Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
ÍOí'T’
Helgarblað J3V
mmí
Súsanna Svavarsdóttir er ekki þekkt fyrir að fara troðnar slóðir eða pakka skoðunum sínar í pen-
ar mnbúðir til að þóknast öðrum. Það gerir hún ekki heldur í nýrri skáldsögu sinni, Dætrum hafs
ins, sem kemm' út í vikunni. Þar gerir Súsanna upp sitt eigið líf og íjallar á hispurslausan hátt
um kynlífið. Aðalsögupersónur bókarinnar eru Herdís, starfsmaður í utanríkisþjónustunni, sem
velur kynlífið til að kynnast sjálfri sér til fulls, og Ragnhildur, ritstýra, sem er með fullkomnunar-
áráttu og leggur allt upp úr því að falla að hugmyndum samfélagsins um konur.
J'-7
Pís'tí
I
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 33
úsanna gengst við báð-
um konunum og fór í
gegnum tíu ára sjálf-
skoðunarferli meðan
bókin varð tii. Dætur
hafsins er þó miklu
meira en saga kvenn-
anna tveggja. Herdís er
myrt á hrottalegan hátt og Ragnhild-
ur býr yflr mikilvægum upplýsingum
sem gætu upplýst morðið. Þar að
auki tjailar sagan um samskipti kynj-
anna í öllum sínum myndum, sam-
band móður og dóttur, aikóhólisma
og fjölskylduleyndarmál. Súsanna er
stödd á íslandi til að fylgja bókinni úr
hlaði en hún býr um þessar mundir í
San Fransisco. Hún fellst á hitta
blaðamann til að spjalla um lífið og
tilveruna og tilurð bókarinnar, sem
hefur verið lengi, lengi í smíðum.
„Það má kannski segja að hún hafi
verið ómeðvitað í smíðum í fimm ár
og síðan meðvitað í önnur fimm,"
segir Súsanna. „Sagan fýlgir eiginlega
mínu ferli í spumingunni um hver ég
er, en að finna svar við því var ekki
auðvelt."
Súsanna er þrígift og þrískilin og
eftir þriðja hjónabandið var hún
ringluð og tætt og botnaði hvorki upp
né niður í eigin lífshlaupi.
„Lengsta hjónabandið stóð í fjög-
ur og hálft ár,“ segir hún og hristir
höfuðið. „Mér fannst þetta óþægileg
staðreynd og ég var helst á þeirri
skoðun að ég væri tilfinningalaus."
Varstu þá ekki ástfangin af nein-
um þeirra?
„Jú, einum. Hinsvegar þegar á
reyndi og ég þurfti að takast á við
hlutina var ég farin. Sem þýðir fyrir
mér í dag að trúlega elskaði ég hann
aldrei. Að elska og vera ástfangin eru
tveir ólíkir þættir. Það er ekki nóg að
vera heillaður af einhverjum til að
standa með viðkomandi í gegnum
þykkt og þunnt, það þarf svo miklu
meira til."
-Súsanna er þrígift og
þrískilin og eftirþriðja
hjónabandið varhún
ringluð og tætt og
botnaði hvorki upp né
niður í eigin lífshlaupi.
Fegin að einhverjum þótti
vænt um hana
Súsanna á son með fyrsta eigin-
manni sínum, Stefáni Ólafssyni, og
tvær dætur með Arnóri Benónýssyni,
eiginmanni númer tvö. Þriðji eigin-
maðurinn var Ásgeir Bjamason en
það hjónaband entist í átta mánuði.
„Ég sá fljótlega að þetta var ekki
maður fyrir mig en kunni ekki við að
skilja við hann daginn eftir brúðkaupið.
Nei,“ segir Súsanna og horfir á mig
sposk á svip. „Ég var sko ekkert bam
þegar ég fór inn í þetta. Ég varð fertug
í þessu hjónabandi svo það flokkast
varla undir bemskubrek. Enda var ég
tilneydd að spyrja sjálfa mig til hvers í
andskotanum ég lifði h'fi mínu svona.
