Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 14
162
FREYR
orsakir verið fundnar, hvað við kemur
nautgripum: skortur á A-fjörefni, kopar-
skortur, joðskortur, of litið af meltanleg-
um fosfór og óhagstætt hlutfall milli kol-
vetna og eggjahvítuefna í fóðrinu. Þá
hefir hlutfallið milli kalks (Ca) og fos-
fórs (P), ásamt D-fjörefni, einnig áhrif á
frjósemi. Sé of litill fosfór í íóðrinu, veld-
ur aukning kalks enn frekari lækkun á
frjóseminni. Kalkmagnið skal þó alltaf
vera hærra en fosfórmagnið í fóðrinu.
Fiskmjöl er auðugt af kalki og fosfór og
lýsi af A- og D-fjörefnum. Þrifleg hold og
mjúk og gljáandi húð eru oft einkenni
hárrar frjósemi.
Bandaríkj amenn hafa gert mikið til
þess að lækna ófrjósemi í nautgripum og
hjálpa bændum, sem eiga við örðugleika
að stríða vegna hennar. Þannig hafa þeir á
samvinnugrundvelli komið upp rannsókn-
arútbúnaði í bifreiðum, og ferðast sérfræð-
ingar í bifreiðum þessum milli bæja, þar
sem tjón hefir orðið af völdum ófrjósemi í
skepnum. Er þannig hægt í mörgum til-
fellum að ákvarða á staðnum eða a. m. k.
leiða líkur að því, hver orsök ófrjóseminn-
ar sé. Athuganir þar í landi hafa leitt í
ljós, að í um 50% af tilfellum hafa dýra-
læknar, sem þannig ferðast um, getað
ráðið bót á ófrjóseminni.
Þá hafa þarlendar rannsóknir leitt í
ljós, að almenn notkun vaka (hormóna)
muni ekki vera lausnin á þeim vanda, sem
sú ófrjósemi veldur, er fylgir óregluleg-
um gangmálum og því, að kýr liggja niðri.
Enn fremur virðist ófrjósemin að mjög
litlu leyti vera bundin við erfðir, þannig að
ekki séu líkur til þess, að unnt verði að
koma í veg fyrir hana með úrvali í kynbót-
um, svo að nokkru nemi.
Frysting sœðis.
Eitt af því, sem auðveldað hefir notkun
tæknifrjóvgunar og gert útbreiðslu henn-
ar kleifa, er það, að hægt er að geyma
sæði utan líkamans í nokkurn tíma án
þess, að það missi frjóvgunarhæfileikann.
Þannig geymist nautasæði í 2°—5° hita í
nokkra daga, eftir að því hefir verið
blandað í sérstök geymsluefni, sem inni-
halda venjulegast eitthvað af eggjarauðu.
Sæðið er kælt til þess, að sæðisfrumurnar
hreyfi sig sem minnst og eyði ekki þeirri
orku, sem þeim er í upphafi gefin, í óþarfa
hreyfingar. Ekki geymist þó nautasæði að
jafnaði lengur en ca. 3—5 daga óskemmt.
Ein orsök þess er sú, að gerlar, sem fyrir
eru í blöndunni, fara að hafa eitrandi
áhrif á sæðisfrumurnar. Sumir þessara
gerla eru í sæðinu, þegar það er tekið, en
aðrir koma í það í meðferðinni ásamt ým-
iss konar sveppum. Þótt fyllsta þrifnaðar
sé gætt við sæðistökuna og meðferð sæðis-
ins, er ekki hægt að komast hjá því, að ein-
hverjir gerlar séu í blöndunni.
Mönnum hefir verið það ljóst, að hægt
mundi vera að líkindum að geyma sæði ó-
skemmt í langan tíma, jafnvel árum sam-
an, ef hægt væri að frysta það án þess, að
sæðisfrumurnar dæju. Tilraunir hafa því
verið gerðar í þessu skyni. Hefir það
styrkt réttmæti tilraunanna, að vitað er,
að gerlar og aðrir einsellungar lifa það
einatt af að vera frystir og síðan þíddir.
Frysting sæðisfruma misheppnaðist þó
oftast nær í fyrstu tilraununum, enda þótt
mannasæði sé þá undanskilið.
Tilraunir síðustu ára hafa leitt það í ljós,
að glycerol og nokkur önnur skyld efni
hafa þann eiginleika að varðveita líf sæð-
isfruma nokkurra dýrategunda, þótt sæðið
sé kælt niður í 79° frost, þ. e. a. s. það hita-
stig, sem kolefnistvísýringur (CO2) verður
að föstu efni.
Kýr, sem frjódældar voru með nauta-
sæði, er hlotið hafði þessa meðferð, festu
þó ekki fang við fyrstu tilraunirnar. Til-
raununum var þó haldið áfram, og voru
þær byggðar á þeirri reynslu, sem fengizt
hafði. Árið 1952 voru svo 38 kýr í Bret-
landi frjódældar með sæði, sem geymt
hafði verið í 2 klst. til 8 sólarhringa við
-f-79°C. Af þessum 38 kúm gengu 6 upp á
næsta gangmáli. Hinar kýrnar voru þukl-
aðar gegnum endaþarminn eftir 6 vikur
frá frjódælingu til að vita, hvort þær væru
með kálfi. Sú athugun leiddi í ljós, að 30
þeirra höfðu fest fang. Við fyrstu frjódæl-
ingu hafði því 79% af kúnum haldið, sem
er betri árangur en fékkst við samanburð-