Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Page 33
Menning 0V
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 33
Ungur rithöfundur í leit að tækifærum hleypur hinum megin á hnöttinn og vill
komast að í draumafabrikkunni Hollywood sem er að ná undirtökunum í bíó-
framleiðslu heimsins. Fyrsta frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins segir
okkur söguna og rekur afdrif hans.
„Abdullah revkir
HaUdór í Hollywood er í senn
nýtt og gamalt verk frá hendi Ólafs
Hauks Símonarsonar: frumgerð
þessi var lesin saman í Alþýðuleik-
húsinu sáluga um það leyti sem það
var að tapa aðstöðu sinni í Hafnar-
bíói snermma á níunda áratugnum.
Tinna Gunnlaugsdóttir tók þátt í
þeim lestri og kaUaði eftir verkinu
þegar hún tók tíl starfa. Nýir leUc-
hússtjórar stóm leikhúsanna hafa
aUir haft tilhneigingu hin seinni
árin tíl að sækja í HaUdór og verk
hans á fyrsta vetri ferils síns.
Verkið var æft í vor en aðaUega í
haust. Það er fyrsta frumsýning
vetrarins og birtist áhorfendum
þann 14. október. Leikstjóri er
Ágústa Skúladóttir.
Bíóið heillar
LeUcritið byggir á heimUdum um
dvöl HaUdórs Laxness í Ameríku
1927-1929. HaUdór hafði gert tílraun
tíl að komast vestur um 1919 en var
þá snúið aftur frá EUis Island. Átta
árum seinna fór hann öðm sinni og
fór um byggðir íslendinga í Kanada
og átti skjól hjá Ástu málara en
Magnús Ámason, bróðir hennar, var
vinur HaUdórs. En stefnan lá vestur.
Sætanýting góð á alþjóðlegu hátíðinni
Aðsóknin ánægjuleg
Aðstandendur annarrar Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar
í Reykjavík eru ánægðir með þær
undirtektir sem dagskráin fékk
hjá áhorfendum. Að sögn Hrann-
ar Marinósdóttur framkvæmda-
stjóra er sætanýtingin góð. Það
var uppselt á margar sýningar
svo sem Okkar arfur, Týndu
börnin, Kastali Howls, Stengi,
Epli Adams og George Michael.
Líka var þéttsetið á Born into
Brothels, My Nikifor og fleiri.
Stapþað var út úr dyrum á B-
myndaprógramm Páls Óskars.
Hrönn segir mætingu hafa
verið ágæta á þá ýmsu viðburði
utan við sýningahaldið sem efnt
var til: 150 manns tóku þátt í
masterklassa Kiarostamis í há-
skólanum. Þá staðfesti hún að
heimildarmyndir hefðu verið
sérstaklega vel sóttar í ár sem
kannski sýnir fram á að íslend-
ingar eru þyrstir í fróðleik og sýn-
ingar á þessari gerð mynda eru
vanræktar hér á landi.
„Á þriðja tug erlendra gesta
komu til laridsins vegna hátíðar-
innar og töluðu flestur um,“ sagði
Halldor ungur i
boði borgara-
legra eiginkvenna
i betri hlutum
Englaborgar.
fslenskir rithöfundar höfðu á
þessum árum heillast af hinu nýja
frásagnarformi. Fyrstur lýsti Jóhann
Sigmjónsson kvikmyndaforminu
sem frásagnarhætti ffamtíðarinnar
og náði að sjá eitt verka sinna á
hvíta tjaldinu og hafði annað undir-
búið þegar hann lést. Gunnar
Gunnarsson lagði líka efrii í filmur
og Guðmundur Kamban átti eftir
að fylgja í kjölfarið. Halldór einn
sótti vestur um haf þar sem örfáir
landa hans voru komnir í jaðar
myndframleiðslunnar sem leikarar.
Halldór ætlaði sér að skrifa filmur
og kvikmyndaformið setti eftir dvöl
hans þar sterkan svip á sögusnið
hans.