Þó ég kærði mig ekkert um þessi
hjónabönd var þetta alltaf jafn sárt.’‘
Hjónaband Sússu og Ásgeirs var
umtalað en hún segist sjálf hafa verið
mjög þreytt og undin þegar hún
kynntist honum.
„Hann kom eins og gamall afi inn í
líf mitt og fannst svo svakalegt hvað á
mig var lagt. Ég var aðallega fegin að
einhverjum þætti vænt um mig, það
var eitthvað sem ég hnaut ekki um í
hverju spori á þessum tíma. Hann var
sjarmerandi og heillandi maður,
skarpgreindur og einstakur píanisti.
Það sem hann fékk í guðsgjöf var
ómælt, örlögin höguðu því bara
þannig að það varð honum ekki til
gæfu. Hann bað aldrei um að verða
eins og hann var og átti rosalega bágt.
Það var ekkert sem ég gat gert fyrir
hann, svo stórbrotin voru vandamál-
in.“
Eiginmaður með
amfetamínfíkn
Ásgeir var efiiafræðikennari við
Háskóla íslands en mörgum árum
eftir að leiðir hans og Súsönnu skildu
kom í ljós að hann var með am-
fetamínverksmiðju og langt leiddur af
amfetamínneyslu. Súsönnu grunaði
það þó ekki þann stutta tíma sem þau
voru gift.
„Heldurðu að ég hafi fattað það?
Ég veit hvenær fólk er drukkið, en
fatta ekki svona lyf eða dóp. Mér
fannst hann reyndar óeðlilega
sveiflugjam, en skildi ekki fyrr en
mörgum árum seinna hvers vegna.
Ég talaði aldrei við hann eftir að við
skildum og þakkaði fyrir að hafa losn-
að út úr þessu eins auðveldlega og ég
gerði. Það eina sem ég þurfti að gera
var að borga honum reikning sem
hann taldi vera fjárframlag sitt til
heimilisins meðan við vorum gift. Ég
tók upp heftið og borgaði og át svo
bara hafiagraut næsta árið."
Lögregla komst átta árum síðar á
snoðir um arrttetamínframleiðslu Ás-
geirs en á meðan á lögregluaðgerðum
stóð svipti Ásgeir sig lífi.
Varð að sættast við
konurnar hið innra
Súsanna segist hafa velt því mikið
fyrir sér eftir þetta stutta og mis-
heppnaða hjónaband hvort hún væri
tilfinningalega dauð eða hvort eitt-
hvað annað og jafnvel enn alvarlegra
væri að.
„Ég þurfti að svara spumingum
eins og af hverju ég væri að giftast
mönnum til að eignast með þeim
böm og láta þá svo flakka. Ég var
reyndar sjálf alin upp í vondu hjóna-
bandi og gat ekki hugsað mér að ala
mín böm upp á heimili þar sem ekki
væri harmóma. Bömin hafa alltaf ver-
ið mikilvægust fyrir mér. Þegar ég fór
svo að velta þessu fyrir mér í alvöru
hóf ég að skrá niður hugleiðingar
mínar, búa til örsögur um ýmsar að-
stæður og uppákomur úr eigin lífi.
Þetta átti ekki að verða að neinu
nema bara fyrir sjálfa mig, en smám
saman komst á þetta heildarmynd og
eftir fimm ár fór ég tengja saman.“
Þá segist Súsanna líka hafa staðið
ffammi fyrir því að í henni leyndust að
minnsta kosti tvær konur og sumt í
eigin fari var ekki þess eðlis að hún
kærði sig um að horfast í augu við það.
„Ég hafði gert fullt af hlutum sem
ég var ekki sátt við og mér fannst ég
þurfa að skilja af hverju ég gerði þá.
Það reyndust svo auðvitað ekki bara
tvær konur hið innra heldur miklu
fleiri. í stað þess að berja þær niður
ákvað ég að sættast við þær og kynn-
ast þeim."
