Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 Lífið DV Kallarnir.is Nóg I gangi hjá þeim þessa dagana. Kallarnir.is eru menn sem vart þarf að kynna. Þeir hafa getið sér gott orð fyrir fríðleika og gott lík- amsform sem og skemmtileg skrif á veraldarvefn- um. Nú hefur heimasíða þeirra tekið breytingum og er það Partí-Hanz sem ber ábyrgð á þeim. Hann er raftækjafíkill. „Það er þannig að þegar ég hækka í heimahíóinu erþað gæinn á neðstu hæð- inni sem kvartar. Þessi tækjafíkn er einfaldlega bara sjúk- dómur." við það. Svo erum við komnir með glænýja Casio-myndavél fyrir djammmyndirnar. Þetta er bara byrjunin á einhverju stærra og meira." Hvernig er annars formið á kall- inum? „Ég hef oft verið þyngri en ég er helköttaður." soli&dv.is „Við vorum búnir að vera með þetta lúkk í eitt ár og átta mánuði," segir Jóhann Ólafur Schröder, eða Partí- Hanz, sem hefur umsjón með öllum tæknimálum Kallanna. Nú hefur verið breytt um útlit á síðunni. „Ég var með viðhorfið: „Why change að winning formula?" Svo fór ég að fikta við þetta og eitt leiddi af öðru. Móðir mín er reyndar ekki hrifin af kon- unni sem prýðir haus síðunnar," segir Partí- Hanz. Nörd í hnakka- umbúðum Partí-Hanz er sem fyrr segir sér- legur tæknimeist- ari Kallanna. /hverju felst það starf? „Ég sé um alla hönnunar- og tölvu- vinnu hjá kallarn- ir.is. Strákarnir segja að ég sé nörd í hnakka-umbúð- um," segir Partí- Hanz. Einn meðlim- ur Kallanna segir að Partí-Hanz eigi sér skuggalega fortíð sem tölvunörd en hann vill ekki tjá sig um það. „Ég hef gaman af þessu og hönn- un,“ segir Partí-Hanz. Betra heimabíó en Smárabíó Áhugi Partí- Hanz á hinum ýmsu rafmagnstækjum er mikill og viðurkennir hann það fúslega. „Ég er raftækjaóður. Ég náttúru- lega vinn í raftækjabúð og er í þessum tækjum alla daga," segir hann. Þá fara sögur af heimabíói sem Partí-Hanz hefur komið sér upp og segja margir að það sé líkt og að koma í kvikmyndahús, ef ekki betra. „Það er þannig að þegar ég hækka í heimabíóinu er það gæinn á neðstu hæðinni sem kvartar. Þessi tækjafíkn er einfaldlega bara sjúkdómur." Nóg í vændum Partí-Hanz segir að nóg sé í vændum hjá Köllunum en þeir hafa verið latir í blogginu að undanförnu. „Við erum búnir að vera latir í blogginu en nú á að setja þetta á fulla keyrslu. Egill er að gefa út bókina þannig að við munum fylgjast grannt með því sem verður að gerast í tengslum Joaquin Phoenix í meðferð Leikarinn Joaquin Phoenix fór beint í með- ferð eftir að hafa leikið svallar- ann og sveitarokkskonunginn Johnny Cash í myndinni Waik the Line. Leikarinn, sem nú er þrítugur að aidri, segist hafa aukið drykkju til mikilla muna eftir að hann setti sig inn í húut- vérk tónlistarmannsins. PUtur- inn er þó skynsamur og segist hann hafa fundið fyrir þvl að hann hafi verið að þróa með sér alkóhólisma svo hann ákvað að fara í meðferð strax eftir að tök- um lauk. Það var eins gott þvf eins og kunnugt er stytti River Phoenix, eldri bróðir Joaquins, sér aldur með of stórum skammti eiturlyfja. Veikfyrireldri mönnum Cameron Diaz hefur viður- kennt að hafa daðrað við ellilíf- eyrisþega á dvalar- heimilinu þar sem verið var að taka upp myndina In Her Shoes. Þó svo að Diaz sé f tygj- um við poppar- ann Justin Timberlake, sem er níu árum yngri en hún, við- urkennir hún að vera veik fyrir eldri mönnum. Stúlkan skemmti sér konunglega við tökur myndarinnar umkringd eldri mönnum. „Auðvitað döðr- uðu þessir eldri menn við mig, ég daðraði við þá," lét Cameron skvísa hafa eftir sér. Eins og kunnugt er var söngvarinn stórundarlegi Boy George handtekinn um síðustu helgi fyrir að ljúga til um inn- brot og vera með kókaín í fórum sínum. Kóka- ínið fann lög- reglan þegar hún var að svipast um eftir merkjum um innbrot sem söngvarinn sagði hafa átt sér stað. Verði Boy George, sem réttu nafni heitir George O’Dowd, sakfelldur á hann yfir höfði sér fimmtán ára fangelsis- dóm. Það er því ekki að undra þótt söngvarinn haldi því fram að einhver allt annar eigi þessi eiturlyf sem laganna verðir fundu á heimili hans. Þegar bresku blöðin leimðu svara hjá Boy svaraði hann: „Ekki spyrja mig neins því ég mun ekki svara neinu." Páll Ólafsson kemur úr mikilli krossgátufjölskyldu. Hann hefur nú stigið skrefi lengra en forverar hans. Krossgátur á krossgötum veraldarvefsins „Ég hef alltaf haft áhuga á kross- gátum og ákvað að taka þær skref- inu lengra," segir Páll Ólafsson, starfsmaður hjá fyrirtækinu Base- camp sem nú hefur opnað heima- sfðuna krossgátur.is. Eins og marg- ir þekkja geta krossgátur orðið að ástríðu og því er liklegt að fjöldi fólka taki þessari heimasíðu fagn- andi. Talað er um að fólk sé úr mikl- um leikarafjölskyldum en í tilfelli Páls má segja að hann komi úr krossgátufjölskyldu sem hlýtur að teljast öllu sjaldgæfari tegund. „Pabbi hefur gefið út kross- gátutímarit í um það bil 20 ár og sjálfur ólst ég upp við að ráða krossgátur við eldhúsborðið með langömmu minni, þannig að það má segja að við höfúm verið lengi í þessu," segir Páll. Hann segir hugmyndina með síðunni vera þá leyfa fólki að prófa gátumar á opnu svæði til að bytja með. Ef vel gengur væri svo hægt að selja aðgang. „Þessu hefur verið sýndur mfidll áhugi og hafa margir leitað til mín um frekara samstarf," segir Páll og bendir á að krossgátur séu ekki aðeins skemmtileg dægra- dvöl heldur einnig örvandi fyrir hugann og orðaforðann. Á heimasíðunni má nálgast krossgátur í þremur styrkleika- flokkum þannig að bæði byrjendur og lengra komnir geta spreytt sig enda segir Páll að fátt sé leiðinlegra en að sitja uppi með gátu sem ekki tekst að ljúka. Það er því ljóst að koma krossgátanna á veraldarvef- inn ætti að vera lfkt og himnasend- ing fyrir alla ástríðufulla kross- gátuunnendur auk þess sem Páll Páll Ólafsson Segir fátt skemmtiiegra en að ieysa krossgátur i sumarbústað. telur að hinar vinsælu sudoku- talnagátur séu skammt undan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.