Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Page 6
6 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
FréttlrTW
Guðna sárnar
kannanir
Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra, sem á
mánudag mætti á fund á
Homafirði til að ræða at-
vinnu- og samgöngu-
mál, segir í viðtali við
horn.is að fundarmenn
hafi haft áhyggjur af
slakri útkomu Fram-
sóknarflokksins í skoð-
anakönnunum. „Það
er bæði sárt og ekki
sanngjamt að við skulum
mælast undir flokki sem
berst gegn öllu sem við
höfum áorkað í atvinnu- og
efnahagsmálum í landinu,"
segir Guðni meðal annars.
Mistök
Neyðarlínu
Neyðarlínan hefur við-
urkennt að hafa
gert mistök
þegar rúta valt
á gatnamótum
Grindavíkur-
vegar og af-
leggjara að Bláa
lóninu 5. júní í
sumar. „í stað
þess að kalla út sjúkrabfl og
tækjabíl frá Grindavlk er
hringt fyrst í Brunavarnir
Suðumesja og síðan kallað-
ur út sjúkrabíll úr Grinda-
vík. Starfsmenn Neyðarlín-
unnar hafa viðurkennt
þessi mistök," segir í fund-
argerð Almannavarna-
nefndar Grindavíkur sem
vill að Neyðarlínan yfirfari
boðleiðir og útkallsferli
þannig að mistök af þessu
tagi endurtaki sig ekki.
Klámsíður?
Guðlaugur Laufdal
guösmaður.
„Það er engum manni hollt að
skoða klámsíður. Þessar síður
rugla menn I ríminu. Þær
hvetja menn til ranghugsana
og geta haft áhrifá menn til
illra verka. Karlmaðurinn sem
skoðar þessar siður metur
heldur ekki konuna rétt. Hann
metur hana aðeins sem kyn-
veru. Menn verða að hafa
hreina og góða hugsun og
elska náungann eins og sjálf-
an sig. Fólk I hjónabandi ætti
alls ekki að skoða þetta."
Hljóðrituð játning Gunnars Óla Hákonarsonar um að hann hafi haft samræði við
15 ára skjólstæðing unglingaheimilis þar sem hann var starfsmaður dugði ekki
Ríkissaksóknara til að sækja málið. í játningunni biðst Gunnar afsökunar á gjörð-
um sínum.
Ríkissaksóknari hefur ákveðið sækja Gunnar Óla Hákonarson
ekki til saka fyrir meint kynferðisbrot þrátt fyrir að hann hafi ját-
að að hafa haft samræði við Dóru Lowrey þegar hún var aðeins
15 ára vistmaður á unglingaheimilinu Árbót í Aðaldal. Gunnar
var þá starfsmaður unglingaheimilisins.
Gunnar Óli Hákonarsson er 35
ára framleiðslustjóri í kjötvinnslu-
fyrirtæki á Húsavík. Hin meintu kyn-
ferðisbrot hans gegn Dóm Lowrey
áttu sér stað á ámnum 1994-1995.
í fyrra hringdi Gunnar Óli í Dóm
til að biðjast afsökunar á gjörðum
sínum gegn henni. Það sem hann
vissi ekki var að Dóra tók símtalið
upp. í símtalinu segir hann að
honum þyki vænt um hana og biðst
afsökunar á gjörðum sínum. Þegar
Dóra spyr hann af hverju hann hafl
sofið hjá henni svarar Gunnar að
hann hafi verið óhamingjusamur og
í slæmu sambandi.
Neitar öllu
í kjölfar hins hljóðritaða samtals
þar sem Gunnar virðist játa sak-
næmt athæfi lagði Dóra inn kæm á
hendur Gunnari Óla. Hún hafði
lengi áður hugsað um að kæra en
þorði ekki. Hið hljóðritaða samtal
gaf henni von um að hún myndi loks
uppskera það réttlæti sem henni
fannst hún eiga skilið.
Það kom í hlut Lögreglunnar á
Húsavík að rannsaka meint kynferð-
isbrot Gunnars
Óla. Hann var
yfirheyrður
og þrá-
spurður
út í
ávallt að nokkuð athugavert hefði
átt sér stað. í samtali við DV í gær
neitaði hann einnig að samband
hans og Dóm hafi á einhvem hátt
verið óeðlilegt.
Sakfelling ekki nægilega lík-
leg
Lögreglan á Húsavík sendi gögn
rannsóknarinnar til Ríkisaksóknara
þann 11. janúar og svo viðbótargögn
þann 15. aprfl. Á skrifstofu Ríkissak-
sóknara var ákveðið að ekki væri
nægilega lfldegt að Gunnar yrði sak-
felldur fyrir meint kynferðisbrot sín
og því var málið látið niður falla.
Dóm var tilkynnt þetta í bréfi frá
Sigríði Friðjónsdóttur þann 18. maí
síðastliðinn.
