Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Fréttir DV GSM í Djúpinu Að því er segir á leid.is hefur GSM-samband stór- batnað á leiðinni frá Hólmavík að Súðavík. Áður hafi samband aðeins verið á litlum bletti yst í Skötufirði á þessum kafla sem sé um 200 kílómetra langur. Sendir var settur upp á vegum Sím- ans í Bæjum á Snæfjallaströnd, innarlega í norðanverðu ísafjarðar- djúpi. Nú mun enginn kafli vera lengri en 25 kílómetrar án GSM-sambands. Nánar er hægt að kynna sér hvar er komið á samband á þessari leið á leid.is. Það er vefur félags um einkavæð- ingu vegamannvirkja. Ekki GSM á Barðaströnd Einar öm Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhóla- hreppi, segir að þótt GSM- samband sé nú orðið miklu betra um ísafjarðardjúp sé ástandið enn afar slæmt á Barðaströnd. „Það ber því allt að sama brunni. Djúpvegur er allur meira og minna orðinn malbikaður. Vestfjarðavegur er langt á eftir. ISDN- tengingar og GSM- samband orðið mjög þokkalegt á Djúpvegi. Hvort tveggja í ólagi á Vestfjarðavegi. Er ekki kominn tími til að snúa sér að Vestfjarða- vegi?" segir sveitarstjórinn í grein á reykholar.is. Fagnaðir þú kvennafn- deginum? Jón Atli Jónasson rithöfundur. „Ég notaði daginn í að hugsa vel um konurnar í lífi mínu. Eldaði og vaskaði upp og naut dagsins með konunni og börnum. Ég bý náttúrlega I þessu kraðaki niðri í bæ og það var gaman að sjá allar þessar konur með barnavagn- ana í bítandi frostinu. Þetta var bara frábær dagur." Hann segir / Hún segir „Þetta varyndislegt. Mér fannst bara ótrúlegt að vera vitni að þessari samstöðu. Ókunnar konur að brosa hver framan í aðra. Allar meðvitað- ar um að við værum á sömu forsendum. Ótrúlegt að upp- lifa það. Ekki upplifa sjálfa mig sem hluta afkúguðum minni- hluta i kröfugöngu. Yndislegt þótt staðsetningin hefði mátt vera betri." Hildur Lillienthal Viggósdóttir, nemi i Háskóla Islands. Thanh Viet Mac, ekkja Vu Van Phong, sem myrtur var í Hlíðarhjalla í vor, er ný- komin heim eftir þriggja mánaða dvöl í Víetnam. Þar jarðsetti hún eiginmann sinn og safnaði kröftum eftir erfiða tima. Tveggja milljóna króna söfnunarfé lesenda DV gerði ferð hennar mögulega en í henni heimsótti hún foreldra sína i fyrsta skiptið síðan hún fluttist til íslands í von um betra líf. I . vici mdt cKKjan er nýkomin heim eftirþriggja mánaöa dvöl í Víetnam. Þar var maður hennar lagður til sinnarhinstu hvílu. Vu Van Phong Myrturi Hlíðarhjalla Lét eftirsig eigin- konu og dóttur. Hrædd við Phu Tien Fyrir skömmu var hún boðuð af Sigríði Friðjónsdóttur sak- sóknara í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykja- víkur. „Hún var hrædd enda að sjá morðingja manns- ins hennar í fyrsta síðan þessi hörmulegi atburður átti sér staö,“ segir Sigurður Jóns- son. Viet lét þó Phu Tíen Nguyen Sturlaðist þegar hann var ekki ávarpaður rétt. Jarðsetti eiginmanninn Víetnam með ðiálp DV „Hún kveið mikið fyrir," segir Sigurður Jónsson, vinnuveitandi Thanh Viet Mac, ekkju mannsins sem myrtur var í Hlíðarhjalla í vor, en Viet bar vitni í réttarhöldunum yfir Phu Tien Nguyen á mánudaginn. Þetta var í fyrsta skipti sem Viet mæti Tien augliti til auglits eftir hina hræðilegu atburði í maí sem leiddu til dauða Vu Van Phong. Thanh Viet Mac er nýkomin aftur til íslands en fé sem lesendur DV söfnuðu fyrir hana gerðu henni kleift að fylgja eiginmanni sínum til sinnar hinstu hvílu á heimaslóðum í