Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Fréttir DV Gröf Egils fundin? Talið er að gröf sem fannst undir altari kirkju frá landnámsöld í Mosfellsdal sé gröf Egils Skallagríms- sonar. Engin bein fundust í gröfinni. Fornleifafræðing- ar vilja þó enn sem komið er ekki fullyrða hvort hér sé á ferð gröf Egils eða ekki. Gröfin er um tveggja metra löng þannig að sá sem þar var lagður hefur verið stór- vaxinn. í Egilssögu segir að Egill hafi verið grafinn und- ir altari í kirkju sem Þórdís systir hans hafði látið reisa en síðan hafi beinin verið fjarlægð og flutt að Mos- feUi. Rollurá Reykja- nesbraut Á dögunum sáust sex roUur á beit í hrauninu við Reykjanesbraut. Er það í þriöja skiptið í sumar sem Lögreglunni í Keflavík berst kvörtun vegna þessa. Kind- umar sjálfar em hins vegar rólegar yfir þessu öUu sam- an og láta umferðina engin áhrif á sig hafa. Ekki er mik- ið um sauðfjárrækt á svæð- inu en umdræddar roUur hafa sloppið út úr girðingu. Vegfarendum er bent á að hafa samband við Lögregl- una í Keflavík verði þeir var- ir við roUur á vegum. Árni Þór formaður Ámi Þór Sigurðsson tók við embætti formanns borgarstjórnar- flokks Reykjavíkur- listans af Önnu Kristinsdóttur í gær. Anna tók við hlut- verki varaformanns. Árni gegndi hlut- verki borgarfulltrúa á ámnum 1994 tU 1998 en þá var hann kjör- inn varaborgarfulltrúi. Hann var svo aftur kjörinn borgarfulltrúi árið 2002 og síðan þá hefur hann verið forseti borgarstjómar. For- maður borgarstjórnar skipuleggur og stýrir borg- arstjórnarfundum. Launþegar greiða verkalýðsfélögunum milljarða króna á ári hverju með skyldu- greiðslum í sjóði þeirra. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir víðfeðma starf- semi verkalýðsfélaga nauðsynlega. Pétur Blöndal alþingismaður segir verka- lýðsfélög komin út í rekstur sem sé óskyldur kjarabaráttu. Verkalyðslelönin: 10 milljarðar i Sjóðir verkalýðshreyfing- arinnar Gildna á ári hverju vegna félagsgjalda, oriofs- gjalda og sjúkragjaida. tekjur al launþegum Verkalýðsfélögin sem semja um kaup og kjör launafólks hafa um 10 milljarða króna í tekjur af skjólstæðingum sínum á ári. Auk þess að stunda kjarabaráttu reka þau víðfeðmt þjónustunet fyrir félagsmenn sína. Verkalýðsfélögin hafa um tíu mílljarða króna í tekjur á ári ef áætl- að er út frá heildaratvinnutekjum landsmanna. Félögin taka félags- gjöld, orlofsgjöld og sjúkrasjóðs- gjöld af launþegum. Almennt má áætla að 2,25% af launum verkafólks renni til verkalýðsfélaganna. Laun- þegar eru skyldaðir með lögum og kjarasamningum til að láta þetta fé af hendi, hvort sem þeir kjósa að gera það sjálfviljugir eða ekki. Umfangsmikill rekstur Um 1000 manns starfa fýrir verkalýðs- félögin við ýmis störf. Þau reka fjöldann allan af orlofsbústöð- um um land allt, lögfræðiþjón- ustu fyrir fé- lagsmenn, annast sjúkratryggingu gagnvart launum, reka fræðslu og menntun- arstarf ásamt ýmsum smærri verk- efnum. „Þetta er gríðarleg þjónusta sem er verið að veita félagsmönnum. Bæði varðandi túlkun kjarasamn- inga, lögfræðiþjónustu, fréttablað og internet. Hér er veitt víðtæk þjón- usta sem snýr að því að félagsmenn geta leitað hingað þegar þeir eru í vanda," segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Efl- ingar. Hann segir umfang verkalýðshreyfingar- innar vera tilkomið , af áratugalangri i baráttu fyrir j bættum kjör- um í landinu. m§ Segirfe- lögin í óskyldum rekstri „Auðvitað Sigurður Bessason Formaður Eflingar segir milljarðana nauðsyn- lega i rekstur verkalýðs- Þreyfingarinnar. Pétur Blöndal Vill að fólk fái sjálft að velja hvort það greiðir til verkalýðsfélags. hafði verkalýðshreyfingin mjög veigamikið hlutverk við að bæta kjör almennings í upphafi síðustu aldar, en