Lögfræðilegt álitaefni
Niðurstaða málsins er gríðar-
leg vonbrigði fyrir Dóm. Þegar
hún var nýkomin úr vistinni að
Árbót sagði hún frá sambandi
sínu við Gunnar en var ekki
trúað. Hún var handviss um
að játning Gunnars myndi '
duga til þess að mál hennar
fengi afgreiðslu en svo
virðist sem það sé lögffæði-
legt álitaefni hvort leggja megi
fram hljóðritað samtal líkt og
það sem lögreglan og Ríkissak
sóknari hafa undir höndum.
Á blaðsíðum 42 og 43 íblaðinu í
dag erað fmna ítarlegt viðtal
við Dóru Lowrey um
málið.
ss
Dóra Lowrey Hljóöritaði samtal sitt við
Gunnar Óla.
Játning
Gunnars Óla
DV hefur undir höndum samtal
Dóru og Gunnars Óla þar sem
hann biðlar til hennar um að fyrir-
gefa sér. Gunnar Óli staðfesti í
samtali við DV t gær að hann sé sá
sem ræðir við Dóru í slmtalinu.
Dóra Lowrey: Halló.
Gunnar Óli Hákonarson: Já, hver er
það?
DL Dóra heiti ég. Hver ert þú?
GÓK: Þetta er bara ég. Ertu ein?
DL-Já, ég er bara að fara út með krakk-
ana mlna.
GÓK: Ég ætlaöi bara að segja fyrirgeföu
Dóra. I alvöru.
DL Fyrirgefa hvað?
GÓK: Bara allt.
DL: Ég vil bara fá að vita þetta.
GÓK: Ertu að taka þetta upp eða eitt-
hvað svoleiðis?
DL Hvernig I ósköpunum ætti ég að
gera það?
GÓK.Æ, við erum búnir að vera vinir I
allan dag. Fyrirgefðu. Ha. I aivöru.
DLAfhverju svafstu hjá mér?
GÓK: Ég heillaðist afþér frá upphafi. Ég
varl ömurlegu sambandi. Mér fannst
þú frábær stelpa. Mér þótti rosalega
vænt um þig. Og það er ekki giæpur,
Dóra. Ég var bara 25 ára.
DL Erþað ástæðan að þú svafsthjá
mér? Að þú varst i ömurlegu sambandi?
GÓK.Já. Ég meina, það var ekkert rétt,
ég er ekki að segja það. Fyrirgeföu.
[...] Innsk.blm.Hér ræðaGunnar og
Dóra ásakanir annarrar stúlku á
hendur Gunnari.
GÓK: Ég er að reyna vera hreinskilinn
viö þig. Ég hefmjög oft hugsað til þin,
ég hefmeira að segja nokkrum sinnum
fundið nafniö þitt I símaskránni i Bol-
ungarvik þvi mig langar að tala við þig.
Ég meina, þetta skiptir mig máli. Þetta
var ekki eitthvað... þetta voru bara mis-
tök.
[...] Innsk. blm. Hér greinir Dóra Gunnari
frá þvi að samtalið hafi verið hljóðritað.
Hann segir / Hún segir
„Klámsiður eru bara gott mál
fyrir þá sem þurfa þær. Þetta
er náttúrulega farið að vera
vesen þegar fólk er farið að
eyða gríðarlegum tima í þetta.
Efnotkunin á síðunum er farin
að hafa áhrifá vinnuframiag
einstaklinga þá er kannski
eitthvað meira að. Sjálfskoða
ég ekki klámsiður og hefenga
þersónulega reynslu afþeim."
Brynja Björk,
forsiðustúlka á Sirkus.
Leiddur út en ekki fjarlægður
Málfrelsi árið 2005
Ásmundur Stefáns-
son Jógakennarinn var
ekki sáttur við frásögn
uppistandi hans hjá
Snemma á þessu ári var DV kært
fyrir eftirfarandi lýsingar á framgöngu
jógakennarans Ásmundar Gunn-
laugssonar hjá sýslumanninum í
Kópavogi:
„Jógakennari trylltist hjá sýslu-
manni." „Leiddur út í lögreglufýlgd."
„Jógakennarinn missti stjóm á sér fyr-
ir skemmstu hjá sýslumanninum í
Kópavogi og var fjarlægður af lög-
reglu." „Jógakennari leiddur frá sýslu-
manni í lögreglufylgd."
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík-
ur kom í gær. Hún var sú að orðalagið
„fjarlægður af lögreglu" var ómerkt en
ekki annað orðalag blaðsins.
Stefndu vom dæmdir til að greiða
50.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og
200.000 krónur til Ásmundar, svo og
300.000 krónur í málskostnað. Kröfu
um kostnað við birtingu dóms var vís-
að frá dómi. DV mun áfrýja þessum
dómi.
Síminn
Síminn besturað
auglýsa
Síminn hefur verið valinn
Markaðsfyrirtæki ársins. Það er
ÍMARK sem veitir verðlaunin því
fýrirtæki sem hefur verið dugleg-
ast að auglýsa sig með sýnilegum
árangri. Fjárhagslegt öryggi er
eitt af því sem tekið er mið af við
veitingu verðlaunanna og því er
víst að Síminn er vel að verð-
laununum kominn. Dómnefnd
ítrekaði að Síminn hefði náð ár-
angri á öllum sviðum markaðs-
setningar undanfarið ár.