„Ég er núekki beint
árennilegur kvenmað-
ur og karlmenn eru
skíthræddir við mig."
Kynlífsumræða kvenna tabú
Sem leiðir okkur aftur að Dætrum
hafsins sem er uppgjör Súsönnu við
konumar í sjálfri sér, að minnsta kosti
tvær þeirra, Ragnhildi og Herdísi.
Ragnhildur er ritstýra tímarits og hel-
tekin af því að leika hlutverkið sem
samfélagið hefur úthlutað henni, en
Herdís, sem vinnur hjá utanrikisþjón-
ustunni, leitar sannleikans í myrkustu
afkimum samfélagsins og verðurkyn-
lífsfíkninni að bráð. Sagan er berorð
þegar kemur að kynlífslýsingum og
Súsanna segir ekki hafa verið auðvelt
að skrifa þessa kafla. Þeir vom hins-
vegar bráðnauðsynlegir.
„Mér hafa alltaf leiðst blóðlausar
sögupersónur en ég viðurkenni að
það er ofsalega erfitt að skrifa erótík á
íslensku. Ég byrja á að skrifa allt niður
í smáatriðum, bara fyrir mig, og fer
svo að skera niður. Spumingin er
alltaf hvað er prenthæft og hvað ekki.
Kynlíf er hinsvegar þáttur sem ræður
vali okkar og athöfnum að miklu leyti
en okkur er ekki ætlað að skilja hann.
Okktu er innprentað sem konum að
við eigum ekki ræða um það, ég tala
nú ekki um þegar við erum komnar á
miðjan aldur. Ég neita að taka þátt í
þessari þögn og er trú þeirri stefnu
minni að þetta eigi að vera lifandi
þáttur í mér. Ég vil líka að hann sé lif-
andi í dætrum mínum og hef kennt
þeim að virða hann. Við erum skap-
aðar svona og eigum að njóta þess og
ekki láta segja okkvu að það sé
skammarlegt. Herdís segir á einum
stað að það sé sama hvort þú ert ung,
miðaldra, gömul, gift eða einhleyp,
þú tapar alltaf þegar kynlíf er annars
vegar og þá fyrst og fiemst í munni
samborgaranna. Slík bæling er óþlol-
andi. Kynlif getur verið það fegursta
sem til er og það ljótasta. Galdurinn
er að þekkja sjálfan sig og velja það
sem hentar hverjum fyrir sig."
Ertu þá sjálf búin aö upplifa allt
sem Herdís gerir í bókinni?
„Nei. Ég þurfti ekki að fara alla
þessa leið, sem betur fer, en ég þekki
konur sem hafa farið hana. Fyrir mér
er þetta spuming um að samhæfa
huga, líkama og tilfinningar en það er
misjafnt hvað við þurfum að ganga
langt til þess. Ég mæli ekki með leið
Herdísar og myndi sjálf stoppa áður
en ég gengi svona langt."
En getur hún stoppað þegar hún
hefur orðið kynlífsfíkninni að bráð?
„Það er spuming," segir Súsanna
hugsandi. „Kannski reynir ekki á það í
þessari sögu þar sem Herdís er myrt."
Karlmenn ekkert glataðir
Gátan um morð Herdísar er mjög
dularfull og þar kemur við sögu fé-
lagsskapur sem kallast Amasónumar.
Sá félagsskapur var til í Bandaríkjun-
um, en Amasónurnar áttu sér of
harða andstæðinga til að félagsskap-
urinn gæti þrifist.
