Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Síða 11
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 11
Gott gengi á
mörkuðum
Samkvæmt greiningar-
deild KB banka hefur Ur-
valsvísitalan
hækkað mest af
norrænu vísitöl-
unum það sem af
er ári eða samtals
um 32,7%. Næst
kemur danska KFX-vísital-
an sem hækkað hefur um
27,8% á sama tíma. Góðar
hækkanir hafa einnig verið
á fmnska, norska, sænska
og þýska markaðnum. At-
hygli vekur að eina vísital-
an sem lækkað hefur er hin
bandaríska Dow Jones, um
4,6%. Bandaríkjamarkaður
vegur 50% af heimsvísitöl-
unni MSCI, sem í heild
hækkaði um 2,1%.
Hjálp fyrir
skjálftabörn
Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna á íslandi hefur
sent 2,5 milljónir króna til
neyðaraðstoðar fyrir fórn-
arlömb jarðskjálftans sem
reið yflr Pakistan, Indland
og Afganistan á laugardags-
morgun. Örfáum klukku-
tímum eftir hamfarirnar
hóf Barnahjálpin að flytja
hjálpargögn á svæðið.
Barnahjálpin og Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin
veita aðstoð með samgöng-
ur og tæknimál til hjálpar-
sveita á svæðinu og sjúkra-
gögn til lækna sem eru á
svæðinu. Reikningsnúmer
Barnahjálparinnar er 101-
26-102040. Kennitalan er
481203-2950.
Forða börnum
frá þrælkun
ABC barnahjálp á ís-
landi sem styrkir á annað
hundrað börn til
náms í Pakistan
segir brýna þörf
á fjármagni til
uppbyggingar
eftir jarðskjálft-
ana. „ABC
barnahjálp hefur
það sem markmið í Pakist-
an að vinna að því að halda
börnum frá því að vera
dæmd til ævilangrar þrælk-
unar og skuldaánauðar líkt
og tíðkast meðal hinna
allra fátækustu í samfélag-
inu. Börnunum verður séð
fyrir fæði, klæði, menntun
og læknishjálp auk heima-
vistar þar sem þörf er á,"
segir í tilkynningu. Söfnun-
arreikningurinn er í ís-
landsbanka nr. 515-14-
280000, kt. 690688-1589
Bloggarvið
Trumptower
Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður Frjálslynda
flokksins, er þessa
dagana staddur í
NewYorkáþingi
Sameinuðu þjóð-
anna fýrir íslands
hönd. Magnús er öfl-
ugur bloggari og ætl-
ar ekki að slá slöku
við þrátt fyrir að vera
í öðru landi. „Ég sit
núna á netkaffihúsi í skýja-
kljúfi rétt hjá Trump tower,"
sagði Magnús í gær þegar
DV náði í hann og bætti við:
„Það er góð stemning héma.
Aðeins farið að hausta en
hlýtt og fínt. Þetta verður ör-
ugglega gott þing."
Hasar í Héraðsdómi Reykjaness
Fáfnismaður barði stefnuvott
Fáfnismaðurinn Ólafur Vilberg
Sveinsson er ákærður af Ríkissak-
sóknara fyrir að hafa ráðist á
stefnuvott á heimili vinar síns,
Stefáns Axels Stefánssonar.
Stefnuvotturinn, Kristján Ólafs-
son, var að færa unnustu Stefáns
stefnu þegar Ólafur réðst á hann.
Ólafur Vilberg er einn af Fáfnis-
mönnunum sem hafa verið áber-
andi í undirheimunum síðasta
árið.
Aðalmeðferð var í málinu í gær.
Áður hafði Ólafur neitað því fyrir
dómi að hafa snúið stefnuvottinn
niður, tekið hann hálstaki og dreg-
ið með valdi inn í íbúðina. Hann
hafi einungis boðið honum vatns-
glas.
„Þeir tóku mig hálstaki og
drógu mig inn í húsið. Þetta var
töluvert vont," sagði stefnuvottur-
inn Kristján í samtali við DV við
þingfestingu málsins. Hann stað-
festi þó að honum hefði verið boð-
ið vatnsglas. Eftir slagsmálin.
DV heyrði í Stefáni Axel eftir
aðalmeðferðina
í dag. „Ég hef
ekkert um þetta
að segja," sagði
hann.
Ólafur Vilberg
Sveinsson Fáfnis-
maður Var einn af
þremur sem réðust inn á
ritstjórnarskrifstofu DV.
G RLNEXT DOOR
FIMMTUDAGAKL 21.00
ID0LEXTRA
ÞRiÐJUDAGA KL 20.30
SIRKUS
NYDAGSKRAI0KT0BER!
FYLGSTUMEÐ
SIRKUS