Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Fréttir UV Franco hershöfðingi tilkynnir arftaka I dag Þennan dag árið 1975 tilkynnti Franco hershöfðingi að Carlo prins tæki yflr sem konungur Spánar við eig- ið fr áfall. Ákvörðunina tók hann vegna veikinda en hann hafði hlotið fjölda hjartaáfalla um þriggja vikna skeið. Hinn 37 ára gamli Carlo prins var réttmætur handhafi krúnunnar eftir að faðir hans hafði gert samning þess efnis við Franco hershöfðingja. Töluverð bið varð þó á að Carlo tæki við embætti sem konungur Spánar. Lög á Spáni sögðu til um að slíkt gæti ekki gerst fyrr en Franco væri dáinn en þrátt fyrir mikil veik- Árið 1987 var Á tali hjá Hemina Gunn í fyrsta sinn á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins. indi lifði gamli harðstjórinn um sinn. Þjóðin beið á öndinni og þing- ið velti fyrir sér að breyta lögunum til þess áð heimila Carlo að taka við. Þegar Franco lést á endanum var eins og Spánn hefði verið leystur úr álögum. Eftir áralanga harðstjórn Francos tók við menningarbylting á Spáni og einkenndust næstu ár af uppgangi i listum, frjálsu kynlífi, mikilli eiturlyfjaneyslu og frjálsræði. Úr bloggheimum Döðlur „Áðan keypti ég ferskar döðiar beintfrá Iran í rosaflottum svona retró-iegum bakka hér úti í hverfisbúð. Eins gott að byrgja sig upp áður en Tranar verða settir i viðskiptabann fyrirað tala um að Jbað ætti að tortíma Israei. Ætia að fá mér *aöðiur ofan á heilhveitkex með osti og fá mér mjóikurgias með milli mála næstu dagana. Það þykir mér gott.“ Sigurður Ólafsson - siggabioggid.biogspot.com Tuttuguþúsundasti gesturinn „Góöir gestir, teljari síðunnar er kominn upp ítuttugu þúsund. Ég hafði hugsað mér að verðtauna tuttugu- þúsundasta gestinn með flugferð til Minneappolis núna í nóvember, en þá vill svo skemmtilega til að ég dett sjáifinn á síð- una með lukkunúmerið sjóðheitt i horninu. Þar var heppnin aldeilis með mér. Ég verð þá barásta að skella mér sjálf." Sæunn - blog.central.is/huxanavelin *fakið á ykkur nokkrar lægðir „Nú geta norsararnir verið glaðir þvi útaf þessari svaka lægð sem liggur yfir land- inu, þá veldur hún þvi að það^ er svaka gott veður I nor- egi, það ersko búið að ] spá 23 ’. Talandi um að veta góðir nágrannar ha, hvernig væri núef þeir tækju á sig nokkrar lægðir svo við fáum gott veður hérnaá þessari ííisköldu eyju:)“ Rebekka Jóelsdóttir - stinnargeirur.blogspot.com _,£ngin smá landkynning „Þaö sem ég hefhaft fyrir stafni... er að horfa á einhverja þá bestu þætti sem til eru ...það eru þættirnir Top Gear þar sem að 3 snillingar útiBretlandi eru að prufa aitskonar bita og sýna hitt og þetta og Jara i allskonar reynsiuakstur kog allt. Var einmitt að i enda við að horfa á þátt 1 sem var að stóru leiti tekinn upp hérna á ís- landi. Éngin smá landskynning fyrir okkur. Það leit allt geðveikt flott út þarna hjá þeim og myndatakan var bara hrein snilld og það sem meira er að einn þeirra átti varla til Orð yfirhvað Viking fjýórinn okkar væri góður þegar að þeir voru sestij niður I Blá lóninu eftir pruf- ,,keysluna Daniel Tryggvi Daníelsson - blog.central.is/tigurinn Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Blásið til sóknar gegn móður náttúru ligguryfírland- -------- (£) Bjami Valdimaisson skrifar. Enn á ný er blásið til sóknar gegn móður náttúru. Árásarmaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson ragmanar Lúðvik Bergvinsson að taka þátt í kanínumorðum! Aldrei framar skai ég kjósa Frjáls- lynda flokkinn. Það þarf ekki bara að semja frið í frak heldur einnig að semja frið við íslenska náttúru og undurfagra íbúa hennar. Haukarnir ráða Skotveiðifélagi íslands og margir fuglar, þar á með- al blessuð rjúpan, grágæsin og önd- Lesendur in, eru að hverfa. Skyttur skjóta á allt kvikt og kyrrt. Svo ekki sé minnst á hryssu suður með sjó hverri dýra- læknir plokkaði 45 högl úr. Vega- skilti, gervigæsir, æðarungar og virðulegur bóndi fýrir austan fjall fóru ekki varhluta af skothríðinni. Vestmannaeyingar eru ekki bamanna bestir. Þeir ræna eggjum frá lundanum, veiða hann í háf svo hann deyr úr hungri. Þannig eru þeir öllum varg verri og svo er litla fallega sandsílinu kennt um þessa helför. Sem betur fer leyfði Álþingi ekki að hrossagaukurinn væri skotinn. Hver er stefna Frjálslynda flokksins í því máli? Heilög jurt, inka pulu risha, hefur ekki farið varhluta af ofsóknarbrjál- æði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og sjálfboðaliðasamtakanna. Hver vann spellvirki í Bæjarstaðaskógi. Var það RLÍ? Ofstækisfull, kommún- ísk, svört náttúruvernd. Það er eins konar „gaflaralykt" af henni. Hér kemur svo listi yfir líftegund- ir sem okkur er skylt að vernda. 