað það sem eftir var
kvöldsins og þá vom sko allir úti á
gólfi,” útskýrir hún ánægð með veisl-
una. „Það var svo heitt þennan dag
og inni í salnum vom margir komnir
út á þak að dansa.
Við fómm
svo síðust
veislunni og
beint upp í sum-
arbústað. Daginn
eftir komu svo
foreldrar okkar og systkfrú og við
borðuðum öll saman. Það var virki-
lega góður endir á yndislegum degi.”
Heillatalan sjö fylgir ávallt
„Vigfús minntist á það í kirkjunm
að það væri skemmtileg tilviljun að
við hefðum verið saman í 7 ár því tal-
an 7 er heillatala í biblíunni," segir
þessi fallega móðir og heldur áfram:
„Og eftir brúðkaupið áttuðum við
okkur meira á því hvað talan 7 er
okkur hliðholl því við giftum okkur
17.7. og höfðum verið saman í 7 ár.
Óli og drengurinn okkar eiga afmæli
17. og ég á afrnæli 27. Það er 7 í öllu í
kringum okkur. Það fyndnasta var að
þegar við komum upp í bústað eftir
brúðkaupið sáum við okkur til mik-
illar gleði að Við vomm í bústað nr.
7," segir hún geislandi af ánægju og
gleði.
Eftir brúðkaup kemur hjóna-
band
„Bara að njóta dagsins og hafa
þetta eftir sínu höfði og hafa gaman
af," segir Kristín þegar rætt er um
brúðkaup og tilstandið sem tengist
því.
„Mikilvægt er að njóta svo fífsins
og tala saman ef eitthvað bjátar á,
vera hreinskilin og bera virðingu
hvort fyrir öðm," segir hún einlæg.
„Muna svo bara að á eftir brúðkaupi
kemur hjónaband og það er hús sem
reisa verður daglega eins og einhver
komst svo vel að orði," segir þessi
geislandi fallega bamshafandi móð-
ir, ánægð með lífið og tilvemna.
Sigurður Árni Þórðarson prestur ráðleggur verðandi brúðhjónum
Mikilvægara að vera sú rétta
en að ná í þann rétta
„í kveðju til brúðhjóna sem við
prestar afhendum em nokkrar heil-
ræðastiklur," svarar Séra Sigurður
Árni Þórðason aðspurður um heil-
ræði.
„Gott hjónaband verður ekki af
sjálfu sér. Það krefst alúðar og að-
hlynningar," segir Sigurður einlæg-
ur. „Smámálin skipta líka miklu
máli. Það að haldast í hendur og
muna að muna að segja „ég elska
þig“ minnst einu sinni á dag. Fara
aldrei að sofa reið eða ósátt og setja
sér sameiginleg markmið. Ræða
gildi og setja samræma þau í heimil-
ishaldinu,” segir hann og heldur
áfram: „í hjónabandinu er afar mkil-
vægt að standa saman og mæta
saman því sem að höndum ber.“
„Hjónabandið felur í sér örlæti á
hrós og uppörvun" segir Sigurður
Árni. „Þakklæti og hugulsemi nærir
ástina og mikilvægt er að varðveita
trúna, vonina og kærleikann og
mynda keðju elsku og umhyggju um
fjölskyldu og vini.” „I hjónabandinu
er miicilvægt bæði að kunna að fyrir-
gefa og gleyma og stuðla að því að
makinn vaxi og þroskist. Að ganga í
hjónaband er eldci fólgið í því að ná
ið
i
1
þeim rétta
ur að vera sú rétta og sá
rétti," segir þessi ein
lægi prestur og við
þökkum honum
góð heilræði til
handa brúðhjón-
um.
Treystið
Traust. Berið traust til maka ykkar.
Sleppið afþeim hendinni þarsem það
á við en bindið þau ekki við ykkur. Það
tryggir að þau verða alltaftil staðar og
veita ykkur sama frelsi í sambandinu.
Gleymið ekki eigin þörfum samhliða
tryggð og ástúð. Góð hjónaband hafa
skýrar hugmyndir um tilgang og
markmið sambandsins. Byggið sam-
bandið alfarið á traustum grunni.
Hlæið
Kímni og lífsgleði. Takið llfið mátulega
alvarlega. Þeir sem kunna að hlæja og
gleðjast og hafa gaman afverkefnum
og hindrunum sem þeir takast á við líf-
inu eiga auðveldara með að fínna
lausnir. Veltið ykkur ekki uppúr óþarfa
áhyggjum og gefíð gleðinni í lífí ykkar
meira vægi.
Hvetjið
Ahugi. Hvetjið elskhugaykkar til góðra
verka með því að sýna honum áhuga.
Fylgist með verkefnum þeirra, námi,
tómstundum, vinnu og félögum. Verið
dugleg við að spyrja og hlusta á
manneskjuna sem skiptirykkursann-
arlega máli.
Virðið
Virðing fyrir eiginleikum makans er
mikilvæg. Gerið ykkur grein fyrir sér-
kennum manneskjunnar sem þiö elsk-
ið. Góðir makar gæta þess að móta
ekki maka sinn eftir eigin geðþótta.
Virðið eiginleika annarra og leyfíð
þeim að njóta sín.