Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 26
174
PRE YR
við forðagæzluna, heldur þvert á móti þarf
að efla hana frá því sem nú er, að nýjum
leiðum.
★
Með búfjárræktarlögunum er Búnaðar-
félagi íslands falin umsjón forðagæzlunn-
ar. Er ekki nema gott um það að segja, en
kafli sá í lögunum, er um forðagæzluna
fjallar, er þó harla gloppóttur. Má aðeins
nefna sem dæmi, að ekki er þess krafizt,
að forðagæzlumenn fari um umdæmi sitt
nema einu sinni á tímabilinu frá 15. nóv.
til 20. apríl. Geri eftirlitsmaður ekki
framar en lagaleg skylda krefur og líti
ekki eftir fóðrun og heybirgðum frá 15.
nóv þar til komið er að 20. apríl, líður
megin gjafatími svo, að hvort tveggja get-
ur verið um seinan. Þó er honum skylt
eftir lögunum að tilkynna hreppsnefnd, ef
heimili eru í fóðurþröng eða vanfóðra bú-
féð. Nokkuð er seint að athuga um þetta,
þegar komið er að sumarmálum. Þá teldi
ég betur farið að sýslunefndir væru næsti
aðili við Búnaðarfélag íslands og hrepps-
nefndir aftur sýslunefnda. Skyldu sýslu-
nefndir gera samþykkt um skiptingu hér-
aðanna i forðagæzlusvæði, miðað við, að
stærð hvers svæðis sé hæfilega mikil til
eftirlits fyrir einn mann með þremur yfir-
ferðum frá haustnóttum til sumarmála.
Búnaðarþing samþykkti stærð hvers
gæzlusvæðis. Þá skyldi Búnaðarfél. ís-
lands sjá. um, að halda námskeið eftir
þörfum fyrir þá menn, er eftirlitið hafa
á hendi. Sýslunefndir réðu gæzlumenn
með samþykki Búnaðarfélags íslands
um ráðninguna. Laun gæzlumanna skyldi
greiðá úr ríkissjóði. Á þann hátt fengi
gæzlusterfið þá viðurkenningu frá því
opinbera, sem réttmætt er og skylt um
mál málanna í búnaðinum. Auk þess er
það trygging fyrir því, að það verði betur
af hendi leyst, en sé það hjáverk með öðr-
um störfum, eða sé falið einhverjum með
hliðsjón af því, að hann hafi tíma til
starfsins án sérlegrar hæfni.
Þótt gera megi ráð fyrir verulegum ár-
angri af betri skipun forðagæzlunnar, er
of mikil bjartsýni að ætla það fullnægj-
andi í bráð. Allt frá landnámstíð hefir
fóðurskortur endurtekið sig í búskapnum,
þrátt fyrir baráttu margra ágætismanna á
öllum öldum gegn ógætilegum ásetningi.
Það gæti hefnt sín að treysta á svo snögga
hugarfarsbreytingu, að forðabú væru ó-
þörf, og liggja ekki til þess næg rök? Og í
þessu máli má ekki ríkja smásálarskapur
og þröngsýni. Bændur þurfa að leggja ráð
sín saman og leita lausnar á vandanum. í
því skyni vil ég benda á leið til athugunar.
Gerum þá ráð fyrir, að bændur í ein-
hverjum hreppi eða sveit vilji eignast 1000
hestburði af heyi, sem sameignarforða í
harðindum. Liggur þá beint við að taka
land til ræktunar í því skyni og reka fjár-
bú 1 sameiningu til að finna einhverja leið
til að endurnýja heyið. Fyrningartímabil
heysins mætti hugsa sér 5 ár. Mundi þá
hæíilegt að árleg heyöflun væri 250 hestar
og landstærð miðuð við það. Reikna mætti
árlega 50 hesta í úrgang og þyrfti strax
á fyrsta vetri að hafa á fóðrum hæfilega
margar kindur til að hirða með veggjum
það, sem ella færi til ónýtis í heystæðunni
við langa geymslu. Á 6. vetri væri svo allt
elzta heyið gefið og fénaði fjölgað á búinu
að því marki, hafi heyinu ekki verið eytt
vegna nauðleitar í harðindum. Á margan
hátt má hugsa sér þessa framkvæmd og er
þetta dæmi aðeins nefnt til að skýra mál-
ið, en ekki til að setja um það fastar regl-
ur. Kaupfélögin í sveitunum hafa ágæta
aðstöðu til að reka svona forðabú og er
þeim málið skylt, því að svo mikið eiga
þau undir því, að búskapur bændanna
bíði ekki þann hnekki, sem af fóðurskort-
inum leiðir. Ég geng þess ekki dulinn, að
stofnkostnaður yrði allmikill, en þegar
hann er yfirstiginn, ætti reksturinn að
verða auðveldur og jafnvel hagstæður, ef
vel er á haldið.
í þann kafla búfjárræktarlaganna, sem
fjallar um forðagæzlu og fóðurbirgðafé-
lög, þarf að koma grein til viðbótar, þar
sem gert er ráð fyrir að koma á fót hey-
forðabúum í sveitunum og ákvæði um, hver
þáttur hins opinbera skuli til styrktar í
því efni.