Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 9
FREYR 157 refsing fyrir árásir og líkamsmeiðingar, svo sem höfuðhögg, verði stórþyngd frá því, sem nú er. Greinargerð: Olvun og áfengisnautn fer vaxandi með þjóðinni, líka í sveitum landsins. Það er alkunna, að víða í héruðum landsins eru skemmtisamkomur orðnar að vandræðamáli fvrir ölv- un og alls konar 4Sspektir. Sveitalífinu stafar af þessu hin mesta hætta. Hinn uppvaxandi æskulýður dregst meir og meir inn í þessa spillingu, bæði sjálfrátt og ósjálfrátt, eða verður henni samdauna. Fái þessir ölvunarhættir að þróast án allrar mót- stöðu, svo sem verið hefir nú hin síðustu árin, færist hrein ómenning yfir sveitalífið og öll menningarvið- leitni fólksins bíður varanlegan hnekki. Eina ráðið gegn þessum ófögnuði er, að héruðin komi séi upp lögreglusveitum, sem haft geti gæzlu á öllum skemmtisamkomum eða opinberum mannfund- uin. Einsætt virðist, að ríkið beri kostnað af ráðstöfun- um til friðar og öryggis samkomugestum í landinu, þar sem hætta er á ölvun og óspektum, með því að óáran sú í mannfólkinu, sem veldur friðarspjöllum, stafar af áfengum drykkjum, sem ríkið hefir á boðstólum. Heimildarkvikmyndir. Að tilhlutan búnaðarmálastjóra var á síð- asta ári hafið samstarf við filmusjóð um upptöku heimildarkvikmynda af islenzkum landbúnaði. Til þess að vinna áfram að þessu starfi veitti Búnaðarþing fjárhags- lega aðstoð. Með tilliti til þessa var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: í tilefni af fjárveitingu á fjárhagsáætlun Búnaðar- f'úags íslands 1953, gjaldalið 21 c, til kvikmyndatöku, fíúnaðarþingsfulltrúum og starfsmönnum BúnaÖarfélags íslands var boðið til þess að skoða fram- kvamdir Áburðarverksiniðjunnar að Gufunesi. Myndin var tekin i kaffistofu verksmiðjunnar. Hún sýnir i fremstu röð verkfrceðinga og stjórn ásamt forscetisráðherra, en framkvœmdastjórinn Hjálmar Finnsson, stendur lengst til hœgri. Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.