1. SPENDÝR: Refur, minkur, brúnrotta, mús, munum að gefa rottunum ekki síður en smáfuglunum. Það gerum við niður um . eldhúsvaskinn eða klósettið. Músa- og tófuvinafélögin hafa unnið gottstarf. 2. FUGLAR: Hrafn, svartbakur, rjúpa, gæs, siiamáfur svo fátt eitt sé talið. 3. FISKAR: Loðna, marhnútur, áll, lax, urriði og bleikja. 4. SKORDÝR: Flugur, fiðrildi, mölur, grasfiðr- ildi, birkifiðrildi, flær, lýs og a/lar tegundir trjátíta. 5. LINDÝR: Hörpudiskur, sem er I útrýming- arhættu, og spánarsnigill. 6. ORMAR: Njálgur, aðrir iðraormar og bandormar. Nú er ramminn fullur. Jurtaríkið verður að bíða betri tíma. í lokin með lundann. Er hann ekki farinn að nema land í Surtsey? Þar em hvorki veiðimenn né kanínur. Hvar er lögreglan? Bjöm R. hríngdi: Ég sakna þess mikið að sjá ekki lögreglustjórann í Reykjavík, hann Böðvar Bragason. Hann er ekki í neinum viðtölum og er hvergi sýni- legur. Getur verið að viðkomandi sé á launum og ekki í starfi þar sem að- stoðarmaðurinn, Ingimundur Ein- arsson, er ávallt í forsvari? Ég hringdi niður á lögreglustöð í morgun og spurði af hverju lögreglan væri ekki sýnileg. Ég fékk bara dóna- skap frá stúlkunni á símanum og var sagt að þetta kæmi mér ekki við áður en hún skellti á mig. Það er ekki til löggæsla í Reykjavík. Ég er atvinnubílstjóri og sé að lög- gæslunni er verulega ábótavant. Eg skil ekki til hvers við eram að borga manni eins og Böðvari laún. Hann er í felum og forðast allt eins og heitan eldinn. Hann ætti að skammast sín. Böðvar Bragason, lög- regiustjóri í Reykjavík Bjössi saknar Böðvars og vill að hann sé meira áberandi. Dagur B. ætti að bjoða sig fram í Reykjanesi Krístmn Sigurösson skrífar: Dagur B. Eggertsson hefur verið áberandi í R-listanum og vill svipta nokkur þúsund manns vinnu með því að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll. Hann talar um að það vanti byggingarlóðir sem er bull hjá honum. Það er hins vegar ákveðin snobbgrúppa sem vill byggja flott og ekki er hikað að vega að aðkomu innan- landsflugsins og sjúkraflugsins sem i^|(ámetanlegt. í sumum löndum vora menn álitnir skemmdarverkamenn sem vildu eyðileggja fullkominn flugvöll. Ég vona að það skýri sig sjálft Lesendur að 70% höfuðborgarbúa vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram lífæð þjóðarinnar í innanlands- flugi, sjúkraflugi og þyrluflugi og einnig varaflugvöllur fyrir allt millilandaflug og fýrir NATO. Ég vona að fólk gefi ekki atkvæði sitt til þeirra sem era á móti Reykjavíkurflugvelli og okkur. Kjósið ekki þá sem vilja eyðileggja innan- ^ landsflugið og sjúkra- flugið. r 5 a * * «S h a 's s JO o « O Q —4 c c 2 SfS E ? S 23 £ ^ é-á| [aður dagsins ;/ I Gylfi Dalmann Spyr I hvort eðlilegtsé að op- I inberir starfsmenn hafi | verkfallsrétt yfír höfuð. Rannsakar verkfallshneigð Á málþingi Háskóla Islands í gær hélt Gylfi Dalmann fýrirlestur um það sem hann kallar verkfalls- hneigð opinberra starfsmanna. „Við íslendingar eram alltaf að státa okkur af heimsmetum miðað við höfðatölu. Eitt þeirra er einmitt í verkföllum. Síðan opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt aftur árið 1977 hafa 43% heildarfjölda tapaðra vinnudaga verið vegna verkfalla. Undanfarin ár hefur samt verið tiltölulega friðsamt á íslensk- um vinnumarkaði, en eigi að síður eru verkföll algengari í opinbera geiranum en á hinum almenna vinnumarkaði," segir Gylfi og spyr hvort eðlilegt sé að opinberir starfs- menn hafi verkfallsrétt yfir höfuð. „Upphaflega var verkfall notað til að koma höggstað á fýrirtækin. Ef starfsmenn lögðu niður vinnu tapaði fýrirtækið á því og neyddist til að semja. Þegar þessi hópur leggur niður vinnu tapar ríkið ekki, það fer ekki á hausinn ef enginn vinnur. Þar ér það alltaf þriðji aðil- inn sem tapar, sá sem fær ekki hjúkran eða kennslu." „Ríkið græðir jafnvel á því þar sem það borgar ekki laun á meðan verkfalli stendur," segir Gylfi og bendir á að breytingar á aðferða- fræði í opinberum rekstri kalli á aukna skilvirkni og þátttöku starfs- manna í breytingum í því sambandi. Einnig telja ríkis- starfsmenn sig hafa dregist aftur úr almennri launaþróun. „Það er því skiljanlegt að þeir spyrni við fæti og vilji hærri laun." „Mér finnst líka vert að benda á að uppistaðan f þeim stéttum sem hafa hvað mesta verkfallshneigð eru kvenmenn, eins og í Kennara- sambandinu með 76% konur og BHM með 75%. Er þá ekki vert að spyrja sig hvort launabarátta kvenna brjótist fram í verkfalls- hneigð og þá hvort það eigi að vera þannig?"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.