Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Námsmenn sæki styrk Fram- haldsskóla- nemar fjarri sinni heima- byggð eiga rétt á sér- stökum jöfnunarstyrk. „Umsóknaxfrestur fyrir yfir- standandi námsár vegna haustannar er til 15. októ- ber og telur vefurinn strandir.is rétt að minna Strandamenn í framhalds- skólum um víða veröld á að sækja um styrkinn í tæka tíð, það eru einungis þeir sem róa til fiskjar sem fá,“ segir á fréttavefnum strandir.is. Hægt er að sækja um styrkinn hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna á lin.is. Ekki mun vera hægt að fá samtímis námslán og jöfnunarstyrk. Höfuðverkur á hausinn Félagið Höfuðverkur ehf. er farið á hausinn. Félagið sem stofnað var í janúar 2002 og starfrækt frá Kjalamesi var tekið til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári. Skiptunum lauk svo í ágúst án þess að nokkuð fengist upp í tæplega 19 milljóna króna kröfur sem lýst var í búið. Félagið Höfuðleð- ur ehf. á Hverfisgötu er sömuleiðis farið á haus- inn með rúmlega 20 milljóna skuldir á bakinu. Höfúðleður hefur aðeins einu sinni skilað árs- reikningi til ársreikninga- skrár síðan félagið var stofnað 1998. Lengir eftir íþróttahúsi Bæjarráðið íVestur- byggð er óánægt með að verktaki sem tók að sér að byggja íþróttamiðstöð á Patreksfirði skuli ekki hafa staðið við tímaáætlun. „Tafir á afhendingu eru farnar að há verkkaupa verulega í sinni þjónustu- starfsemi. Hagsmunir aðal- verktaka og Vesturbyggðar hljóta að fara saman að þessu leyti þar sem hver dagur sem dregst að skila verkinu er mjög kostnaðar- samur," segir bæjarráðið og leggur áherslu á að verktak- inn ljúki við umsaminn hluta verksins hið allra fyrsta. Ráðunautur í hugflæði Byggðaráð Bláskóga- byggðar hefur samþykkt að styrkja Helgu Ágústsdóttur um 100 þúsund krónur til að halda úti menningar- starfi í vetur. Að því er segir í fundargerð byggðaráðsins er Helga hugflæðiráðu- nautur Kaffi kletts í Reyk- holti. Helga hafði óskað eft- ir 150 þúsund króna styrk. Hundarækt er vaxandi grein á íslandi eftir aö farið var að flytja hunda inn af alvöru upp úr 1990. Hreinræktaðir hundar eru ekki ókeypis og fer verð eftir framboði og vinsældum. „Það fer ekki eftir stærð lundsins hvað hann kostar,“ segir Sigríður Hrólfsdóttir hjá Hundaræktarfélagi íslands. „Cavallier-hundarnir virðast vera mest seldir af öllum, enda vinsælir hundar," segir Sigríður og bendir á að inni á heimasíðu félagsins hrfi.is eru upplýsingar um hunda sem til eru hérlendis og þá sem eru í forsvari fyrir hverja tegund. Það er dýrt að koma upp nýrri tegund á íslandi og eru marg- ar þeirra í mjög takmörkuðu upplagi. Það þarf að koma hundinum til landsins, fá heilbrigðisvottorð á hann og láta hann í sex vikna einangr- un í Hrísey áður en hann fær að hlaupa um grundir lands- ins. Margir hundaræktendur vilja því fá hluta af þeim kostnaði til baka og eins ann- an kostnað sem til fellur. Það stefnir í metár hvað varðar hvolpagot á íslandi þetta árið, eða alls um 1000 ætt- bókarfærðir hvolpar. Cocker Spaniel Hundum í þessari tegund fjölgar mikið. Svipaður cavallier i hegðun og útliti, með löng, síð eyru og feldmik■ ill. Flokkast sem veiðihundur, en ekki notaður sem slíkur hérlendis. Hann er kvikari en cavallierinn og meiri læti i honum. Meðal ræktenda er