Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Fréttir DV Slysavarnir aldraðra Fyrir fáeinum dögum var kynnt könnun á slysum aldraðra árið 2003. í henni kom fram að flest slys á öldruðum urðu við fall á heimili þeirra. Að mati landlæknis- embættisins skiptir máli að fólk geti kynnt sér úrræði í þessum efnum og hefur þegar verið skipulagt starf sem snýr að vörnum gegn byltum og beinbrotum. í því skyni bendir embættið nú á að þeir sem hafa orðið fyrir byltum, eða telja að þeir séu í slíkri hættu, að koma á Byltu- og bein- verndarmóttöku öldrunar- sviðs Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Heimsfrum- sýningará Akureyri Næstkomandi föstudag verða heimsfhtmsýndar tvær snjóbretta- myndir í Borgar- bíói á Akureyri. önnur myndin var gerð af íslend- ingum og heitir húnAfhveiju ekki? Þar er fylgst með hópi frá Akureyri sem kallar sig Divine þar sem hann fer um Evrópu og leikur listir sínar. Hin myndin heitir Black Out og er gerð af hópi erlendra atvinnu- manna í íþróttinni. At- vinnumennimir komu til íslands í fyrra vetur og dvöldu hér í tvær vikur við tökur myndarinnar. ÁVigm Sigurðsson að segja afsér? Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram og fyrrverandi lands- liösþjálfari. „Ég veit ekki hvað skalsegja. Hann verður sjálfur að eiga það við eigin samvisku. Ég vil ekki segja meira um það. Mér þykir mjög erfitt að tjá mig um málið afaugljósum ástæðum." Hann segir / Hún segir „Nei, þó þetta hafi komið fyrir hefur margt verra gerst. Mér finnst að hann eigi að halda áfram. Hann hefurstaðið sig ágætlega sem landsliðsþjálf- ari. Ég held að það sé ekki hægt að finna betri mann i hans stöðu að svo stöddu. Þannig að mérþykirþað klárt mát að hann eigi að halda áfram" Guðrfður Guðjónsdóttir, fyrrverandi þjáifari Vals. Nýir eigendur Símans, þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, keyptu nýverið spildu í landi Lambalækjar í Fljótshlíð. Þeir urðu þar með nágrannar Brynjólfs Bjarna- sonar forstjóra Símans sem, eins og Bakkabræður, keypti spildu sína af Herði Sigurgestssyni fyrrverandi forstjóra Eimskipa. Bakkabnæður kaupa við hlið Brynjólfs Stærstu eigendur Símans, bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, keypu nýverið 10 hektara sumarhúsaspildu að Lambalæk í Fljótshlíð. Næsti nágranni þeirra er forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason. rekstur fyrirtækisins hefðu verið Sjálfstæðisflokksins og Rut Ingólfs- afar aðgengilegar. Sögusögnum dóttir fiðluleikari og eiginkona um að Bakkabræður hefðu haft Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- forskot á aðra mögulega kaupend- herra. ur var vísað á bug. svars- menn Símans sögðu að allar upp ; lýsingar um Hinir nýju eigendur Símans eru meira en bara nágrannar forstjór- ans. Brynjólfur er stjórnarmaður fyrirtæki bræðranna, Bakkavör. Einnig er sonur Brynjólfs, Bjarni, einn örfárra starfsmanna Exista sem er í eigu bræðranna og jafrt- framt stærsti einstaki eignaraðili Símans. „Það er ekki sama *• -'ktarí og hektari." Neita að Bakkabræður hafi grætt á tengslum Miklar umræður spunnust um tengsl Bakkabræðra við stjórnend- ur Símans þegar tilkynnt var að þeir stæðu á bak við .... stærsta til- boðið í