Þekktir og óþekktir
En það var ekki auðvelt að sigra
Hollywood þá frekar en nú. Halldór
kynntist mörgum hliðum banda-
ríska samfélagsins og likaði ekki allt
sem hann sá þótt „góðar væru næt-
ur í þvísa landi" eins og hann sagði
síðar. Hann varð fljótt gagnrýninn á
efnalega mismunun og þjóðfélags-
legt ranglæti.
í leikriti Ólafs Hauks er því hald-
ið fram að í Hollywood hafi hinn
ungi höfundur fundið ísland á ný
og gerst íslenskur rithöfundur. Við
sögu koma ýmsir vinir og velgjörð-
armenn HaÚdórs frá Ameríkuárun-
um, nokkrar af skærustu stjömum
Hollywood á þessum tfrna eins og
Charhe Chaplin og Greta Garbo og
síðast en ekki síst allar konumar í
lífi hans.
Óli Haukur
Ólafur Haukur Sönonarson er
eitt mikilvirkasta og vinsælasta leik-
skáld íslendinga en hann hefur
einnig sent frá sér ljóðabækur, smá-
sögur og skáldsögur, skrifað út-
varps-, sjónvarps- og kvikmynda-
handrit, gefið út hljómplötur með
eigin lögum og söngtextum og þýtt
bækur, leikrit og kvikmyndir.
Leikrit Ólafs Hauks hafa verið
sýnd vlða en fyrsta leikrit hans sem
tekið var til sýninga í Þjóðleikhús-
inu var þrfleiloirinn Milli skinns og
hömnds sem sýndur var árið 1984. f
kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði
Badda, Hafið, Gauragangur, Þrek
og tár, Kennarar óskast og Meiri
gauragangur. Síðustu verk Ólafs
sem sýnd vom í Þjóðleikhúsinu em
Viktoría og Georg og Græna landið.
Listamenn
Leikendur í verkinu em þau Atli
Rafn Sigurðarson sem fer með hlut-
verk hins unga manns, Baldur
Trausti Hreinsson, Edda Björgvins-
dóttir, Margrét Kaaber, Jóhann
Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson,
María Pálsdóttir, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Randver Þorláksson,
Rúnar Freyr Gíslason, Selma
Bjömsdóttir og Unnur ösp Stefáns-
dóttir.
Tíu ný lög við ljóð Halldórs em í
sýningunni, en á þessum ámm var
Halldór yrkjandi af smæsta tilefni.
Höfundar tónlistar em þeir Jóhann
G. Jóhannsson og Ámi Heiðar
Karlsson sem jafnffamt er hljóm-
sveitarstjóri. Fjögurra manna
hljómsveit tekur þátt í sýningunni.
Auk Áma Heiðars (píanó), skipa
hana Andrés Þór Gunnlaugsson
Cgítar), Gunnar Hrafnsson (kontra-
bassi) og Ólafur Jónsson (saxó-
fónn). Lýsing er í höndum Páls
Ragnarssonar, búninga gerir Þór-
unn Elísabet Sveinsdóttir, höfund-
ur leikmyndar er Frosti Friðriksson,
aðstoðarmaður leikstjóra er Aino
Freyja Járvelá.
%r
o I
ÍO
gHj
t. ** —
Hrönn Marinós-
dóttir fram-
kvæmdastjóri.
m
... Hrönn, „hve áhugasamir og
fróðeiksfúsir íslenskir áhorfendur
væru; viturlegar spurningar í lok
mynda úr hópi áhorfenda. Er-
■o lendum blaðamönnunum sem
hingað komu finnst merkilegt að
okkur hafi tekist að fá hingað til
landssvonamargavirtaleikstjóra
Q og gott prógramm."