„Ég held að þær séu ekki til leng-
ur," segir Súsanna. „Ég sá þátt um
þær í Bandaríkjunum fyrir mörgum
árum, þetta var herskár femínista-
hópur og sitja í mér af því ég gat ekki
séð nein tengsl við femínisma í af-
stöðu þeirra tQ h'fsins. Það hefur aldrei
staðist í mínum huga að karlmenn
séu glataðir, mín sára reynsla í sam-
böndum við karlmenn hefur ekkert
með karlmenn að gera. Hún hefur
með það að gera hvemig ég er. Ég hef
aldrei keypt að karimenn séu svona
eða hinsegin frekar en konur séu
svona eða hinsegin. Það er ekki neitt
sem heitir eðli kvenna og karla. í
gegnum aldimar hafa kynin skipt
með sér hlutverkum og konur haifa
samþykkt þá skiptingu. Þar er ekki við
neinn að sakast. Ég er ofsalega þreytt
á leitinni að sökudólgnum með stóra
essinu."
Óguðlegir guðir
Gyðjur em Súsönnu hugleiknar og
þær Ieika stórt hlutverk í bókinni. „Ég
man alltaf setningu sem Kristján
Ámason sagði einu sinni þegar ég sat
hjá honum í grískum fombókmennt-
um í háskólanum. Hann spurði hvort
við hefðum tekið eftir þvf hvað guð-
imir væm óguðlegir. Þeir gera allt
sem þeim sýnist, allt sem okkur lang-
ar að gera en þorum ekki. Þeir elska,
reiðast, hata og hefna og em einmitt
gæddir mjög mannlegum eiginleik-
um sem gerir það að verkum að við
samsömum okkur auðveldlega. Ég er
sérstaklega heilluð af Venusi eða Af-
ródítu, sem ég tel vera innra með öll-
um konum. Það er bara búið að lemja
hana í klessu af því við vorum dæmd-
ar úr leik sem kynverur. Mér finnst al-
veg milljón að ef við ætlum að eiga
kam'er eigum við að vera kynlausar
og alls ekki flagga því sem við höfum.
Helst eigum við að vera mussukerl-
ingar sem karlmenn bera enga virð-
ingu fyrir. Það er erm í gangi þessi af-
staða að konur séu „teknar". Við eig-
um að segja nei, nei, nei, á meðan
karlmenn segja jú, jú, jú. Það er líka
talað um veiðieðlið í körlum en þeir
eru ekkert einir um það eðh og ég get
nú bara sagt þér að það er talsvert
veiðieðli í mér.“
Arnór Benónýsson Súsanna var gift Arnóri
Benónýssyni um skeið.
Ekki árennilegur kvenmaður
Finnst þér þá ekkert gaman að
vera veidd?
Súsanna hlær hjartanlega.
„Ég er nú ekki beint árennilegur
kvenmaður og karlmenn eru skít-
hræddir við mig. Þeir sem reyna við
mig eru yfirlett kófdrukknir eða al-
gjörir aular með allt niðrum sig. Þeir
horfa á mig og hugsa, ja þetta er nú
bara hörkukvenmaður, ef hún vill
mig er ég trúlega í góðu lagi."
Súsanna hryllir sig.
„Ég hef samt alveg átt mína elsk-
huga þegar mér hefur boðið svo við
að horfa. Það er bara þyngra en tárum
taki að konur séu endalaust dæmdar
fyrir að vera kynverur, meira að segja
í dag, öllum þessum árum eftir að
jafnréttisbaráttan hófst.
Oft valið vitlaust
Súsanna hefur haft á orði að hún
þurfi að afkynna sig þegar hún talar
við fólk þar sem hún hafi mjög sterkt
„identity" sem eigi ekkert skylt við
raunveruleikann. Það telur hún hafa
byrjað þegar hún fór að skrifa leiklist-
argagnrýni í Morgunblaðið fyrir
mörgum árum.
„Það tíðkaðist ekki þá að konur
skrifuðu eins og ég gerði og reyndar
ekki karlmenn heldur."
Hvað er það þá helst sem þú þarft
að leiðrétta?
Súsanna hlær.