fyr- irtækið. For- Fjöldi fyrirmenna í Fljóts- hlíðinni Brynjólfur forstjóri og bræðurn- ir f Bakkavör keyptu spildur sínar í landi Lambalækjar af fyrirtækinu Lambalæk ehf. Það fyrirtæki er annars vegar í eigu Harðar Sigur- gestssonar, fýrrverandi forstjóra Eimskipa og bæjarstjóra í Garðabæ, og hins vegar bræðranna Eggerts og Viðars Pálssona, en þeir eru stórbænd- ur í Fljótshlíðnni. Við hlið Lamba- lækjar er jörðin 1 Kvoslækur. Þar eru eigendur fyrr-1 nefndur Hörður Sig- ’ urgestsson, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Fljótshlíðin í dýrari kantin- um Eggert Pálsson, einn eigenda Ltunbalækjar ehf., vill ekki segja á hvaða verði þeir Bakkabræður og Brynjólfur Bjarnason hafi fengið spildur sínar að Lambalæk. Hann segir jarðirnar sem seldar séu yfir- leitt um fjóra hektara að stærð. Verðið fari eftir útsýni og staðsetn- ingu. „Það er ekki sama hektari og hektari," segir Eggert en viðurkennir fúslega að verðið á landi í Fljótshlíðinni sé öllu hærra en annars gengur og gerist. andri@dv.is Horður Sigurgests- son Fyrrverandi for- stjóri Eimskipa á stórar jarðir í Fljótshllðinni. Brynjólfur Bjarna- son Forstjóri Símans er Bakkabræðrum að góðu kunnur. Ágúst og Lýður Guðmundssynir Bakkabræður keyptu lOhektara lands i Fljótshlíðinni. - Hjónin á Vaði upplifðu umsátursástand á meðan mótmælendur tjölduðu á landi þeirra Gestgjafar mótmælenda segja ástandið hafa verið eins og í bíómynd „Við gleymum þessum dögum ekki í bráð,“ segir Guðmundur Ár- mannsson, bóndi á Vaði, en Guð- mundur og kona hans, Gréta Ósk Sigurðardóttir myndlistarkona, veittu mótmælendum virkjanafram- kvæmda við Kárahnjúka leyfi til að slá upp tjaldbúðum á landi sínu. Þetta gerðu þau eftir að Prestsetra- sjóður afturkallaði leyfi fyrir tjald- búðum á landi sínu skammt frá virkjunarsvæðinu. Búðimar á landi Guðmundar og Grétu hafa nú verið leystar upp og kannar útlendinga- stofnun hvort tilefni sé til að vísa mótmælendunum tólf úr landi. Guðmundur og Gréta segja að eftir aðgerðir mótmælendanna á Reyðarfirði, þar sem nokkrir klifr- uðu upp í krana og stöðvuðu þannig framkvæmdir við álver, hafi skapast hálfgert umsátursástand við heimili þeirra og tjaldbúðirnar. Eftirlit lög- reglu með tjaldbúðunum sem og húsi þeirra hafi verið gríðarlegt. Fylgst hafi verið með öllu sem fram fór á svæðinu. „Eftir að skorið var á rafmagnsstreng í grennd við búðirn- ar kom fjöldi lögreglumanna og yfir- heyrði mannskapinn," segir Guð- mundur. Hann segir framkomu lög- reglumannanna við mótmælendur hafa verið sérstaka. „Það var eins og þeir væru staðráðnir í að stofna til illinda," segir hann. Lögreglan tjáði hjónunum á Vaði að mótmælendumir væru grunaðir um skemmdarverkin á rafmagns- strengnum. „Þeir hafa hins vegar engan áhuga á að rannsaka þetta mál,“ segir Guðmundur og bætir við að sér þyki mjög ólíkiegt að mót- mælendumir á hans landi hafi framið verknaðinn. „En lögreglan virðist handviss um að sú sé raun- in,“ segir hann og bætir við: „Ástandinu héma var best lýst þegar frændfólk okkar, sem var í heim- sókn, var tvisvar sinnum stöðvað af lögreglu á þeim stutta spotta sem er frá okkur og að Hallormsstað." andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.