Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Siglufjörður
nötrar
Siglfirðingar nötruðu í
gærmorgun þegar jarð-
skjálfti af stærðinni 3,7 á
Richter varð um ellefu kíló-
metra norðaustur af bæn-
um. Þrátt fyrir að skjálftinn
hefði fundist best á Siglu-
firði bárust skj álftafréttir
víðar að. Kona á Ólafsfirði
tilkynnti um hvin, mikið
högg og hristing í hillusam-
stæðu heima hjá sér og
maður í Hörgárdal tilkynnti
að hann hefði vaknað við
skjálftann. Tveir skjálftar,
1,8 og 1,9 á Richter, fylgdu í
kjölfarið.
Geðheilbrigði
íHÍ
í tilefni þess að í gær var
alþjóðlegi geðheilbrigðis-
dagurinn var stofnað nýtt
félag innan Háskóla ís-
lands; Félag fólks með geð-
raskanir og áhugafólks um
málefnið. Þema geðheil-
brigðisdagsins í ár var
„Andleg og líkamleg heilsa
yfir æviskeiðið". Markmið
dagsins er að vekja fólk til
vitundar um að tengslin
milli andlegrar og líkam-
legrar heilsu eru órjúfanleg.
Einnig er lögð áhersla á
mismunandi þætti andlegs
og líkamlegs heilbrigðis á
hverju æviskeiði fyrir sig.
Pirraðir
sjúkraliðar
„Þolinmæði okkar er
þrotin," segir í nýlegri álykt-
un frá fúndi sjúkraliða sem
starfa hjá Samtökum fýrir-
tækja í heilbrigðisþjónustu.
Sjúkraliðar em mjög óá-
nægðir með hve lengi hefur
dregist að ganga frá samn-
ingum um kjör þeirra og
önnur starfsréttindi við
Sjúkraliðafélag fslands.
Fundurinn krefst þess að
gengið verði frá nýjum kjara-
samningi sem fyrst með gild-
istíma frá fyrsta mars á þessu
ári. Að öðrum kosti verði
deilunni vísað til Ríkissátta-
semjara. Meðal stofnana
sem í hlut eiga er Hrafhista í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Landsíminn
velli
Vestmannaeyja, “ segir Jó-
hann Óli Guðmundsson, for-
maöur Ungra jafnaðarmanna
I Vestmannaeyjum.,, Völlurinn
er við Herjólfsdal og var kos-
inn einn af25 bestu völlum
Skandinaviu i sumar. Enda eru
mjög margir sem spila golf
hérna. Annars er gott veður í
Eyjum. Sól og hiti."
Ingi Gunnar Jóhannsson hefur hannað strætóleiðakort sem er einstaklega auðvelt
í notkun. Kortið sem styðst við alþjóðlega leiðakortastaðla sýnir kerfið á auðskil-
inn og einfaldan hátt. Ingi Gunnar hefur eytt Qórum árum í að kynna hugmyndina
fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Strætós.
Aðlaðandi strætó
„Ég kynnti forsvarsmönnum Strætós þessa hugmynd fyrst fyrir
Qórum árum. Síðan hef ég átt marga fundi með þeim en þeir
hafa ekki getað tekið ákvörðun um hvort þeir ætii að nota hug-
myndina," segir Ingi Gunnar Jóhannsson, landfræðingur og
kortagerðarmaður, en hann hefur hannað leiðakort fyrir nýtt
leiðakerfi Strætós.
Kortið er byggt á sömu aðferða-
fræði og leiðakort samgöngukerfa í
erlendum borgum og er auðskilið og
auðvelt í notkun. Ingi Gunnar er
orðinn þreyttur á seinagangi
Strætós og ætlar að gefa kortið út á
eigin vegum í næsta mánuði þó enn
standi vonir til að Strætó taki kortið
upp á sína arma.
Beinar iínur
Á kortinu er allar leiðir auð-
kenndar með beinum lituðum línum
svo auðvelt er að sjá hvar maður er
staddur og hvert maður er að fara.
Allar stoppistöðvar eru merktar með
nafni og allar leiðir merktar með
númerum. „Með kortinu finnur þú á
augabragði hvar þú ert staddur og
sérð strax hvemig þú átt að komast á
leiðarenda," segir Ingi Gunnar.
Kveður niður óánægju
„Ég er sannfærður um að óá-
nægja fólks með nýja leiðakerfið
ætti eftir að minnka ef þetta kort
væri í notkun. Leiðakerfið er mjög
gott í grunninn en það á bara eftir að
kynna það fyrir neytendum," segir
Ingi Gunnar sem telur að kortið gefi
Strætó gott sóknarfæri í samkeppn-
inni við einkabílinn því með kortinu
sést hvað strætisvagnar em hentug-
ur ferðamáti og auðveldur í notkun.
Sérhæfður í gerð leiðakorta
Ingi Gunnar hefur sérhæft sig í
gerð leiðakorta. Hann hefur áður
hannað leiðakort fyrir rútur landsins
en það kort hefur slegið í gegn hjá
ferðamönnum og starfsmönnum í
ferðaþjónustu auk þess sem það
hefur fengið viðurkenningu frá
Impru, nýsköpunarsetri Iðntækni-
stofrtunar, og fengið viðurkenningu
frá samgönguráðuneytinu.
svavar@dv.is
Ingi Gunnar Jó-
hannsson Erþess
fullviss að kortið
geri Strætó sam-
keppnishæfan við
einkabílinn.
(
„Ég er sannfærður um að óánægja
fólks með nýja leiðakerfið ætti eftir að
minnka efþetta kort væri í notkun."
Þverholt
r
Lækjartorgj
il I “i-'-ty.
CoiWR/
Hamraborg
LEIÐALYKILL
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
(SxD Hönnun og höfundarrattur / Copyright and cartography:
Hugarflug ehf. / Ingi Gunnar Jóhannsson 2005
UEIÐALYKiLL ts a ragistwsd trad« m»k. Ail nghta reserved. This route rr.ap
may not be coptod or reproduced tn any fomr'without a writtsrt permiswon t>y
th» pobliatiw.
Leiðakort Inga Gunnars
Hannað að erlendri fyrir-
mynd og einstaklega auð-
veltínotkun.
Fjírður
&trar<Sí«í
LEIÐALYKILL er skráð vörumeriu. Öi réttavfc ibkitei. Uðakort þetta ftr sjálfstætt
rrtyndverk, rrýíur bónoynarv«rr>dar *kv. Iðgum um hönnun rv, 46/2001,
Hv«rs korwv ehiiv«<ðir af korii jx»su dru txmnaðar, að tuuts eðo i hftMd, ön
skriflegs aamnings við korthöfund ogútgafonda.
Tftikriun og útlitehönmjn: Augiýsinu«fttofa hórhðdar efri
LEIÐALYKILL
© Hugarflug ehf. 2005
þ«tte teiðakort ft( án matrlíkva/ða