það er með þá starsfsemi eins og marga aðra að henni hættir til að stofnanagerast," segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir að félagsgjöld séu inn- heimt eins og hver annar skattur í dag, ólíkt því sem tíðkaðist áður með persónulegu félagsgjaldi, og það hafi haft skaðleg áhrif á samband laun- þega og verkalýðsfélaga. „Félögin fara að bjóða ails konar óskylda hluti til að fólk sætti sig við að greiða svona stóran hlut af launum sínum til stéttarfélaganna. Þar sem upp- runalegi tilgangur stéttar- félaganna til að beij- ast fyrir hærri launum er nán- ast horfinn," segir Pétur. Pétur hefur lagt fram ffumvarp á Al- þingi þess efhis að gjaldskylda opinberra starfs- manna til verka- I lýðsfélaga verði afnum- in. Hann segir mikilvægt að fólk fái „Félögin fara að bjóða alls konar óskylda hiutí tíl að fólk sættí sig við að greiða svona stóran hlut aflaunum sínum til stéttarfélaganna." sjálft að ákveða hvort það gerist aðili að stéttarfélagi og greiði því gjald. Óttast ekki frjálsa aðild Sigurður Bessason segist ekki ótt- ast að Alþingi gefi aðild að verka- lýðsfélögum frjálsa. „Ef Alþingi færi að taka slíkar ákvarðanir væri það að taka í burtu þá öryggisventla sem stéttarfélög eru. Ég hef enga sérstcika ástæðu til að óttast að Alþingi geri það,“ segir hann. Hann væntir þess ekki að miklar breytingar verði á starfsemi verkalýðsfélaga í framtfð- inni. „Ég sé ekkert í okkar umhverfi sem kemur í staðinn fyrir verkalýðs- félög," segir hann. saevar@dv.is AÆTLUN UMTEKJUR VERKALÝÐSFÉLAGA 1% af tekjum algengt félagsgjald. 1% af tekjum í sjúkrasjóð samkvæmt lögum. 0,25% algengt gjald í orlofsheimilasjóð. 2,25% alls af atvinnutekjum launþega. Heildaratvinnutekjur árið 2004: 448 milljarðar. Tekjur verkalýðsfélaganna af tekjum 2004: 10 milljarðar. Leoncie er líka prinsessan okkar Svarthöfði hefur alltaf verið hrif- inn af indversku prinsessunni Leoncie. Þessi þokkafulla gyðja hef- ur glatt hjarta Svarthöfða í gegnum tíðina með skemmtilegum tilsvör- um og undurfögrum söng. Svart- höfða hefur gramist það mótlæti sem prinsessan hefur mætt á ís- landi. Svarthöfði viðurkennir reynd- ar að Leoncie bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir samferða- menn hennar en lífið væri lítið skemmtilegt og heldur litlaust ef svo væri. Afskaplega bjagaður fram- burður hennar á íslensku máli er sjarmerandi á sinn hátt sem og hin einlæga hreinskilni hennar. Svarthöfði var með böggum hild- ar þegar hann las að Leoncie væri á leiðinni úr landi, búin að selja slotið í Sandgerði. Svarthöfði tók þó gleði sína á ný þegar hann las DV í gær og sá að opnuð hefði verið heimasíða á netinu til stuðnings prinsessunni. Þar hafa aðdáendur hennar komið sér upp svæði, ræða um aðdáun sína á prinsessunni og ganga jafnvel svo langt að stinga upp á Leoncie sem Hvernig hefur þú það? emnývaknaður. Lagði mig eftir vinnu/'segir Mana Raknarong, plötusnúður á Kaffisetrinu og ““ ^tarfsmaður á elliheimilinu Grund.„Það er alltafnóg að gera I karókiinu á Kaffisetrinu. Ég •r alltafað spila. Allar helgar. Það eru allir veikomnir." fulltrúa íslands í Euro.vision næsta ári. Svarthöfði getur ekki annað en tekið vel í þá hugmynd. Undanfarin ár hafa helstu hetjur íslensks tón- listarlífs verið fluttar út til að keppa fyrir íslands hönd með litlum ár- angri. Það væri vel til fundið að láta Leoncie koma ffam fyrir íslands hönd. Hún gæti sameinað Evr- ópu í ís lenskri al- sælu, tónlist hennar er popp- tónlist af bestu gerð sem gæti brætt hjörtu Evrópubúa. Eftir allt er Leoncie ekki bara ind- verska prinsessan. Hún er líka prinsessan okkar. Svarthöfði Leoncie Verðugur fulltrúi I , , íslands í Eurovision.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.