Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Page 21
XXV Sport ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 21 BYRJAR EFTIR • 4 • DAGA Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson er gallharður stuðn- ingsmaður Arsenal og gefur lítið út á spá DV Sport sem setur Arsenal í flórða sætið. „Ég hef fulla trú á liðinu í vet- tn og held að það mimi standa af sér brotthvarf Patrick Vieira og verða í toppbaráttunni áfram. Það sýndi sig í fyrra að ungu strákamir voru menn í að fyila skarð Vieira þegar hann var meiddur og mér sýnist líka Alex- ander Hleb ver" frambærilegur leikmaður. Ég hef einna helst dálitlar áhyggjur af vamarleiknum hjá okkur, en ég hef fulla trú á að menn eins og Senderos komi til og leysi þetta með prýði. Ef ég fengi að ráða væri ég til í að kaupa kannski sterkan miðvörð og sóknarmann, en ég held að þessir strákar eigi eftír að standa sig vel og kvíði engu fyrir veturinn. Ég ætla því að spá liðinu meist- aratitlinum í vor og vona að það kveðji Highbury með því að vixma deild- ina,“ sagði Stefán. Sléttu ártölin hafa verið liðinu góð, því liðið varð sem kunnugt ermeistari árin 2002 og 2004. Sterk liðsheild Þegar leikmerm Arsenal eru Istuðu og spilc sinn besta leik hafa fá lið burði til að stoppa liðið. Henry verður aðalmaðurinn sem fyrr og nýtur aðstoðar manna eins og Dennis Bergkamp og Robins van Persie. Þá er mikils vænst af þeim Freddie Ljungberg og Jose Antonio Reyes á vængjunum, en enn á eftír að koma í ljós hvort Alexander Hleb nær að styrkj liðið eins og vonir standa til. Enginn skyldi afskrifa lið Arsenal í toppbaráttunni í vetur, því þó vissulega þurfi margt að ganga upp hjá liðinu til að það verði í toppbar- áttunni, er það fimasterkt og reynt. Þá hafa sléttu ártölin verið liðinu góð, því liðið varð sem kunnugt er meistari árin 2002 og 2004 og gera má ráð fyrir að félagið vilji kveðja gamla heimavöllinn, Highbury, með að minnsta kosti einum titli. ..þarf Arsene Wenger að ná að fylla það skarð sem Patrick Vieira skildi eftir sig. Enginn getur með vissu sagt fyrir um það hvort Gilberto Silva og unglingarnirá miðjunni.hjá lið- inu nái að fylla þetta skarð, en Wenger virðist hafa fulla trú á ungu strákunum og hefur sýnt sig í gegnum tíðina að hann er maður sem kann sitthvað fyrir sér í faginu. ThierryHenry Thierry Henry hefur verið einn besti maður ensku úrvalsdeildarinnar á undan- fömrnn árum og nú er svo komið að hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins. Henry hefur löngu sannað að hann er framheiji í heimsklassa og hefur yfir að ráða hraða og tækni sem er á fárra færi. Hann getur breytt gangi leikja með ein- staklingsframtaki á svipstundu, en nú er að sjá hvemig honum tekst til í hlutverki fyrirliðans. Ljóst er að Henry er ólíkur Pat- rick Vieira að flestu leiti, en eins og sjá mátti í leiknum um samfélagsskjöldinn lagði hann sig nokkuð fram við að hvetja félaga sína til dáða. Hann er eflaust maður í að vera leiðtogi liðsins, en spumingin er hvort hann nær að skila því ásamt því að skora 25-30 mörk á tímabilinu eins og hann hefur verið að gera á undanfömum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.