Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Síða 17
r DV Fréttir MIÐVÍKUDAGUR 26. OKTÚBER2005 17 S;' . ' FRA FLATEYRI Lilja Asgeirsdóttir, 34 ára. Lilja bjó með manni sinum, Þor- leifi, að Hafnarstræti 41. Hún lét eftir sig tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Kristrúnu Evu og Guðrúnu Helgu Elvarsdætur. Hafnarstræti 41 Þorleifur Yngvason, 38 ára. Þorleifur bjó að Hafnarstræti 4 7. Hann var barnlaus en Lilja kona hans sem einnig lést í flóðinu átti tvær dætur sem Þorleifur tók að sér sem sinar eigin. Hafnarstræti 41 Linda Björk Magnúsdóttir, 24 ára. Linda fæddist í Reykjavík en bjó lengi á Seyðisfirði. Hún bjó ásamt foreldrum sinum, þeim Magnúsi Karlssyni og Fjólu Aðalsteinsdótt- ur, að Hafnarstræti 45. Hafnarstræti 45 Fjóla Aðalsteinsdóttir, 50 ára. Fjóla var fædd i Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún var gift Magnúsi E. Karlsyni sem einnig lést í flóð- inu. Dóttir hennar Linda Björk lést einnig. Fjóla átti þrjú systkini, þau Hilmar Þór, Tryggva og Þóreyju. Hafnarstræti 45 Geirþrúður Friðriksdóttir, 69 ára. Geirþrúður var ásamt manni sín- um Gunnlaugi sofandi i húsi þeirra að Tjarnargötu 3 þegar flóðið féll. Hún var fædd að Látr- um i Aðalvik. Geirþrúður hafði alla tíð mikið yndi af garðrækt og starfaði til fjölda ára i Kvenfélag- inu Brynju á Flateyri. Tjarnargata 3 Halldór Svavar Ólafsson, 20 ára. Halldór fæddist á ísafirði en ólst upp i Bolungarvik. Halldór tók virk- an þátt í sundi og æfði afkappi með UMFB Hann tók við rekstri á býlinu Laugabóli þegar húsfreyjan þar þurfti að dveljast á sjúkrahúsi eftir að hafa misst dóttur og barna- barn sitt i snjóflóðinu sem féll i Súðavik. Hann var staddur að Unnarstíg 2 þegar snjóflóðið féll á Flateyri. Unnarstígur2 Magnús E. Karlsson, 53 ára. Magnús var fæddur i Hafnarfirði og ólstþar upp. Hann var kvæntur Fjólu Aðalsteinsdóttur sem einnig lést ásamt dóttur þeirra, Lindu Björk. Margrét Þórey dóttir þeirra slapp ómeidd úr hamförunum þar sem hún var flutt að heiman. Hún býr enn á Flateyri. Sonur þeirra, Anton Már, hafði verið á Suðureyri um nóttina. Magnús var sjómaður. Hafnarstræti 45 Gunnlaugur P. Kristjánsson, 72 ára. Gunnlaugur bjó að Tjarnargötu 3 ásamt konu sinni Geirþrúði. Þau giftust árið 1946 og bjuggu alla tið á Flateyri. Þau eignuðust sex dætur og einn son. Gunnlaugur var sjómaður fyrstu árin. Hann var einn afstofnendum og aðal- eigendum Hjálms hf. á Flateyri og starfaði þar sem verkstjóri fram á síð ustu ár. Tjarnargata 3 Svana Eiríksdóttir, 19 ára. Svana fæddist i Reykjavik en ólst upp á Flateyri. Hún stundaði um skeið nám við framhaldsskóla Vestfjarða á Isafirði, en starfaði á þessum tima á veitingastaðnum Sjö rósum við Grand Hótel i Reykjavík. Hún var i heimsókn hjá frændfólki sinu. Unnarstígur 2 Sólrún Ása Gunnarsdóttir, 15 ára. Sólrún Ása var fædd í Reykjavik. Foreldrar hennar eru Elin Hall- dóra Jónsdóttir og Gunnar Krist- ján Guðmundsson. Hún átti tvær systur. Sólrún Ása stundaði nám i tíunda bekk í Grunnskólanum á Flateyri. Unnarstígur 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.