Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 12
12 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Jón Kristjánsson heilbrigðisráöherra lofaði úrbótum á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði fyrir tæpum átta mánuðum. Hann hélt fund um málefni hjúkrunarheimilisins eftir að DV hafði greint frá því fyrst fjölmiðla að aðbúnaður vistmanna þar væri ekki mönnum bjóðandi. Nú, átta mánuðum síðar hefur ekkert gerst í málefnum Sólvangs. Ekki eru til sérstök lög um aðbúnað aldraðra en til eru lög um búfjárhald sem eru ströng. laiiMiniiiar^ • hortnar afi eilífu Þverneilarað þrífasig coaífCoslgo 1058 mætir«kki GIEYMT k,*3F Það er betra að vera dýr en eldri borgari á íslandi í dag. Á með an til eru lög um búfjárhald þar sem strangar reglur gilda um aðbúnað dýra virðast ekki vera til neinar reglugerðir um að- búnað aldraðra eða sjúkra. í lögum um réttindi sjúkra kemur fram að veita eigi sjúkum sem besta aðhlynningu en ekkert kemur fram um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. í lögum númer 103/2002 um bú- | fjárhald er málsgrein sem fjallar um | aðbúnað dýra og frest bænda til úr- j bóta ef aðbúnaði er ábótavant. Þar j kemur fram að bændur hafa eina til i þrjár vikur til að bæta aðbúnað dýr- anna. Það eru engin slik lög til um aðbúnað á hjúkmnar- og dvalar- j heimilum. í lögum um réttindi sjúk- j linga númer 77/2000 kemur fram: „Markmið laga þessara er að tryggja ; sjúklingum tiltekin réttindi í sam- ræmi við almenn marmréttindi og I mannhelgi og styrkja þannig réttar- stöðu þeirra gagnvart heilbrigðis- jrjónustunni..,". Mannréttindi og dýraréttindi Einhver gæti spurt sig hvort mannréttindi væm virt á hjúkmnar- heimilum þar sem 4 eða 5 vistmenn sofa í sama herbergi. Á sama tíma em til skýr lög um það hvemig búa eigi um dýr þannig að sómi sé að. í lögum um búijárhald er kveðið á um að dýr eigi að fá ákveðið svæði til að aðhafast. Eins og áður er getið gilda afar strangar reglur um að- Margrét Margeirsdóttir Segir allan metnaö skorta til aö búa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld. búnað dýra og fá menn stuttan tíma til að bregðast við og bæta aðbúnað ef þess er þörf. Það sama gildir hins vegar ekki um aldraða en þar virðast ráðamenn geta dregið lappimir lengur en góðu hófi gegnir án þess að þurfa að svara til saka. Jón Kristjánsson gerir ekki neitt Áhjúkrunarheimilinu Sólvangi er aðstaða gamla fólksins afleit. Fólk hefur enga aðstöðu til einkalífs eða til að hitta ættingja. Þar em margir á sömu stofu og tekur forstöðumaður Sólvangs við fleiri sjúkum eldri borg- urum en pláss leyfir. DV ræddi um þessi mál í blaðagrein 28. janúar síð- astliðinn og aftur í mars. Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra var fullkunnugt um ástandið og lof- aði að grípa til aðgerða. Átta mánuð- um seinna hefur hann enn ekkert gert í málunum. Reyndar er það svo að hann virðist ekki enn vita í hvom fótinn hann eigi að stíga í þessu máli ef marka má orð hans í fjölmiðlum undanfama daga. Aldraðir annars flokks „Það er eins og það sé allt nógu gott fyrir aldrað fólk. Það virðist vera hægt að hrúga því inn á yfirfullar stofnanir og mér sýnist engin metn- aður fyrir því að bætta þetta ástand," sagði Margrét Margeirsdóttir, for- maður Félags eldri borgara, í samtali við DV í gær. Margrét segir að mann- réttindi séu ekki virt þegar kemur að vistím eldri borgara, ellih'feyrir tek- inn af þeim og veikburða eldri borg- arar sem bíða eftir vistun á hjúkrun- arheimilum búi við aðstæður heima hjá sér sem em þeim hættulegar. -i -J Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra Lofaði bættri aöstöðu á Sólvangi fyrir átta mánuðum en ekkert bólar á aðgerðum. Kálfur í miklu betri aðstöðu gagnvart aðbúnaði en aldr- aðir. Hjúkrunarheimilið Sólvangur Þröngt mega sáttir liggja að mati heil- brigðisráðherra. fiyl 28. janúar 2005 : i tCtjawajMSK IA- *»«■ holslpájalpr Kfwsmtíamtaaji Gömlu fólki hrúgaðInn í alltof lítil herbergl 3* SjtlKUNOAR ÞhIBJL . MRM-mmAh kóngalifí i ÓDÝRA að hrlnjijn tll ú »> ODYRARA að hrlngjc tU útlanda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.