Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 13

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 13
FREYR 161 frjóvgaðra eggja legið niðri að mestu leyti, þar sem hún misheppnaðist oftast nær, þangað til allra síðustu árin, að þær hafa verið teknar upp að nýju, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. í þessum tilraunum hafa kanínur einkum verið notaðar, en jafnframt kýr, geitur og ær. Til skýringar má taka dæmi, þar sem kýr eru hafðar í tilrauninni. Aðgerðin er þá fólgin í því, að yxnismeðali er dælt í kú til að fá fram egglos á ákveðnum tíma. Síðan er kýrin frjódæld eða leidd undir naut, þegar hún beiðir. Nokkrum dögum síðar, meðan frumuskipting hins frjóvgaða eggs er enn á frumstigi, er kýrin drepin og eggið tekið, þaðan sem það liggur í eggjaleiðaranum, og fært inn í kynfæri annarrar kýr, sem dæld hefir verið með yxnismeðali um leið og fyrrnefnda kýrin, en ekki verið haldið. Þótt tekizt hafi þann- ig að nota aðra kú sem „útungunarvél“, ef svo má að orði kveða, þá hafa þessar til- raunir ennþá misheppnazt í flestum til- fellum. Annmarkarnir eru margvíslegir. í fyrsta lagi verður enn í flestum tilfellum að drepa kúna, sem frjóvgaða eggið er tekið úr, til þess að hægt sé að ná egginu. Eru því sláturgripir notaðir við tilraunirn- ar. í öðru lagi misheppnast tilraunirnar venjulegast, ef hið frjóvgaða egg er fært inn í legið gegnum leghálsinn, eins og við frjódælingar, vegna þess að yxni, fram- kallað á þennan hátt, án þess að „gulu hnoðrarnir“ (corpora lutea) við eggja- kerfin hverfi, dregur ekki úr smithættu í leginu, en hún er ætíð mikil, þegar þeir eru fyrir. Þessi aðferð væri þó hin æskilegasta vegna þess, hve einföld hún er, en, eins og stendur, er ekki hægt að nota hana að jafnaði vegna smithættunnar, sem henni fylgir. Þá er einn annmarkinn í viðbót sá, að ekki fer saman heppilegasta þroskastig eggsins, þegar það er tekið burt, og hið æskilegasta þroskastig þess, þegar því er komið fyrir í „fóstur“-kúnni. Bezt er að taka eggið burt tveimur dögum eftir frjóvgun, en æskilegasti tíminn til inn- setningar þess í aðra kú er 5 dögum eftir frjóvgun. í mörgum tilfellum væri því æskilegt að geyma hið frjóvgaða egg utan líkamans um nokkurn tíma, en ennþá er hins vegar lítið vitað um æskilegar geymsluaðferðir. Tekizt hefir að flytja frjóvguð kanínuegg utan líkamans í flugvélum milli Bretlands og Bandaríkjanna með sæmilegum árangri. Ennþá virðist þó vera langt undan, unz hægt verður að hagnýta þessa tækni á starfssviði búfjárræktarinnar. Þegar það tekst, verður hægt að nota þau kvendýr, sem mest kynbótagildi hafa, til þess að framleiða egg, en nota svo lakari kvendýr- in til að fóstra þau í móðurkviði. Sú aðferð mun þó aldrei geta orðið eins mikilvæg og tæknifrjóvgun í kynbótastarfinu, þar sem framleiðsla sæðis er svo mjög miklu meiri og örari en eggjanna, en vitanlega mætti sameina báðar aðferðirnar innan ein- stakra hjarða og á takmörkuðum svæðum. Ófrjósemi. Allmiklar umræður urðu á ráðstefnunni um ófrjósemi í búfé. Flestar rannsóknir á ófrjósemi hafa verið gerðar á nautgripum síðustu árin að því, er bezt verður séð, enda veldur ófrjósemi í þeim mjög miklum búsifjum víða um heim. Skipta má ófrjóseminni í tvo aðalflokka: ófrjósemi, sem sýklar valda, og ófrjósemi, sem orsakast af næringarsjúkdómum. ís- lenzkir bændur eru, sem betur fer, lausir við hið mikla tjón, sem kynsjúkdómar geta valdið á nautgripum. Hér verður því öllum umræðum um þá sjúkdóma sleppt, enda þótt mikið hafi verið um þá rætt á ráðstefnunni, en þeir geta valdið fóstur- láti og ófrjósemi. En minnzt skal á eitt at- riði, ekki óáþekkt. Um langan tíma hefir verið vitað, að fósturlát mjög snemma á meðgöngutímanum er ekki óalgengt. Ekki er vitað mikið um orsakir þess, en rann- sóknum á því, hverjar þær eru, er haldið áfram. Þegar kýr beiða upp, þarf það því ekki að vera merki þess, að frjóvgun hafi ekki átt sér stað, heldur má svo vera, að í sumum tilfellum hafi fóstrið dáið nokk- urra daga eða vikna gamalt. Næringarsjúkdómar, sem valda ófrjó- semi eða minnkaðri frjósemi, geta verið af ýmsu tagi. í Bretlandi hafa t. d. þessar

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.