Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
Helgarblað DV
Tom Egeland (Reykholti.
Er á Islandi til að skoða staðhætti
og gömul handrit sem hann
mun nota í næstu skáldsögu.
Íkajít
rer-
STN
h«>V> «21 *?SSttf2tLii 9 itr
mvrnntpnf > ÍW-0 w&w 0 n$thu íhftt €j^Xu
im hn
Sfflm
Ktt' . fem > tí;ií tymjm m« of tlupc pvrím
Kp\c 'Ja <íu%:c m ífcrtftf ftí fen pn ttftmttncftc wpngvf
Unít Qmp % ú NW' ifn 0%
^ f* fcm $ á op 'Wm 'tf F
fv pc tcUr * 0WlÍ5l Öpu tfl^u
“* ftfr: n|tjcn^t ,,
m Ityifrtr pimfatít cli M$t lift (f tfrti
ncfttit fuí» mpft Kr;n intn fftn tjíi j»fc
|J tn Knín c; £ ttl « ftjrRtt
^ ^ itfð tmmn m. (gnirn c: i kcmt:
':V:\
IIéIISS
u
Þegar Da Vinci-lykill Dan
Browns kom út árið 2003 voru
tvö ár liðin síðan Tom skrifaði
bókina Við enda hringsins um
næstum nákvæmlega sama efni.
Líkindin með bókunum eru með
ólíkindum, það eru meira að
segja albínóar í báðum og báðar
fjalla um leynireglur og leyndar-
mál í gömlum handritum. Svo
svæsin leyndarmál að ef upp
kæmist væri grundvellinum
kippt undan kristinni kirkju. Dan
Brown hafði það forskot á Tom
þó hans bók væri skrifuð tveimur
árum síðar að hann skrifar á
ensku. Þar að auki var markaðs-
setning Da Vinci-lykilsins svo
snilldarleg að það á sér varla hlið-
stæðu í bókmenntasögunni.
Mikil eftirvænting var mögnuð
upp löngu fyrir útkomu bókar-
innar enda seldist hún í 25.000
eintökum fyrstu vikuna. Nú hefur
hún selst í 42 milljónum eintaka
og verið þýdd á 42 tungumál.
Handrit Snorra Sturlu í
spennubók
Tom er samt ekkert spældur og
segist alveg eins geta litið á þetta
út frá hinu sjónarmiðinu. Saían á
hans bók hafi nefnilega tekið kipp
eftir útgáfu Da Vinci-lykilsins og
nú hafa 70.000 eintök af Við enda
hringsins selst í Noregi. Þar að
auki hefur bókin verið þýdd á tíu
tungumál, nú síðast á íslensku.
Tom er einmitt staddur á ís-
landi um þessar mundir, meðal
annars til að gera hér rannsóknir á
gömlum handritum. í næstu bók
hans um fomleifafræðinginn og
albínóann Balto berst leikurinn
nefnilega til íslands þar sem göm-
ul handrit Snorra Sturlusonar fá
nýja merkingu.
Tom sem hefur skrifað margar
glæpasögur þar sem morðingjar
leika lausum hala skrifaði þó ekk-
ert morð inn í söguna Við enda
hringsins en segist ekki sjá neitt
eftir því.
„Það þýðir ekkert að festa sig í
svona „ef-ég-bara-hefði" -pæling-
um,“ segir hann. „Ég skrifaði
þessa bók viljandi í lágstemmd-
um stíl og vildi að gátan sjálf væri
nóg til að halda lesandanum
föngnum. Það held ég hafi tekist
ágætíega, að minnsta kostí fæ ég
oft þannig komment á bókina og
fólk segist ekki hafa lagt hana frá
sér fyrr en að loknum lestri."
Viðfanqsefni sem
rki
Getgátur um leynireglur og
gömul handrit sem ljóstra hugsan-
lega einhverju upp um guðdómleik
eða ekki-guðdómleik Krists em
pælingar sem hugnast lesendum
vel. „Eg er ekki trúaður sjálfur og
trúi ekki á upprisu Krists né að
hann sé sonur guðs. Það skiptir
hins vegar engu máli í þessu sam-
bandi því meira og minna allt sem
kemur fram í þessum bókum er
skáldskapur. Þetta er hins vegár
áhugavert efiii sem allir hafa áhuga
á og rannsóknavinnan í kringum
bókina var mjög skemmtileg. Það
er auðvitað líka áhugavert að við
„Ég skrífaði þessa bók
viijandi í lágstemmd-
um stíl og vildi að gát-
an sjálfværí nóg til að
halda lesandanum
föngnum.
byggjum okkar siðfræði á næstum
því tvö þúsund ára gömlum hand-
ritum í Biblíunni sem vom ritskoð-
uð rétt eins og fréttir í dagblaði em
ritskoðaðar af ristjórum. Munurinn
er þó sá að þeir sem sáu um að
velja handrit í Nýja testamentíð
vom æðstu menn kirkjunnar sem
höfðu mikilla hagsmuna að gæta.
Tómasarguðspjallið fékk til dæmis
ekki inni því þar er konum gert
mun hærra undir höfði en í þeim
ritum sem hlutu náð fyrir kirkjunn-
ar mönnum.
í Noregi hefur undanfarið farið
ffam mikil umræða um hvort
samkynhneigðir eigi að fá að
þjóna sem prestar. Þeir sem em á
móti því byggja skoðanir sínar á
ævafomum ritum sem vom skrif-
uð í allt annarskonar veruleika.
Það er bara þyngra en támm
taki." segir Tom.
Morð á íslandi?
Tom er harla ánægður með
það sem hann hefur séð á íslandi
„so far" og telur ekki ólíklegt að
hann muni ráða sér sérstakan hóp
„íslandsvina" í framtíðinni. „Kon-
an mín hefur komið hingað
tvisvar og er algjörlega heilluð af
landinu. Mig hefur lengi langað
að koma og hugsaði mig ekki um
það tvisvar þegar það bauðst."
En verður framið morð í nýju
bókinni og kannski meira að segja
á íslandi?
Tom verður leyndardómsfull-
ur á svipinn en telur það ekki
ólíklegt. „Ég er rétt að byrja að
skoða hér aðstæður og get ekki
gefið of mikið upp um nýju bók-
ina en ég get lofað að hún verður
spennandi." edda@dv.is