Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Fréttir DV Ölvaður leiðbeinandi Lögreglan á Selfossi var með mikið umferðareftirlit í síðustu viku í umdæmi sínu. Höfð voru af- skipti af 52 öku- mönnum vegna hraðaksturs og fjórum öku- mönnum vegna gruns um ölvun við akstur. í einu þeirra var ungur ökumaður í æflngaakstri stöðvaður. Fullorðinn leiðbeinandi hans var undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglu er það litið alvarlegum augum, því leiðbeinandinn gegnir ábyrgðarstöðu ökumanns en er ekki farþegi eins og margir gætu haldið. Tekið var blóðsýni úr leiðbein- andanum og má hann bú- ast við sekt, ásamt hinum 55 sem stöðvaðir voru. 5,9 milljónir til Súdan Hjálparstarf kirkjunnar ráðstafaði á dögunum 5,9 milljónum króna sem sendar höfðu verið til Darfur í Súdan, til handa flóttamönnum. Fjármunimir sem sendir hafa verið héðan ifá íslandi hafa runnið til dreif- ingar á hreinlætispökkum til flóttamanna. í pökkunum voru matar- og vatnsílát sem eiga að stuðla að meira hreinlæti við meðferð mat- væla. Fyrstu flármunir voru sendir út í ágúst í fyrra, síð- an í janúar, apríl og júnf á þessu ári. Samtals veru það 5,9 milljónir króna sem sendar hafa verið og hafa þær væntanlega komið að góðum notum. Eldur kviknar í dráttarvél Eldur kviknaði í drátta- vél í Fljótshlíð um klukkan íjögur í gær dag. Eldurinn kviknaði þegar verið var að bakka dráttar- vélinni, sem er átta ára gömul út úr fjósi. Slökkvilið RangárvaUar- sýslu var kallað út og gekk greiðlega að slökkva eldinn, en að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli tók slökkvistarf um 15-20 mínútur. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni en þó er það ekki staðfest. Dráttarvélin er gjörónýt eftir brunann. Dyravörður sem hugðist stilla til friðar á dansleik í Egilsbúð gekk af einum gest- anna næstum dauðum með fantabrögðum sínum. Jónatan Már Sigurjónsson var tekinn læstu hálstaki af dyraverðinum með þeim afleiðingum að hann var borinn meðvitundarlaus í burtu af lögreglu. Jónatan lá í þrjá daga á sjúkrahúsi og er sagður heppinn að hafa leitað sér hjálpar í tæka tíð. i Egilsbúð í Neskaupstaö Dyravörður tók gest staðar ins læstu háistaki með al- varlegum afleiöingum.__ „Ég var orðinn blár. Ég var hættur að hreyfa mig," segir Jónatan Már Siguijónsson, verslunarstjóri á Eskifirði. Jónatan lá á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í þrjá daga eftir að dyravörður í Egilsbúð tók hann læstu hálstaki um verslunarmannahelgina. „Við teljum að ekkert athugavert hafi átt sér stað,“ segir Guðrún Snorradóttir, framkvæmdastjóri fé- lagsheimilisins Egilsbúðar í Nes- kaupstað. Einn gestur staðarins, Jónatan Már Sigurjónsson, var færð- ur illa haldinn á sjúkrahús um verslunar- mannahelgina eftir að hafa verið yfirbug- aður af dyra- verði staðar- ins. Jónatan var teldnn hálstald af dyraverði sem reyndi að stöðva átök Jónatans og annars manns. Guðmundur Gíslason, vert í Eg- ilsbúð, segir alvanalegt að ölvuðum mönnum sé hent út af skemmti- stöðum og að ekkert óeðlilegt hafi verið við uppákomuna. „Þetta var bara fyllerí," segir Guðmundur. Jónatan Már Sigurjónsson hyggst kæra atvildð til lögreglu og hefur leitað sér aðstoðar lögfræðings. Við dauðans dyr Eftir að dyravörðurinn í Egilsbúð hafði yfirbugað Jónatan var hann vart með meðvitund. „Ég var orðinn ilár og lögreglan þurfti að bera mig hreyfingarlausan út í bíl,“ segir Jónatan. Hann var fluttur á lögreglustöðina en sleppt skömmu síðar. Þegar hann kom út af stöðinni þjáð- ist hann af mikilli andnauð og fór því á fjórðungssjúkra- húsið til aðhlynningar. „Lögreglan þurfti að bera