Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 18

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 18
166 FREYR urinn þótti ekki sem beztur þar, sem seiðum hafði verið sleppt. Um aldamótin kom fyrst fram rökstudd gagnrýni á gildi klaksins, og vakti hún tölu- verða athygli. Hinni konunglegu laxveiði- málastjórn Skotlands var falið að segja álit sitt á gildi klaksins. Hún lét rannsaka gögn frá Skotlandi, Bandaríkjunum og Kanada um sambandið milli kviðpokaseiðafjöldans, sem sleppt var árlega, og veiðanna árin, sem seiðin áttu að koma fram sem fullorðnir laxar. Að rannsókninni lokinni sendi lax- veiðimálastjórnin frá sér álitsgerð, þar sem hún sá sér ekki fært að mæla með klakinu. Niðurstöður rannsóknanna voru þær, að þar sem seiðum hafði verið sleppt og laxveiði hafði staðið í stað eða aukist, hafði ströng- um friðunarreglum verið beitt og einnig hefðu hrygningarskilyrði verið góð. Hins- vegar hafði laxveiði hrakað þar, sem seiðum hafði verið sleppt í ár og engin friðun ver- ið viðhöfð, svo og þar, sem lax hafði, ein- hverra hluta vegna, ekki komizt á hrygn- ingarstöðvarnar. Nokkrum árum eftir, að laxveiðimála- stjórn Skota sendi frá sér þessa álitsgerð, gerðust þeir hlutir í Nýja Sjálandi, sem drógu að sér athygli manna og gáfu klak- inu byr undir báða vængi. Frá náttúrunnar hendi voru engir laxkynjaðir fiskar í Nýja Sjálandi, en menn fengu snemma áhuga á að rækta laxfiskategundir frá Evrópu og Ameríku. Fyrstu laxahrognin voru flutt til Nýja Sjálands frá Bretlandi árið 1868 og síð- an árlega hrogn nokkurra laxa- og silunga- tegunda frá Bretlandi og Norður Ameríku. Það komust fljótlega upp urriðastofnar, en tilraunir með að sleppa laxaseiðum báru ekki árangur, fyrr en á árunum milli 1905 og 1910. Á árunum 1905 og 1906 sáust fyrstu fullorðnu quinnatlaxarnir (kóngslaxar) í Waitakiánni á Suðurey og sockeyelaxar 1907, en þetta eru tegundir af Kyrrahafs- laxi. Ári síðar varð fyrst vart við Atlants- hafslax í Te Anauvatni, en laxaseiðum hafði verið sleppt ofan við vatnið í Waiauána, sem rennur í gegnum það. Árangurinn af hinum langvarandi tilraunum var eðlilega fljótur að berast frá Nýja Sjálandi út um heim og þótti hinn merkilegasti. í Ameríku, og þá einkum á Kyrrahafs- ströndinni, hafði klak verið rekið í stærri stíl en annars staðar í heiminum. Á öðrum tug aldarinnar kom þar fram hávær gagn- KLAK- OG ELDISSTÖÐIN i Leavenworth i Washington- fylki i Banda- rikjunum. Stöðin er eign Banda- rikjastjórnar og er mjög futlkom- in að öllum frá- gangi. Hún er stœrsta stöð sinnar tegundar þar vestra. Stór- ar etdisþrœr sjást fremst á mynd- inni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.