„Ég er kannski ekki eins töff og fólk
heldur. Ég er rómantískt fífl sem trúir
á ástina og þótt ég hafi uppgötvað
fullt af duldum þáttum í sjájfri mér
þýðir það ekki að ég hafi glatað hin-
um. En mér finnst sem sagt ástin eitt-
hvað það stórkostlegasta sem nokkur
getur upplifað. Ég hef sjálf upplifað
hana en er ekki að leita að henni í dag.
Ég hef eitt mottó í lífinu núna sem er
„Let go and let God". í gegnum tíðina
hef ég lagt svo mikið á mig til að fá
það sem ég vildi, var með svona „ég
vil það sem ég vil þegar ég vil það“-
syndrómið, en ég hef líka oft valið það
sem olli mér sársauka. Ég er þess
vegna ekki að leita að neinu lengur en
tek því fagnandi sem lífið hefur upp á
bjóða, ástinni líka ef hún birtist. Eg er
sátt og finnst ég eiga mjög skemmti-
legtlíf."
Samkenndin í Ameríku
Súsanna er búsett í San Francisco
í bili en þvertekru fyrir að hafa flúið
land og þaðan af síður að vera búin að
fá nóg af íslensku samfélagi.
„Ég flúði ekki aldeilis land enda
engin ástæða til. Hér eru mínar rætur
og hér vil ég vera í framtí'ðinni. Ég er
orðin svo fullorðin og rótföst. En að-
stæður höguðu því þannig að mér
hentaði að búa í Bandaríkjunum um
sttmd. Ég valdi San Francisco vegna
þess að hún er allt öðruvísi en allar
borgir í Bandaríkjunum. Hún minnir
kannski helst á Manhattan en þama
er yfirgengilegt úrval af söfiium og
galleríum, listalífið er hreint magnað
og ódýr aðgangur að öllu. Þegar ég er
að bilast á einverunni tek ég strætó
niður í bæ og skoða söfn og bókabúð-
ir og labba svo inn á djassbúllu og fæ
tónlistina í æð. Þegar maður splæsir á
sig nánast tekjulausu ári til að skrifa
sögu á maður engan pening til að
gera neitt. Þama er ódýrt að búa fyrir
utan húsaleiguna sem er há."
Súsanna hefur síðan mörg og fög-
ur orð um mannlífið í San Fransico og
ekki síst samkenndina. „Fólk er svo
meðvitað hvert um annað og mýtan
um að allir séu alltaf sjálfum sér næst-
ir í Ameríku er ekki sönn, ekki hvað
þessa borg varðar að minnsta kosti."
Óhrædd við dóm lesenda
Súsanna tileinkar Dætur hafsins
móður sinni sem hún segir hafa verið
stoð sína og styttu í gegnum árin.
Samband móður og dóttur í bókinni
sækir hún þó ekki í þeirra samband.
„Mamma hefur alltaf verið til
staðar fyrir mig og í þau skipti sem ég
hef verið að gefast upp hefur hún
bókstaflega matað mig með teskeið
eins og ungbarn og komið mér til lífs-
ins á ný. Það hefur komið fyrir í mínu
lífi að ég hef lagst fyrir og ætlað að
hætta þessu, svona hægt og hljótt. Þá
hefur mamma alltaf verið þar."
Erþetta bókmeð boðskap?
„Nei, alls ekki. En það er allt í lagi
fyrir konur sem finnst þær hafa verið
fórnarlömb að endurskoða fómar-
lambshlutverkið og spyrja sjálfar sig
af hverju þær völdu eins og þær
völdu. Þetta er allt val."
Hvernig bók er þetta, sakamála-
saga, drama eða alltísenn?
Það verður einhver annar að svara
því," segir Súsanna og kveðst ekki
kvíða viðbrögðunum, en viðurkennir
að standa ekki alveg á sama um gagn-
rýnina.
„Það væri hroki að halda því fram.
Hins vegar þjónar engum tilgangi að
velta sér upp úr áhyggjum af
viðtökum, það væri of mikil
sjálfspynting fyrir minn smekk."
edda(s>dv.is