ekki eins mikilsam- heldni vegna samkeppni á meðan til dæmis cavaiiier-rækt- endur hjálpast mikið að. Skapgerð: Góð Hárafar: Nokkuð Gelt: Nokkuð Útivera: Töluverð Verð: 160-180 þúsund Chihuahua Skemmtilegir, litlirhund- ar, þeir verðmestu oft léttari en 1,3 kg. Oft talað um stóran hund i litlum búk. Mjög harðgerir og kvikir. Finnst mjög gam- an að sleikja fólk. Mikil synd að sjá hvernig farið er með Skapgerð: Góð Hárafar: Ekki mikið Gelt: Nokkuð Útivera: I meðallagi Verð: 180 þúsund Papillon þá þegar haldið er á þeim og þeir með- höndlaðir sem lítil börn. Þeir hata kulda. Cavallier Frábær hundur hér á markaðnum enda vel hug- að að ræktuninni. Falleg- ur smáhundur og geysi- lega fjölskylduvænn. Hef- ur innbyggt hlýðnielement. Þarfmikið knús, þarfhelst að vera sem næst húsbónd- anum, jafn- velsofa uppí. Hann er stærstur smáhund- anna. Skapgerð: Góð Hárafar: Ekkimikið Gelt: Nánast ekkert Útivera: 1 meðallagi Verð: 150-160 þúsund Skemmtilegir, litlir hundar sem fara ekki mikið úr hárum en eru með þykkt og hringað skott. Hafa orðið vin- sælli undanfarin ár vegna þess hve vænlegur hann er inni á heimilum því hann er gæfur og gáfaður. Þeir eru harðgerari en þeir líta út fyrir að vera og elska útiveru. Passa mikið upp á _ eiganda sinn og forðast oftast ókunnuga. Það er ekki mikið framboð á þessari tegund og verðið þvi hátt. Skapgerð: Góð Hárafar: Loðinn, en fer ekki mikið úr hárum Gelt: Ekki mikið Útivera: Lítil Verð: 150 160þúsund „CavaHier-hundarnir virðast vera mest seldir aföUum, enda vinsælir hundar." Skákmaraþon Hrafns Jökulssonar Halldór Blöndal tekur fyrstu skákina „Ég sendi gervöllum þingheimi áskorun um að mæta mér og er gaman að segja frá því að fyrsta viðureignin er milli okkar Halldórs Blöndal, hinnar ágætu skákkempu sem tefldi einmitt á fyrsta mótinu sem við héldum á Grænlandi," segir Hrafn Jökulsson sem nú undirbýr sig af kappi fyrir hið mikla skákmaraþon sem hefst á föstudag- inn í Kringlunni, Hrafn hyggst tefla 250 skákir við áskorendur úr öllum áttum og ætlar sér 40 klukkustundir í taflmennskuna. Hrafn ætlar að freista þess að safna fyr- ir fimm goðan hundruð taflsettum fyr- ir bömin á Austur- Grænlandi. „Okkur þótti vel við hæfi að fá þingmenn til liðs við okkur í þessum skemmtilega atburði. Eins og útskýrt var í áskorendabréfinu er skákkunnátta auka- atriði enda fyrst og fremst verið að leita eft- ir stuðningi við mál- stað. Þing- menn úr öllum flokkum hafa þegar tekið áskoruninni ég vonast þess að meirihluti „„Mriprow Hrafn og Jón Gnarr Ifyrra tefídi fjöldi frægöarmenna við Hrafn og er von á öðru eins núna um helgina. þing- heims sinni þessu kaíli." Einn ráðherra hefur þegar til- kynnt þátttöku sína en það er Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. 80 börn bíða vistunar Menntasvið Reykjavíkur segir að vel hafi gengið að ráða í lausar stöður á leikskólum borgarinnar á síðustu vikum. Enn eigi þó eftir að ráða í tæp sjötíu stöðugildi. Frá 15. september hefur verið ráðið í fimmtán stöður. Um átta- tíu leikskólabörn bíða vistunar á leikskólum vegna manneklu, þar af 32 í Árbæ og Grafarholti. For- eldrafélag leikskólans Austur- borgar birti borgarstjóra harðort bréf í Morgunblaðinu í gær vegna þess að þar em böm send heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.