Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1953, Page 11

Freyr - 01.05.1953, Page 11
FREYR 159 Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að t»eita sér fyrir því og veita lil þess fjárhagslega aðstoð, að npp verði tekin kennsla í fjármennsku á vegum búnaðarsambandanna, þannig að hvert búnaðarsam- band semji við einstaka bændur, sem þekktir eru að fjármennskuliæfileikum og taki þeir unga menn til náins, með aðstoð og undir eftirliti ráðunauta búnaðar- sambandanna, eftir því sem henta þykir í hverju byggð- arlagi. Skulu þeir menn, er kennslu þessa annast, sam- þykktir af sauðfjárræktarráðunaut Búnaðarfélags ís- lands. Ennfremur vinni stjórn Búnaðarfélagsins að því í sambandi við búnaðarsamböndin, að haldin verði stutt námskeið öðru hverju, þar sem kennd verði hirðing, mjaltir og fóðrun mjólkurkúa, og verði fengnir til slíkra starfa svo hæfir menn, sem kostur er. Jafnframt þessu skorar Búnaðarþing á bændaskól- ana að leggja áherzlu á verklega kennslu í hirðingu búfjár við skólana og sjá svo um, að hún sé í sem beztu samræmi við kennshi hinna bóklegu fræða. Innflutningur holdanauta: í tilefni af erindi til þingsins um inn- flutning holdanauta, var þessi ályktun samþykkt: „Búnaðarþing telur ,að ekki sé unnt að stofna til innflutnings holdanauta eða annara búfjárkynja, meðal annars af þeirri ástæðu, að ekki hefir verið fullnægt skilyrði laga frá 20. febr. 1938 urn innflutning búfjár, að því er snertir byggingu sóttvarnarstöðvar. Skorar því Búnaðarþing á ríkisstjórnina að láta reisa sóttvarnarstöð svo fljótt sem verða má.“ Útflutningur hrossa. í þvi máli var samþykkt: „Búnaðarþing ályktar að kjósa þriggja manna milli- þinganefnd til þess að vinna að eftirtöldum viðfangs- efnum: 1. Hún athugi, með hverjum hætti hestaútflutningi verði bezt hagað til þess að tryggja markað fyrir ís- lenzka hesta erlendis. 2. Enn fremur athugi hún í samræmi við ferða- skrifstofur í landinu og hestamannafélögin, hvernig bczt sé að laða erlcnda ferðamenn að því að ferðast á góðum hestum um sveitir og óbyggðir landsins." Aðild bœnda i Áburdarverksmiðjunni. Óskir hafa verið frammi um það, að bændur gerðust hluthafar í Áburðarverk- smiðjunni h.f. Mál þetta var flutt á Búnað- arþingi og í því samþykkt eftirfarandi: „Búnaðarþing teiur mjög þýðingarmikið, að bænd- ur eignist hlutdeild í Áburðarverksmiðjunni h/f. Búnaðarþing skorar því á stjórn Búnaðarfélags ís- lands að leita eftir hlutafjárloforðum meðal bænda. Náisl hlutafjárloforð frá bændum, er nemi a. m. k. tveim milljónum króna, felur Búnaðarþing stjórn Bún- aðarfélags íslands að beita sér fyrir því við ríkisstjórn og Alþingi, að lögum um Aburðarverksmiðjuna verði breytt á þá leið, að bændum gefist kostur á að leggja henni hlulafé og fái jafuframt aðild að stjórn verk- smiðjunnar." Þeim, sem hafa áhuga á aö kynna sér önnur mál, er Búnaðarþing afgreiddi, verðum vér að vísa til tíðinda frá Búnað- arþingi, sem Búnaðarfélag íslands gefur út í sérstökum ritlingi og á boðstólum verður á næstunni. Þyngsta lambið? I 2. tbl. Freys þ. á. er mynd af lambhrút frá Jóni Þorbergssyni á Laxamýri og fvlgir myndinni svofelld spurning: „Hvort mun hér vera mesti lambhrútur, sem uppi liefir verið á Islandi?" — Eg freistast til að svara spurningu þessari neitandi. Þegar ég bjó á Hvallátrum í Rauðasandshreppi, var ær ein í fénu, Svanhvít að nafni, er eignuð var Ólöfu dóttur minni. Vorið 1948 eignaðist Svanhvít sitt síðasta og vænsta lamb (hrút), þá 11 vetra. Hrútnum var lógað 6. okt. um hauslið. Vóg hann sama dag lifandi 71 kg. Kjötþungi varð 31 kg, mör 4i/2 kg. í þessu sambandi skal þess getið, að hrúturinn var borinn 23. apríl. Haustið 1943 var lógað lambhrút undan þessari sömu á. Vóg hann lifandi 62 kg, með 27 kg kjötþunga og 6 kg mörs. Svanhvít var meðal ær að vænleika, en móðir hennar, Gibba, (heimaalningur) var afburða væn; vóg venjulega að haustinu 80—85 kg, oftast frá tveim lömbum. Eitt sinn var slátrað undan Gibbu tvílembings gimbr- um; ógu kropparnir 19 og 20 kg og 4 kg mör í hvorri. Þær voru bornar á venjulegum sauðburði. Að framanskráðu fást næg vitni. Hafliði Halldórsson, Neðri Tungu við Patreksfjörð.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.