Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Blaðsíða 25
Fjölskyldan TfV ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 25 Stunda kynlíffyrr Rannsókn sem hófst árið 1943 og endaði 1999 segir til um að stúlkur eru orðnar kynferðislega virk- ar mun yngri en áður. Samkvæmt rannsókninni, sem gerð var í Bandaríkj- unum, höfðu aðeins 12% stúlknanna sofið hjá fyrir hjónaband árið 1943 en 79% þeirra sem svöruðu rannsókninni árið 1999. Á meðal karlmannanna fór prósentan úr 42 í 71%. Meðalaldur stúlkna til að byxja að stunda kynlíf var 15 ár árið 1999. Árið 1950 var meðalaldurinn 19 ára. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆStBÆ sJmi 553 3366 - www.oo.is Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóöir, rekur verslunina Þumalínu. Hulda segir þetta yndislegan bransa enda fái hún að fylgjast með foreldrum bíða eftir börnunum sínum og fylgj- ast með þeim eftir að börnin eru komin í heiminn. JJJ „Mér finnst þetta yndislegt starf og þess vegna er ég í þessu," segir Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir, sem rekur verslunina Þumaiínu á Skólavörðustígnum. Hulda hefur skrifað fræðibækur um meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuðina í lrfi bams og móður auk þess sem hún var brautryðjandi í nútímafæðingarhjálp hér á landi. Stofnaði Mæðrabúðina fyrir 40 árum Ásamt vinkonu sinni stofnaði hún Mæðrabúðina fyrir 40 árum og hefur því verið lengi í þessum bransa. „Til að gera langa sögu stutta þá hafði vin- kona mín beðið mig um að stofna með sér verslun. Mitt starf var að taka á móti bömum og ég var þess vegna ekkert til í að breyta því,“ segir Hulda og heldur áfram: „Þegar svo húsnæði í Domus Medica var auglýst til leigu gerði ég það fyrir vinkonu mína að hringja og sækja um og fékk sem varð til þess að Mæðrabúðin var stofnuð," segir hún en Mæðrabúðin var fyrsta og eina sérbúðin sem seldi föt fyrir mæður og böm á þessum tíma. „Við rákum þessa verslun saman í tíu ár en skiptum henni svo upp og Þumalína varð til upp frá því og er til enn og þar hóf ég störf fyrir nokkrum árum." Allt fyrir móður og barn í Þumalfnu er hægt að fá flest það sem tengist fæðingu lítils bams, hvort sem er fyrir móðurina eða bamið. Þar er meðal annars hægt að fá innri og ytri fatnað fyrir bamið og mömmuna, brjóstahöld, meðgöngubelti, snún- ingslök, sérstök ullarinnlegg til að fyr- irbyggja brjóstavandamál, með- gönguslitoh'u, fyrirbyggjandi spang- aroh'u, fóta-, æða- og verkjaolíu fyrir mjaðmir og allt fyrir htlu krílin og þar á meðal tónhst til að spila fyrir þau í móðurkviði sem þau þekkja þegar þau em fædd auk úrvals af fyrir- burafatnaði. „Og ekki má gleyma slökunardiskunum fyrir mömmu og mjúku silki/uhamærfötunum eða uh- arbolunum og samfehunum fyrir krfl- in, húfunum, sokkunum, vetthngun- um, yndislegu uharteppunum auk kenupoka og sérhannaðrar uhargæm og svo að sjálfsögðu mesta bleiuúrval lándsins að ógleymdu heflsuhominu fyrir aha íjölskylduna." Gleðin mikil Hulda segir yndislegt að fá að fylgjast með þessu ferli fjölskyldunnar sem meðgangan og fæðingin er en hún hittir mikið af konum sem em að bíða eftir baminu sínu. „Það er ótrú- lega gefandi að fá að fylgjast með undirbúningi kvennanna og hitta þær svo aftur og þá kannski pabbana lflca þegar bamið er komið í heiminn. Gleðin er mikil og líka hjá mér. Það er alveg yndislegt og án vafa það sem heldur mér hér innan dyra," segir Hulda að lokum. indiana&dv.is Auövitað elskarðu að fá barnabarn- ið í heimsókn yílr helgar. Vertu enn betur undirbúin(n) fyrir næstu lieimsókn með því að lesa þessi ráð. Vertu úthvíld(ur) Fjötskyldusamkonuir eru afar oikufrekar. Leggöu þig áöur en hersingin kemur. Settu líf þitt í bid Vertu undir þaö buinin) að breyta lifsstll þín- um að einhverju leyti. Láttu vinkonurnar/vin Ina vita aö fjólskylda þin er á leiðinni i heim- sokn. Mundu eftir brottförinni Kveðjustundin