Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 6
154 FREYR Við Lœkjargötu i Reykjavik stendur hús Búnaðarfélags Is- lands sambyggt við hús iðnað- arrnanna, en gafl hins fyrr- nefnda snýr gegn suðri. Hús Búnaðarfélagsins var reist laust eftir aldamótin. Það er gert úr timbri, er nú orðið gisið mjög og fornt, og svo er j>að orðið ófullncegjandi til sivaxandi starfsemi félagsskapar bœnd- anna. Um undanfarin ár liefir ver- ið rcett um að reisa félags- skapnum nýja skrifstofubygg- ingu og er lóð til reiðu frá hálfu btejaryfirvalda Reykjavik- ur. Æshilegt væri að mega vera áfram þar sem hús Búnaðarfé- lagsins stendur nú. að í framtíðinni væri unnt að fá þar grasfræ, er hent- aði eins vel eða betur heldur en fræ frá Norðurlönd- um, með því að rninni hætta virðist á því, að við- skiptaleiðin þangað lokist. l>á telur það brýna nauðsyn, að hafizt verði sem fyrst handa um ræktun grasfræs af innlcndum gras- stofnum, t. d. af túnvingli og vallarsveifgrasi og, ef til vill, fleiri tegundum. Til þess að slíkt komi bænd- um sem fyrst að gagni telur Búnaðarþing þá leið fljótvirkasta og öruggasla, að stofnfræið verði ræktað hérlendis, en samið verði við erlenda aðila um fram- haldsræktun þess. Ennfremur sé athugað, hvort bændur, þar sem fræræktarskilyrði eru bezt í landinu, geti eigi hafið frærækt af þessum tegundum undir eftirliti og mcð aðstoð sérfróðra manna. Beinir Búnaðarþing þeim eindregnu tilmælum til búnaðardeildar Atvinnudeildar háskólans og Tilraunaráðs jarðræktar að vinna ötul- lega að því að hrinda þessu í franrkvæmd. Til viðbóta.r því, sem að ofan greinir um fræið, ber að geta þess, að fyrir þinginu lá frumvarp til laga um kornrækt hér á landi, og ályktun um ræktun stofnfræs. Er gert ráð fyrir að frumvarp þetta fari aftur til Alþingis, en þaðan hafði það verið sent Búnaðarþingi til álits og umsagnar. Rafmagnsmál: í því var samþykkt svohljóðandi álit: Búnaðarþing leggur áherzlu á fyrri sainþykktir sínar um að hraða þurfi raforkuframkvæmdum f sveitum * landsins með alveg sérstöku tilliti til þeirrar nauð- synjar að halda jafnvægi í byggðinni og leggur því til: 1. Að aukin verði framlög ríkisins til héraðsrafveitna þannig, að á næstu 10 árum fái öll þau héruð af- not af rafmagni, sem þess eiga kost samkvæmt áætlun raforkumálastofnunarinnar. 2. Að Alþingi breyti raforkulögunum á þann veg, að héraðsrafmagnsveitur samkvæmt III. kafla lag- anna njóti hliðstæðs fjárhagslegs stuðnings og raf- veitur ríkisins njóta sanrkv. IV. kafla sömu laga (26. og 27. gr.). 3. Að rfkisstjórn og Alþingi veiti sem mestu fjár- magni til raforkusjóðs, svo að unnt verði að full- nægja lánsfjárþörf þeirra landshluta, sem ekki geta náð til hinna stærri virkjana og leysa verða rafnragnsþörf sína annaðhvort með byggingu snrárra vatnsaflsstöðva eða kaupum á aflvélum. 4. Að ríkisstjórnin noti þær lánsheimildir, sem hún nú licfir til byggingar raforkustöðva, sem þegar eru ákveðnar, og að ný orkuver verði látin ganga fyrir stækkunum þeirra, sem jregar ltafa verið reistar. .

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.