Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1953, Side 22

Freyr - 01.05.1953, Side 22
170 FREYR lax- og silungshald það, sem nú var nefnt, því að á það var lögð stund í Kína fyrir mörgum þúsundum ára. Voru það aðallega karpar, sem hafðir voru i tjörnum og látnir sj á um sig sj álfir með fæðu, en voru veiddir til matar. Þá var gullfiskum, sem tilheyra körpunum, haldið til skrauts. Vitað er um að Grikkir og Rómverjar höfðu fisktjarnir, og notuðu fiskinn úr þeim til matar, en síð- an fara litlar sögur af fiskihaldi þangað til á miðöldum, að algengt var að hafa fisk- tjarnir við klaustur. Fiskihald hefir síðan verið viðhaft víða um lönd fram á þennan dag, og er nú ýmist, að menn hafa eina eða fáeinar tjarnir við sveitabýli og hafa fiskinn úr þeim til afnota fyrir fjölskyldur sínar, eða að þeir hafa fiskihaldið sem atvinnu- grein og selja afurðirnar til borganna. í flestum löndum eru hafðar í haldi vatna- fiskategundir, sem þola hátt hitastig og sem lifa á jurtafæðu, eins og t. d. karpar, því að þær þurfa litla umhirðu og ekki þarf að fóðra þær. Silungahald er viðhaft í norðlæg- um löndum á norðurhveli jarðar og suðlæg- um löndum á suðurhveli, og er það erfiðara viðfangs vegna þess, að fóðra þarf silung- inn, hirða hann nákvæmlega og láta honum í té mikið rými og nægjanlegt vatn með til- tölulega lágu hitastigi. Silungahaldið er ým- ist rekið með það fyrir augum að selja sil- unginn til matar, eða sem sleppifisk, og reka einstaklingar alisilungshaldið, og selja þá einnig sleppifisk, en mestur hluti sleppi- fiskaframleiðslunnar er í höndum eldis- stöðva, sem reknar eru af því opinbera. f eldisstöðvum vestanhafs er sleppiseiðaeldi á laxi rekið í mjög stórum stíl, en alilaxa- rækt þekkist þar ekki. Þó að ætlunin sé að ræða hér eftir aðal- léga um sleppiseiði og gagnsemi þeirra fyr- ir fiskiræktina, þykir rétt að minnast fyrst lauslega á nokkur atriði lax- og silungs- eldis almennt. Fiskeldi, hvort sem um eldi sleppiseiða eða alifiska er að ræða, er háð vissum skilyrðum og er auk þess vandasamt og kostnaðarsamt. Eldisstöð, sem framleiða á verulegt magn af fiski, þarf að reisa á stað þar sem landrými og heppilegt vatn er nægianlegt. Gengi eldisstöðvar er oft að miklu leyti komið undir hæfni vatnsins til að ala í fisk. Þýðingarmikið er að hafa hveravatn til upphitunar á vatninu í eldis- tjörnunum, þegar þörf krefur, en með því að velgja það um nokkrar gráður, þegar kaldast er á vaxtartíma fiskanna í eldinu, má örva með því vöxt þeirra og bæta mjög afkomu stöðvarinnar. Vandasömustu atrið- in í sambandi við daglegan rekstur stöðv- arinnar er val og meðferð fóðurs og hirð- ing fiskanna í eldinu. Val fóðurs er oft erf- itt, því að þess þarf jafnan að gæta, að það sé ódýrt og um leið hollt og kraftmikið, svo að fiskunum fari eðlilega fram og þeir séu heilbrigðir. Hirðingin virðist fljótt á litið vera einföld, en svo er þó ekki. Hún krefst mikillar þekkingar og samvizkusemi af eld- ismeistaranum. Er það að verulegu leyti komið undir honum, hvernig fiskunum fer fram í eldinu. Stofnkostnaðurinn við bygg- ingu eldisstöðvar er aðallega fólginn í því að grafa fisktjarnir og leiða vatn milli þeirra og er það venjulega leitt í skurðum og trérennum. Oftast eru klakhús reist í sambandi við stöðvarnar, sem eru þá jafn- framt fóðurbyrgi, þar sem matbúið er í fisk- inn og fóður geymt. Þá er nauðsynlegt að eldismeistari stöðvarinnar búi sem næst henni, þar sem hann þarf oft að líta eftir og stundum jafnvel um nætur, og er það augljóst, að mikill kostnaður er samfara því að reisa sérstakt hús yfir hann, ef þess gerist þörf. Tveir aðalútgjaldaliðirnir við rekstur stöðvarinnar eru vinnulaun og fóð- urkostnaður, og er auðsætt að nýta verður vinnukraftinn vel og afla sem ódýrast fóð- urs, til þess að reksturinn verði sem hag- feldastur. Að sjálfsögðu verður nýting vinnuafls og fóðurs því betri, sem stöðin er stærri og henni haganlegar fyrir komið. Lega stöðvarinnar hefir einnig verulega þýðingu með tilliti til möguleika á öflun fóðurs og að flytja það að henni og afurð- irnar frá henni. Bæta mætti því hér við, að skynsamlegt er að hefja eldi í smáum stíl og auka það síðan eftir því, sem kringum- stæður leyfa. Aðalkostur sleppiseiðanna er sá, að þau eiga auðveldara með að verjast hættunum heldur en kviðpokaseiðin, og þeim mun stærri, sem þau eru, því betur gengur þeim

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.