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
í Reykjavík er einkafyrirtæki og
starfar með samningi við
menntamálaráðuneyti til þriggja
ára, en hefur að auki tilstyrk
Reykjavíkurborgar og smærri og
stærri einkaaðila, en meginstoð-
„ | aðilar voru Baugur Group og
Landsbanki íslands.
Myndlist
ó vef
British Council,
menningardeild
utanrikisþjónust-
unnar bresku, ætlar að setja lista-
verkasafn sitt sem telur átta þúsund
verk á vef, svo allir geti skoðað það.
Stofnunin hefur eignast þetta magn
eftir margra áratuga starf en í hlut
hennar hefur komið að sýna verk
breskra myndlistarmanna erlendis.
Eru 80% af safninu alla jafna uppi
við víðsvegar um heiminn.
David Hockney, Lucian Freud,
Henry Moore, Anish Kapoor, Gilbert
& George, Damien Hirst, Chris Ofili
ogTracey Emin eiga þar verk og
hafa mörg gefið þau til að styrkja
kynningu á sér erlendis og komast
undan að lána eigin verk erlendis.
Þannig gaf Henry Moore yfir 250
þangað 1984 þegar British Council
var hálfrar aldar gamalt.
Óperublaðið
ó vef
Óperublaðið er
tengt í útgáfu við
stóru frumsýningarnar
hjá Óperunni. Er það
alla jafna myndarlegt
frágangi en íblaðinu
er að finna umfjöllun og greinar um
starfsemi Óperunnar og fréttir af
Vinafélaginu.
Nú er sú nýjung í boði á vef óper-
unnar að lesa má blaðið í pdf-útgáfu:
opera.is. Styttri útgáfa af Óperublað-
inu er prentuð og seld á óperusýn-
ingum og fá Vinafélagar blaðið sent í
pósti. I nýjasta hefti Óperublaðsins er
að finna greinar um Tökin hert (The
Turn of the Screw), viðtal við Sól-
veigu Elínu Þórhallsdóttur sýningar-
stjóra og Halldór E. Laxness. Karl 01-
geirsson, Kolbrúnu Halldórsdóttur
og Þórunni Lárusdóttur sem öll taka
þátt (Kabarett.
Einnig eru í blaðinu upplýsingar
um hádegistónleika vetrarins. Fréttir
af Vinafélaginu eru á sínum staö og
þar er meðal annars sagt frá fýrir-
hugaðri óperuferð til New York í
febrúar 2006. Viðtal við Bjarna Daní-
elsson óperustjóra um hugmynd
Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra
um byggingu á húsnæði fyrir (s-
lensku óperuna f Kópavogi. Ritsjóri
Óperublaðsins er Freyja Dögg
Frímannsdóttir.
Hagþenkis-
stjórn
mótmælir
„Stjórn Hagþenkis, félags höfunda
fræðirita og kennslugagna, mót-
mælir þeirri ráðstöfun
forsætisnefndar Al-
þingis að ráða sendi-
herra og fýrrverandi
ráðherra sem enga
reynslu hefur af ritun
fræðirita til að hafa
með höndum ritun
sögu þingræðis á (s-
landi.
Ákvörðunin lýsir að mati stjórnar-
innar virðingarleysi fyrir þeim fræði-
mönnum sem hafa (námi og starfi
aflað sér reynslu og þekkingar í
rannsóknarvinnu og ritun fræðirita.
Stjórn Hagþenkis minnir á að til er
fjöldi vel menntaðra og reyndra
fræðiritahöfunda á sviði sagnfræði,
lögfræði og stjórnmálafræði, sem
betur hefðu verið fallnir til verksins
og sem eiga ekki hagsmuna að
gæta líkt og fyrrverandi þátttakandi
(stjórnmálum gerir óhjákvæmilega.
Stjórn Hagþenkis skorar á for-
sætisnefnd að taka ákvörðun sína til
endurskoðunar og fá ritstjórum
verksins til samstarfs höfund eða
höfunda sem hafa sannað hæfni
sfna með rannsóknum og ritun
fræðirita."