Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 33 í undirbúningi er sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi á verkum hjónanna Else Alfelt og Carls-Hennings Pedersen frá íslandsdvöl þeirra hér á landi vorið og sumarið 1948. Þau komu þá hingað til að setja upp Haustsýninguna sem kennd var við Höst-hópinn danska, en bæði áttu eftir að verða meðal virtustu mál- ara Dana á öldinni sem leið. /íffl re/’lr eff/i’ Carl eúa Elsu? Á sunnudag auglýsti Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar eftir myndverkum eftir þau hjónin. Að sögn Birgitte Spur Ólafsson, safiistjóra í Siguijónssafiii, kyrmtist hún verkum Carls-Hennings frá íslandsdvöl hans fyrir tveimur árum þegar yfirlitssýning var haldin í tilefni af níræðisafinæli hans. Þar var heill salur helgaður pastelmyndum meistarans frá Islandi. Birgitta segir eðlilegt að hann hafi unnið í pastel á ferðum sínum hér. Þeir litir hafi verið meðfærilegri. Það hafi aftur komið sér á óvart að hann dvaldi hér um hálfs árs skeið. „Það var annar blær yfir þessum íslandsmynd- um hans, litanotkun var önnur." Höst og Cobra Það var Svavar Guðnason sem átti frumkvæðið að því vorið 1948 að fá Höst-sýningu til Reykjavíkur. Það var félagsskapur málara sem stóð fyrir sýningahaldi víða á Norðurlöndum á þesstim tíma. Hópurinn hafði nýlega sýnt í Osló og Gautaborg, og fór héð- Legen om det gyldne træ - Leikurinn við gyllta tréð eftir Carl-Henning Ped- ersen. Olía frá 1948. Verkiö sýnir mörg einkenni hans, sterka liti, barnslegar fígúrur og leik. an til Stokkhólms. í dagblöðum var fullyrt að framundan væru sýningar þeirra í París, Prag og New York. Höst-hópurinn var brautryðjandi í norrænni málaralist og má ætla að heimsókn málaranna hingað hafi haft veruleg áhrif á marga listamenn hér á landi. Svavar Guðnason hafði tilheyrt þessum hópi, en hér voru sýnd 50 málverk og 12 höggmyndir. í hópnum voru nokkrir þeirra listamanna sem seinna það ár vom tvinnaðir saman í Cobra-hreyfing- una, sem var róttæk og leitandi hreyf- ing listamanna frá Belgíu, Hollandi og Danmörku. Sú hreyfing varð áhrifa- mikil um allan heim í túlkun sinni á afstraktinu og svokölluðum ljóð- rænum expressjónisma. Mannval danskt - og íslenskt Sýningin í Listamannaskálanum stóð í rúmlega hálfan mánuð og sjald- an eða aldrei hefur verið annað eins mannval erlendra listamanna með sýningu á íslenskri gmnd. Stát þeirra Listahátíðarkvenna um gestí á Lista- hátíð liðið vor fölnar fljótt þegar litíð er yfir nafnalista sýnenda hér í maí 1949: auk þeirra Svavars, Carls-Henn- ings og Elsu Ahlfelt vom í hópnum Asger Jom, Ejler Bille, Erik Gertvad og Erik Thommesen, Henry Heemp og Tage Mellemp. Að auki vom þrír snillingar í för með hópnum: Robert Jakobsen, Egill Jakobsen og Richard Mortensen. Fjórir úr hópnum áttu verk á Tvíær- ingnum í Feneyjum þá um sumarið. Það var að sumu leyti dæmigert að sýningin sem vék fyrir Höst-sýning- unni var gerð af bömum í Reykjavík og braut að sumu leytí blað. Kurt Zier benti í blaðagrein í þann tíma á þá sköpunargleði, litakraft og hug- myndaflug sem ættí að rækta í sköp- un bama. Sýningin sú fékk góða að- sókn en hálft annað þúsund kom að sjá hana. Áhugi og tæki Höst-hópurinn dró til sín annað eins. Þau fengu sérstakt leyfi gjaldeyr- isyfirvalda til að selja verk sín að til- skildu hámarki, en ekki fer miklum sögum af því að hér hafi orðið eftir verk eftir málara úr hópnum. Ef þau em til þá em þau mikils virði í dag. Verk eftir málara úr hópnum frá þess- um árum em fágæt á markaði. Lista- söfn og safnarar um allan heim sækj- ast eftir þeim. í viðtali við Morgunblaðið lýsa þau Ahlfelt og Pedersen hinni nýju stefnu sem tilraun til að „sýna hlutína í nýju ljósi og túlka á frjálslegri hátt mögu- leika mannsins. Við viljum ná þessu marki með því að sækja til hins frum- stæða og upprunalega." Liður í þeirri leit var notkun bamslegra lita og tákna, grímu og stílfærslu í andlits- gervum hjá sumum þeirra eins og Pedersen og Robert Jakobsen sem leiddi í hreint abstrakt undir sterkum expressjóniskum áhrifum. Scheving til varnar Seinna skrifaði Gunnlaugur Scheving grein til vamar hinum nýja stíl í tilefni af sýningunni. Afstrakt áttí langt fram á sjötta áratuginn eftir að vera blóraböggull í félagslegum og pólitískum