Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Síða 12

Freyr - 01.05.1953, Síða 12
160 FRE YR ÓLAFUR E. STEFÁNSSON, Æxlun og tæknifrjóvgun búfjár Frá alþjóðaráðstefnu um lífeðlis- og sjúk- dómafrœði í sambandi við œxlun dýra og um tœknifrjóvgun. Dagána 7. til 11. júlí 1952 var II. alþjóða- ráðstefnan um lífeðlis- og sjúkdómafræði í sambandi við æxlun dýra og um tækni- frjóvgun haldin i Kaupmannahöfn. Fyrsta ráðstefnan, sem fjallaði um þessi efni, var haldin í Mílanó sumarið 1948, fyrir tilstilli ítalska vísindamannsins T. Bonadonna. Ráðgert hafði verið að halda næstu ráð- stefnu í London árið 1951, en það reyndist óframkvæmanlegt. Var þá leitað til danska landbúnaðarráðuneytisins, sem tók að sér að sjá um ráðstefnuna, sem halda skyldi árið eftir. Slíkt krefst mikillar vinnu og mikils fjármagns. Var ráðstefnan ágætlega undirbúin og dönsku þjóðinni til mesta sóma. Forseti ráðstefnunnar var dr. J. Hammond frá Cambridge háskóla, en framkvæmdastjóri E. Sörensen, prófessor við danska landbúnaðarháskólann. Tilgángurinn með ráðstefnunni var sá að kynna og rökræða þar hið helzta, sem áunnizt hefir í rannsóknum á sviði ofan- nefndra vísindagreina síðustu árin. í því skyni hafði ýmsum aðilum víða um heim verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni og senda þau erindi til hennar fyrir fram, sem óskað væri eftir að flytja. Erindin lágu fyrir prentuð á þinginu, er þangað var komið. Ráðstefnan var fjölsótt. Meðal þátttak- enda voru ýmsir brautryðjendur í viðkom- andi vísindagreinum. Þar fékkst og ágætt tækifæri til persónulegra kynna milli manna úr fjarlægum löndum, sem þekkja hverjir aðra aðeins af þeim tilraunum og ritverkum, sem þeir hafa fengizt við, en hafa ekki tök á að ræða áhugamál sín að jafnaði sín á milli. Ritstjóri FREYs hefir beðið mig að skrifa grein um ráðstefnuna í blaðið, en á henni voru málin rædd frá tæknilegu og vísindalegu sjónarmiði. Hin beina, hag- nýta hlið máianna kom því ekki nærri allt- af fram, enda þótt undirstöðuatriði henn- ar væru rædd. Þá komu þar fram ýmsar nýjungar, sem teljast mega innlegg í hæg- fara þróun vísindagreinanna og verða ekki slitin úr samhengi. Af framangreindum ástæðum verður því ekki gerð tilraun til að birta hér yfirlit yfir þau málefni, sem rædd voru, heldur leitazt við að skýra frá nokkrum nýjungum, sem geta átt eftir að verða mikilvægar frá hagrænu sjónarmiði og sumir lesendur FREYs kunna að hafa áhuga á. Hlutverk þessarar greinar verð- ur því ekki að skýra frá útbreiðslu og gildi tæknifrjóvgunar með tilliti til kynbóta. Fcersla frjóvgaöra eggja milli kvendýra. Árið 1890 og aftur árið 1897 tókst vís- indamanninum Heape að flytja frjóvgað egg úr einni kanínu í aðra, án þess að til- færslan hefði áhrif á þroska fóstursins. Síðan hafa tilraunir með slíka millifærslu

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.