Ví- etnam. Hún notaði ferðina einnig til að hitta fjölskyldumeölimi, þar á meðal foreldra sína, sem hún hafði ekki hitt síðan hún kom hingað til ís- lands fyrir nokkrum árum í von um betra líf. I Víetnam safnaði hún líka kröftum eftir erfiða daga vikur sem og að fylgdu í kjölfar morðsins á eigin- manni hennar. Ekki ólétt Alls söfnuðu lesendur DV um tveimur milljónum króna fyrir Viet og dóttur hennar Kristínu sem er fjögurra ára gömul. Sigurður Jónsson, vinnuveitandi hennar, sem sinnt hef- ur málstað hennar síðan áfallið dundi á Viet í vor segir hana fulla af þalddæti til þeirra sem lögðu söfnuninni lið. DV fékk það staðfest í gær að grun- ur Viet og fjölskyldu hennar um hún væri þunguð reyndist ekki réttur. Hún gengur því ekki með bam látins eigin- manns síns undir belti eins greint hefur verið frá í fréttum. ekki óttann yfirbuga sig. Hún mætti Phu Tien yfirveguð og sagði dóm- urum frá síðustu stundum eigin- manns hennar í Hlíðarhjalla. Eftir að hafa gefið skýrslu fylgdi kona Sigurðar henni heim. Viet hefur nú aftur hafið störf hjá Sigurði og konu hans í efnalaug- inni í Mjóddinni. Að sögn Sigurðar er hún öll að koma til. „Líf hennar er loks að komast í jafhvægi eft ir erfiða tíma,“ segir hann. andri@dv.is Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Diplómatapassar skipta engu máli „Hvað íslendinga varðar þá skipt- ir okkur engu máli hvort þeir sem hingað koma hafi slíka pappíra. Við gerum engan mun á þjón- ustuvegabréfum og almennum vegabréfum," segir Jóhann Ragnar Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli. DV hefur að undanförnu fjallað nokkuð um þjónustuvegabréf og diplómatísk vegabréf. Erfitt hefur reynst að átta sig á því í hverju for- réttindin eru sem felast í viðkomandi pössum - í hverju þeir eru frá- brugðnir venjulegum vegabréfum. í blaðinu í gær útskýrði Helgi Gíslason sendiherra að munurinn væri sáralítill. Aðallega væri þetta ör- yggisventill fyrir viðkomandi kæmist sá í hann krappan gagnvart erlend- um yfirvöldum. „ Ég segi fyrir mig, ég hef aldrei hikað við að opna tösku mína. Sumir hafa verið að gera uppi- stand. En í mínum töskum hafa aldrei verið nein leyndarmál. Og. ég hef ekki séð ægilega mikið gagn að þessu," segir Helgi. Jóhann tekur í sama streng spurður um það hvort þetta breytti einhverju gagnvart erlendum gest- um sem fara í gegnum tollinn hjá honum. Segir passana undirstrika stöðu viðkomandi en breyti litlu um afgreiðsluna. „Varningur sem viðkomandi er með er þá ekki skoðaður, eða við skulum frekar segja að ekki sé sjálf- gefið að leitað sé. Fer eftir eðli máls og atvikum hverju sinni. Ég get geng- ist við því að leitað hefur verið hjá handhöfum slíkra passa og þeir ekki sáttir. En það hefur verið leyst í kurt- eisi. Þetta er ekki einfalt. Og almennt í þessum heimi vilja „afbrigðileg" vegabréf kalla á meiri en minni at- hygli. Þau eru jafnvel meira skoðuð Jóhann Ragnar Bene- diktsson sýslumaður Segir „afbrigðileg" vegabréf oft kalla á meiri athygli sem er vel þekkt frá árum áður þegar islensku diplómata- vegabréfin voru hárauð. en minna. Vel þekkt er frá ámm áður þegar íslensku diplómatavegabréfin vom hárauð. Alveg eins og endur- skinsmerki í nóttinni og hrópuðu á athygli," segir Jóhann. Pössunum var hins vegar breytt fyrir um tíu ámm þegar ný vegabréf voru tekin í gagnið og eru nú mjög líkir hinum hefðbundnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.