Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 19
DV Fréttira MimmiGufcz öxfómim 19 Samhugur fólks var mikill Samhugur í verki safnaði milljónum til handa fórnar- lömbum flóðanna. Þórunn Vernharðsdóttir missti nokkra vini á árinu 1995 í snjóflóðum bæði á Flateyri og Isafirði. Einnig missti Þórunn vin sem féll fram af snjóhengju á vélsleða milli Skálavíkur og Bolungarvík ur. Árið 1995 líður Þórunni seint úr minni. ----------------------------------- „Eftir allar hörmung- arnar bar hver Þórunn Vernharðsdóttir segir að allir sem bjuggu á Vestfjörðum árið 1995 hafi verið harmi slegnir. Þeir gleymi aldrei þessu hörmungarári. í snjóflóðinu sem féll á Súðavík 16. janúar fórust 14 manns og á Flat- eyri létust 20 manns í snjóflóðinu 25. október. „Ég fann fyrir doða sem lagðist yfir ‘ - . „ mig eins og svart ský,“ segir Þórtmn —ð______ g Vernharðsdóttir sem var á morgun- . . • vakt á spítalanum á ísafirði þegar snjó- J35 flóðið féll á Flateyri fýrir 10 árum. sjúkrahúsið frá einu húsanna á Flat- eyri var stopp akkúrat á þeirri mínútu sem snjóflóðið féll á byggðina. „Það var sjokkerandi að sjá klukk- una stopp því atburðurinn varð mér svo áþreifanlegur. En það var ótrúlegt hvað fólkið sem lenti í þessum hörm- ungum var duglegt og eftir allar hörm- ungarnar bar hver sína sorg í hljóði," segir Þórunn. Flóðavarnir drepa byggð Þórunn, sem bjó lengi í Hmfsdal á milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, segir að Ofanflóðasjóður sé búinn að kaupa 18 hús í Hnífsdal og sé að kaupa fleiri. Þetta geri það að verkum að byggðin þar sé svo til að leggjast niður: „Fólkið fyrir vestan sem ég þekki til er á þeirri skoðun að það sé gert of mikið úr snjóflóðavörnum víða á Vest- íjörðum. Mér finnst að það sé mark- visst verið að leggja landsbyggðina af og drepa allt niður. f Hnífsdal hefur öll þjónusta verið lögð niður. Þetta er ekki jákvæð þróun." jakobina@dv.is Vinir og ættjngjar fórust „Þetta var hræðilegt ár sem líður mér seint úr minni," segir Þórunn. „Ég missti góða vini í hörmulegum slysum, slys sem urðu vegna mikilla snjó- þyngsla á Vestfjörðum þetta ár. Annar var Kristján Jónasson sem lést í snjó- flóðinu hér á fsafirði í sumarbústaða- byggðinni. Hinn var Gunnar Leóson sem fór fram af snjóhengju á milli Skálavíkur og Bolungarvíkur. Ég missti ættingja í snjóflóðinu á Flateyri, hana Geirþrúði Friðriksdóttur sem fórst ásamt manni sínum. Súðavíkursnjóflóðið var gífurlegt áfall líka.“ Þökkum guöi aö 10 voru aö heiman DV 27. október 1995 Smátt og smátt kom umfang hins hryllilega atburðar I Ijós. tertfyrir ihríðinni Þórunn Vernharðsdóttir Vará morgunvakt á spitalanum á Isafirði þegar snjóflóðið féll á Flateyri.„Þetta var hræðilegt ár sem llður mér seint úr minni.“ DV25. október 1995 Daginn fyrir örlaganóttina sagði DV frá því að blikur væru á lofti á Vestfjörðum. Klukkan stoppaði Þórunn minnist þess að vekjara- klukka sem var inni í laki sem kom á Kyrrðarstund Snjóflóðavarnirnar hafa margsannað sig „Þetta verður látlaust," segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri um kyrrðar- stund sem verður í kirkj- unniá /% g Flateyri allan ^ m daginn. I kvöld verður minningarathöfn f íþróttahúsinu. Meðal góðra gesta er Vigdís Finnbogadóttir sem var forseti þegar ósköpin dundu yfir. „Flat- eyringar bjóða henni," segir Halldór, „þeir eru minnugir þess hvernig hún studdi við þá í þess- ari miklu sorg.“ Fyrir Flateyringa sem ekki eiga heimangengt, og aðra þá sem minnast vilja fómarlamba flóðsins, er rétt að benda á að bænastund verður haldin í Nes- kirkju við Hagatorg. Séra Örn Bárður Jónsson mun leiða bæna- stundina. eyrinni og eitt nýtt hús byggt. Árið 2001 gerðu ísafjarðarbær og ríkið samning sem skipti sköpum við frekari uppbyggingu á Flateyri. „Samningurinn gerði okkur kleift í að gera miklu meira, gatnagerð, fe klára opin svæði og annað sem 1 þurfti," segir Halldór. Hann bætir g| þó við að enduruppbyggingunni | sé enn ekki lokið. * Þegar snjóflóðið reið yfir bjó Halldór fyrir sunnan. Hann minnist þess að hafa horft á hörmungamar í sjónvarpinu, eins og reyndar lands- menn allir. Hann er fæddur og upp- alinn á Vestfjörðum og þekkti því fólk á Flateyri, bæði sem bjargaðist og sem fórst. „Þetta var skelfilega erfitt," segir hann. johann@dv.is „Það var mjög ólíkt hvernig farið var að við að veija," segir Halldór Halldórsson um muninn á endur- uppbyggingunni á Súðavík annars vegar og Flateyri hins vegar í kjölfar snjóflóðanna 1995. Halldór er bæjarstjóri í ísafjarð- arbæ sem Flateyri er nú hluti af. „Á Súðavík var byggðin flutt en á Flat- eyri var haldið áfram með þorpið eins og það leit út," segir Halldór. Gmndvöllurinn fyrir því að ekki þurfti að flytja byggðina á Flateyri var gríðarlega öflugur snjóflóða- varnargarður sem var reistur fyrir ofan byggðina. „Fram að þessum miklu slysum 1995 höfðu verið gerðar snjóflóða- varnir á nokkmm stöðum sem vom vart sýnilegar," segir Halldór. „Nú var þetta gert eins og erlendis. Það var byggð stóreflis A-laga snjóflóða- vöm sem er fyrsta snjóflóðavöm af því tagi hér á landi." Sú vöm hefur þegar sannað gildi sitt oftar en einu sinni. Fram til ársins 2001 snerist upp- byggingin að mestu um það að laga til að sögn Halldórs. Ný bensínstöð var reist og nýr leikskóli byggður fyr- ir söfnunarfé frá Færeyjum. Einnig vom nokkur hús gerð upp neðst á Halldór Halldórsson Uppbyggingunni á Flateyri er ekki lokið að mati Hall- dórs Halldórssonar, bæjar- stjóra ísafjarðarbæjar. FRA FLATEYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.