Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Síða 20

Freyr - 01.05.1953, Síða 20
168 FRE YR Nýklakið laxseiði — kviðpokaseiði. ur það í ljós, að einungis litlum hluta henn- ar hefir verið sleppt á vatnasvæði, þar sem fiskur sömu tegunda var ekki fyrir, en lang mestum hluta hennar sleppt á vatnasvæði, þar sem fiskurinn hrygnir í náttúrunni, en það er einmitt þegar svo er ástatt, að klak- ið kemur að svo óverulegum notum, ef nokkrum, eins og fyrr var sagt, að ekki er ómaksins vert að klekja út í þessum tilgangi. Á íslandi hefir kviðpokaseiðum verið sleppt í ár og vötn að lang mestu leyti, þar sem fiskar af sömu tegund hafa hrygnt í nátt- úrunni, og um árangurinn geta menn farið nærri af því, sem að framan segir. Þegar athugað er, hve lítið kemst upp af þeim kviðpokaseiðum, sem sleppt er, verður þetta mál allt enn Ijósara. Dauði á seiðum í uppvextinum er afar mikill. í Cultusvatni fórust á árunum 1926—27, 1929—30 og 1932 —33 94 til 97% af laxaseiðunum, áður en þau gengu í sjó, og voru lang flest þeirra þó aðeins ársgömul. Á árunum 1930 og 1931 var tæplega hálf milljón gönguseiða merkt og komu að meðaltali 3,6% þeirra fram, ýmist í veiðunum eða í Cultusvatni. Þegar teknar eru með mögulegar villur í sam- bandi við endurheimtur og annað, er reikn- að með, að 3,5 til 11,7% af þeim laxaseiðum, sem í sjó ganga, komi fram í veiðunum og gangi i árnar til að hrygna. Þannig koma 2 til 6,5 laxar aftur fyrir hvern einn, sem hrygnir. Setja má þetta fram með öðru móti og miða við, hve margir laxar komast upp af hverjum 1000 seiðum, en það myndi vera ca 1—3 laxar í Cultusvatni. Þannig er þessu varið, þar sem aðstæður eru venjulegai; í náttúrunni, en þar sem kringumstæður eru hinsvegar óvenjulega hagstæðar til uppeld- is laxi, getur hlutfallið milli 1000 seiða, sem sleppt er, og þess, sem upp kemst, orðið nokkuð hagstæðara, en þó aðeins 5 laxar fyrir hver 1000 kviðpokaseiði, eins og til dæmis í Umeánni í Svíþjóð. Það væri fróð- legt að vita nákvæmlega um slík hlutföll fyrir lax hér á landi, en þau eru því miður ekki til ennþá. Ekki er þó ósennilegt að hlutfallið, sem hér ætti við, væri miklu lægra heldur en þau, sem getur um hér að framan, eða um y2—1 lax að meðaltali fyr- ir hver 1000 kviðpokaseiði. Hér á landi eru uppeldisaðstæður á margan hátt lakari en á þeim stöðum, sem ofangreindar tölur eru frá og ætti að nægja að minna á, í því sam- bandi, að hér er laxinn 1—3 árum lengur í fersku vatni heldur en á áðurnefndum stöð- um og æti hér vafalaust mun minna. Ef aðeins y2—1 seiði kemst upp af hverj- um 1000 laxaseiðum, sem sleppt er í árnar, verður það ljóst, að lax, sem kemst upp af kviðpokaseiðum, er ákaflega dýr. Hér skal tekið dæmi til að sýna þetta. Ef keypt eru 20000 kviðpokaseiði til að sleppa í á, eins og algengt hefir verið að gera hér á landi, þá kosta þau kr. 1.000 — við klakhúsvegginn. Síðan þarf að flytja þau í viðkomandi á, og ef áin er um 100 km. leið frá klakhúsinu, kostar leigubíll kr. 300—500. Þá þyrfti að reikna tveimur mönnum nokkra klst. kaup við að sækja kviðpokaseiðin, koma þeim á áfangastað og dreifa þeim vandlega um ána, en það verður samt ekki gert hér. Ef lax hrygnir eðlilega í ánni, sem seiðunum er sleppt í, og samt ér gert ráð fyrir að 1 lax komist upp af hverjum 1000 kviðpokaseið- anna, þá kosta laxarnir kr. 65—75 hvert stykki. Ef svo seiðin, sem sleppt hefir verið, eru af smálaxi, og hver lax, sem skilar sér, er að meðaltali 5 pd., þá myndi kílóið í slík-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.