mig hreyfingar- lausan útíbíl Læknirinn sem tók á móti honum álcvað samstundis að leggja hann inn og þar dvaldi Jónatan næstu tvær nætur. Honum var tjáð að óvíst væri hvað orðið hefði um hann ef hann hefði ekki leitað læknisaðstoð- ar. Súrefnisskorturinn var slíkur að Jónatan var nánast við dauðans dyr. Aðspurður hvort hann sé búinn að jafna sig eftir Jtið örlagaríka kvöld svarar Jónatan: „Ég veit það ekki. Allavega ekld andlega." Reiður og sár Vertamir í Egilsbúð, þau Guðrún Snorradóttir og Guðmundur Gísla- son, segja að Jónatan hafi verið of- urölvi þetta kvöld og að dyravörður- inn hafi aðeins verið að vinna vinn- una sína. Ekkert óeðlilegt hafi verið við hans störf. Jónatan segir Jtins vegar af og frá að hann hafi verið svo ölvaður. „Ég var búinn að drekka nokkra bjóra eins og gengur og ger- ist um verslunarmannahelgi," segir hann. Jónatan segist reiður og sár vegna Guðmundur Gíslason Vertinn í Egilsbúð segir alvanalegt að ölvuð- ummönnum sé hent út afstaðnum málsins og vill að dyravörðurinn biðjist afsökunar á framgöngu sinni. „Hann hefur elckert haft sam- band þannig að ég hef ákveðið að kæra. Ég læt lögfræðinginn minn um samskipti mín við þennan mann,“ segir Jónatan um dyravörð- inn í Egilsbúð. Dyravörðurinn starfar enn í Eg- ilsbúð en eigendur staðarins bám DV þau skilaboð að hann vildi ekki tjá sig um málið. andri@dv.is „Það hefur gengið rosalega vel, þetta er að verða annað stærsta árið I heimsóknum,“ segir Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Stldarminja- safnsins á Siglufirði, en á dög- unum fékk Landsíminn safnið loforð um styrk frá ríkinu næstu þrjú ár.„Það hefurþau áhrifað við sjáum út úr mestu skuldunum eftir mikla upp- byggingu sem hefur verið síð- ustu ár. Við byggðum báta- húsið I fyrra, það var stór framkvæmd og byltingar- kennd í minjavörslu á Islandi." Tveir handteknir á Selfossi Voru með hass og e-töflur Lögreglan á Selfossi var í gær- kvöldi kölluð að húsi í Ölfusi vegna gmns um að maður á þrítugsaldri hefði þýfi undir höndum og það væri geymt í húsinu. Þegar lögreglu- menn bar að garði með húsleitar- heimild komu í ljós ýmis tól til fíkni- efnaneyslu. í kjölfarið kom í ljós að maðurinn hafði undir höndum þrjár e-töflur sem vom að sögn lögreglu taldar vera til eigin neyslu. Húsráð- andinn játaði greiðlega við yfir- heyrslur hjá lögreglu. Annað fíkni- efnamál kom til kasta lögreglunnar á Selfossi aðfaranótt mánudags. Þá stöðvaði lögreglan tvo menn á gangi á Selfossi og reyndist annar þeirra hafa hass meðferðis. Hann var færð- ur á lögreglustöð og viðurkenndi brot sitt. Báðir mennirnir mega bú- ast við ákæm vegna brota á fíkni- efnalöggjöfinni. Fjárfestingafélagið AB Capital Keypti land á Spáni fyrir átta milljarða Fyrirtækið AB Capital, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Róberts Wessmans forstjóra Actavis, og Burðaráss, hefur fjárfest í tæplega 190 hektara landi á Spáni fyrir um 100 milljónir evra eða um átta I milljarða lcróna. Landsvæðið er í TF—-—ir,4 héraðinu Murcia, en samkvæmt fyr- irtækinu býður f þetta landsvæði upp s á milda möguleika. Félagið stefnir að því að byggja um 2500 íbúðir fyrir ríka Evrópumenn og vonast forsvarsmenn þess til að auð- velt verði að selja íbúðimar. Þór ICristjánsson, stjómarmaður Burðaráss og stjórnar- formaður AB, Capital, sagði í sam- tali við Stöð 2 í gær- lcvöldi að frá þvílu landið var keypt fyrr |_, á árinu hefði mark-' aðsverðmæti þess tvöfaldast. BjörgólfurThor og Róbert Wessman Tveir afríkustu mönnum Islands eru aðal- mennirnir I fjárfestingafélaginu AB Capital.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.