getur verið erfið. Reyndu að skipuleggja einhvern skemmtilegan atburð svo þú hafir eltthvað að hlakka til þegar þau fara. Geröu heimili þitt barnvænt Það er kannski langt síðan litlir faetur gengu um allt og mundu að fjarla?gja alia hættulega, dýrmæta og broth.vtta hluti. Vertu undirbúin(n) Litlir magar geta borðað otrulega mikið. Vertu búininl að fara i buð og birga þig upp af uppahaldsmatnum þeirra og ekki gleyma namminu. Afar og ómmur hafa þau forréttindi að þau mega gefa börnunum gotterí. Vertu undir allt búin(n) Nalgastu fyrstu hjálpar kassa. Litil börn geta verið klaufar og þvi nauðsynlegt að hafa plástra og annað við hendina. Spyrstu fyrir Spyrðu foreldra barnanna hvað þeim finnst skemmtilegt að gera og skipuleggðu svo helgina. Ekki gera rað fyrir að vita það sjalfiur). 8 ráð til að halda bamaherberginu í röð og reglu 1. Taktu sjónarhom bamsins Krjúptu niðursvo þú sért í sömu hæð og barnið þegarþú hjáiparþví að laga til. Skoðaðu skúffurnar, hillurnar og skápana íþeirri hæð sem barnið sér þessar geymstur. Það gæti komið þér á óvart. Lausnirn- ar verða að passa barninu. 2. LeyfBu baminu aö verameö Ekkiláta undan lönguninni að gera þetta bara sjálf(ur). Hávaði og læti kenna barninu ekki að ieysa vandamálið með ruslalegt her- bergi. Littu á sem þú sért skiþuleggjandi barnsins þíns. Leiddu það um herbergið og komdu með lausnirnar og út- skýrðu afhverju það er betra að hafa allt í röð ogreglu. Ef þú lætur sem þið séuð félag- ar i þessari óreiðu fær barn- ið meiri áhuga. Efbörnin fá að taka þátt í hreingerning- unni er líklegra að þau haldi herberginu hreinu. 3, Flokkaöu og einfaldaðu Barnaherbergi eru oftast lítil, stundum búa þar tvö eða fleiri börn og í þau vantar allt geymslupláss. Það er erfitt fyrir börn að halda röð og reglu effötin velta út úrskápn- um, skúffurnar lokast ekki ^ og leikföngin eru dreifð um allt gólf. Lausnin felst í að flokka, geyma sumt en gefa eða henda öðru. Byrjaðu á fötunum. Taktu fötin sem eru orðin oflítil eða eru farin að láta á sjá í burtu. Taktu stóran hluta afdótinu úr umferð. Þegar barnið veikist eða getur ekki leikið sér úti vegna veðurs skaltu taka ieikföngin fram. Gömlu leikföngin fá þá nýja merkingu og þykja mun meira spennandi en þegar þau lágu á gólfínu dag eftir dag. .4, Náöu yfirhöndinni Náðu þér! kassa afýmsum stærðum og gerðum. Komdu litlu dóti, eins og Barbie-fötum og öðru smádóti I litinn skókassa. Settu allar bækurnar á sinn stað, tölvuleikina og bíiana. Réttar geymsiur hjálpa foreldr- um að takmarka leikföngin sem . i j eru ígangi á hverjum JjJu tíma.„Auðvitað máttu leika þér með kubbana... straxogþúert s búin(n) að ganga frá bítakassanum." 5. Auöveh aö ganga frá, erf- iðaraaösækja Mikilvægasta reglan er að gera börnun- um auðveltað ganga frá dótinu sínu á meðan þau eiga í meiri vandræðum með að taka það fram. Barnið á auð- veidara með að hrinda öllum bókunum úr bókahillunni en það á með að ganga frá einni bók í hilluna aftur. 6. Frá toppi og upp Þegar ráðist er á barnaherbergi er rétt- ast að byrja neðst og vinna sig upp Vin- sælustu leikföngin geymast í neðstu hill- unum,önnurofar. 7. Ekki gleyma aö merkja Merkingar geta hreiniega bjargað deg- inum. Búðu til merkingar fyrir allt. Mynd afsokkum til að setja á sokkaskúffuna svo barnið muni hvar sokkarnir eru geymd- ir. Barnið hefurgaman afþessu auk þess sem það lærir helling. 8. Komdu á reglum Ruslið í herberginu getur farið í taugarnar á barninu. Eina stundina er herbergið í röð og reglu en aðra ereins og sprengja hafi lent þar inni. Hjálþaðu barninu að korna á einhvers konarrútínu þarsem morgnunum fyigja nokkur verk og kvöldunum önn- ur.„Morgunverkin" geta verið þau að búa um rúmið og ganga frá fötunum síðan i gærkvöldi.„Kvöldverk" geta falið í sér að ganga frá leikföngum dagsins og gera rúmið klárt fyrir svefninn. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.