væringum á íslandi, rétt eins og óbundin ljóð. Þau hjón Alfelt og Pedersen vom hér á landi um hríð og bjuggu í skjóli vandamanna Halldórs Laxness en Halldór var vel tengdur einstakling- um í hópnum, bæði Svavari og ekki síður Asger Jom, sem átti eftir að myndskreyta verk Halldórs, Söguna ermáluð hér á landi. um brauðið dýra. Peder- sen varð síð- an um kyrrt hér og bjó bæði meðal venslafólks Svavars á Homafirði Carl-Henning Pedersen °8 1 bragg‘ 1913- anum hjá Sigurjóni Ólafssyni í Laugamesi að sögn Birgitte Spur. Það er vissulega við hæfi að verk þeirra Höst-manna skuli sýnd í safni Siguijóns. Frá öllum ferli hans má finna verk sem samsvara ýmsum þemum sem sterk vom hjá Höst- mönnum. Leikurinn með formið og hin frumstæðu áhrif sem koma svo oft inn í h'fsstarf hans. Gleymd sýning Heimildir um þessa áhrifamiklu sýningu frá 1948 em strjálar, sýning- arskrá var ekki gefin út og ljósmyndir frá henni em fáar til. Allir þeir sem hafa einhveijar upplýsingar undir höndum um sýninguna það vor ætm að hafa samband við Sigurjónssafn hið fyrsta og koma þeim á framfæri. Þeir sem eiga verk eftir einhvem þeirra sem tók þátt í sýningunni ættu að láta vita. Fyrirhuguð er útgáfa sýningar- skrár um verk þeirra Elsu og Carls frá þessu sumri, en sýnd verða í Sigur- jónssafiú 25 verk eftir hvort þeirra úr dönskum söfrium. Þar munu birtast í fyrsta sinn eitthvert íslenskt skrif um þessa merku sýningu eftír Aðalstein Ingólfsson sem hefur farið undarlega lágt í listasögunni - sem er raunar að mesm óskrifuð. Tveir íslenskir gestir munu eiga verk á þessari síðbúnu sýningu þeirra hjóna, þeir Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Sýningin opnar þann 15. septem- ber og verður í Listasafni Siguijóns til loka nóvember. Þá verður hún sett upp á Listasafni Akureyrar og vegferð hennar lýkur á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn og þá er hringnum lokað. Lavaens blaa blomst - Blátt blóm í hrauni - eftir Else Ahlfelt. Vatnslitur frá 1948. Það dylst engum að þessi mynd 'f-M-r.f a «•»* ÞAÐ ER EKKI bara hér á landi sem fréttir eru að sækja á I útsendingar- tíma sjónvarps en eins og lesendum DV er kunnugt verður stofnuð hér á landi sérstök fréttarás með haustinu. Fátt hefur verið gefið upp um dagskrárskipan hinnarnýju rás- ar en ætla má að hún muni gleypa marga afþeim þáttum ísjónvarpi sem hafa verið fyrirferðarmiklir tal- málsþættir I dagskrá Stöðvar 2 til þessa: Island í býtið, Silfúr Egils og 19/19 eða 19:20 eða Island i dag, en sá þáttur hefur títt breytt um nafn í tíð Stöðvar 2. Flugur BÆÐIDR OG TV21 Dan- mörku ætla að auka hlut frétta í dagskrá sinni. Forráðamenn DR spá því að innan tiu ára verði sér- stök fréttarás í Danmörku sem sendi út allan sólarhringinn. Þann 15. ágúst verða nýir fréttatímar á þessum sjón- varpsrásum Dana:áTV 2 kl. 14 og DR 15. Magn fréttatíma I dönsku sjónvarpi hefur tvöfaldast á tlu árum. Það gerist ekkert meira í heiminum nú en áður en fólk vill fylgjast strax með. VITASKULD er veriö að elta amer- isku og bresku rásirnar. Útsending- ar fréttastöðva um net gefa smærri fréttastofum eins og eru hér á landi möguleika á að taka fleiri fréttir til dreifingar.l Danmörku, rétt eins og hér á landi, hefur útsendingartími sjónvarpsstöðva verið að lengjast. Stóra skrefið steig Stöð 2 hér 1996 þegar útsendingar hófust á morgn- ana og stóðu um nokkurt skeið allan sólar- hringinn. Páll Magnús- LISBET KNUDSEN s°n Hvað gerir fréttastjóri á hinu hinn eyjapeyinn danska ríkisút- \< ^mkeppninni? varpi segir sjón- varp æ meir vera notað líkt og út- varp var notað áður fyrr. Það er opið fyrir það allan daginn. Hún segir fólk vilja horfa á fréttir á fleiri tímum en hinum helga fréttatíma sem áður tíðkaðist um kvöldmatar- leytið. Það hefur lengi verið dæmi um Ihaldssemi Islenskra frétta- stjóra og stjórnenda sjónvarps- stöðva að vilja halda þvi fornaldar- fyrirkomulagi, en nú tekur þróunin yfir. DANIR settu sig á móti fréttum í útvarpi á klukkustundar fresti. Morgunfréttir í sjónvarpi þóttu þar I landi til marks um ameríkaniser- ingu. Lisbet er viss um að fréttarás er framtlöin rétt eins og félagar hennar hjá 365. Stóra spurningin er hvernig áhorf- endur bregðast við - og þá ekki síður keppinautarnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.