Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Síða 16

Freyr - 01.05.1953, Síða 16
164 FREYR Hreyfingar sœðisins í leginu. í framhaldi af athugunum um stað- setningu sæðisins var endurskoðuð sú kenning, að sæðið væri ca. 5y2—8 klst. (eft- ir því, hvort um frjódælingu eða eðlun er að ræða) að komast leiðar sinnar upp í eggjaleiðara kúnna, þar sem frjóvgun fer fram. Athugun þessi, sem gerð var með sérstök- um mælitækjum og aðgeröum á kúnum, leiddi í ljós, að aðeins liðu 2.5—4 mínútur frá eðlun eða frjóælingu í leghálsinn, unz sæðið var komið leiðar sinnar. Þessi tími var allt of stuttur til þess, að sæðisfrum- urnar gætu af eigin rammleik komizt á honum upp í eggjaleiðarana. Var þá hreyf- ing legsins athuguð, meðan á yxninu stend- ur. Kom í ljós, að hún er í samráSmi við hin ýmsu stig eðlunarinnar. Sami vakinn, sem veldur þvi, að kýr selja (oxitöcin), veldur einnig sjálfstilltri hreyfingu legsins, meðan á eðluninni stendur. Þessar hreyfingar, sem ná hámarki sínu við sæðislátið, hjálpa sæðisfrumunum að komast leiðar sinnar á svo skömmum tíma. Sömu hreyfingar legs- ins fást fram við frjódælingar, einkum þeg- ar þær eru framkvæmdar af æfðum mönn- um. Sú niðurstaða kollvarpar þeirri skoðun, sem stundum skýtur upp kollinum, að notkun tæknifrjóvgunar við kýr sé ómann- úðleg. Notkun sýklaeyðandi efna og súlfa- lyfja í sœöisblöndur. Þess er áður getið, að alltaf er eitthvað af gerlum og sveppum í sæðisblöndum. Hins vegar eru sæðisfrumurnar mjög viðkvæm- ar verur, sem þola ekki nema mjög fá sótt- hreinsunarefni og þá venjulegast í mjög veikri upplausn. Súlfalyf og sveppalyf hafa verið reynd síðustu árin í sæðisblöndur. Bandaríkja- menn, sem fyrstir munu hafa byrjað rann- sóknir með notkun þessara lyfja á þessu sviði, hafa reynt penicillin, streptomycin, aureomycin, chloromycin, terramycin og súlfalyf. Af þessum lyfjum þolir sæði peni- cillin, streptomycin og sulfanilamide, þeg- ar þau eru notuð í hæfilegum skömmtum til þess að koma í veg fyrir, að gerlum fjölgi í sæðisblöndunni. Alhuganir á því, hvaða áhrif notkun þessara þriggja lyfja hefur á frjóvgunar- hæfileika sæðisins, hafa verið gerðar í stór- um stíl. Niðurstöður sýna, að frjósemis- hæfileikinn hefir vaxið um 1.3%—5% við notkun lyfjanna. Síðan ráðstefnan var haldin, hefir enska mjólkursölunefndin (M. M. B.) birt niðurstöður um notkun lyfjanna, þar sem 7000—8000 kýr voru not- aðar í hverjum flokki athugunanna. Reynd- ist alls staðar betra að nota lyfin heldur en ekki og jafnframt betra að blanda þeim saman en nota þau hvert í sínu lagi. Heimildarrit: Report of the II. International Congress of Physiology and Pathology of Animal Reproduction and of Artificial Insemination. Volume I, bls. 140—142 og 144—152. Volume II, bls. 7—13, 17—31 og 75—85. Volume III, bls. 90—96, 99—103, 107—109, 117—124, 126—128 og 130—138. Addendum, bls. 21—25. Ófrjó kýr eignast kálf Fyrirsögnin er ef til vill ósennileg eða einkennilega orðuð og réttara væri að segja að ófrjóvguð kýr hefði eignazt kálf- inn, en frá þessu segir ritlingur, sem Há- skólinn í Wisconsin hefir nýlega gefið út. Atburður þessi skeði á þann hátt, að frjóvgað egg var tekið úr kú og flutt yfir í kvígu og að 278 dögum liðnum fæddist kálfurinn, er var 84 pund að þyngd. Þessi atburður staðfestir eitt þeirra atriða, sem Ólafur Stefánsson, ráðunautur, greinir frá í grein sinni hér að framan. Flutningur eggsins og frjóvgun kvíg- unnar var framkvæmt á vísindastofnun.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.