Freyr - 01.05.1953, Síða 25
FREY R
173
ÞÓRARINN HELGASON:
Um forðagæslu og forðabú
Veturinn 1952 var til umræöu á Bún-
aðarþingi erindi frá Gunnari Bjarnasyni
ráðunaut um stórframleiðslu á heyi. Síð-
ar ritaði Gunnar um málið í Frey og í
júníhefti ritsins s. á. gagnrýndi ritstjór-
inn, Gísli Kristjánsson, málið í heild mjög
ítarlega og gang þess á Búnaðarþingi.
Ég tel að Gísli Kristjánsson hafi með
fullum rökum kveðið niður hugmynd
Gunnars og hefi engu þar við að bæta.
Aftur á móti vildi ég taka upp þráðinn og
lengja hann dálítið, þar sem Gísli sleppir
honum, er hann minnist á einn möguleika
af fleirum til aukins fóðurfengs: — að
efna til félagsræktunar, félagsheyskapar
og félagsforðabúrs í hverjum" hreppi. Um
skeið var forðabúrum komið á fót á
nokkrum stöðum á landinu og áróður rek-
inn fyrir þeim. Var þá aðallega um að
ræða rúgmjöl og aðrar korntegundir, sem
oft verða vandræðahlutur að geyma og
endurnýja, ef árferði er slíkt, að eigi þurfi
á þeim að halda til fóðurs á fyr^ta ári.
Þetta var nú fyrir hálfri öld og tímarnir
eru stórbreyttir og ný tækni komin til sög-
unnar, sem breytir viðhorfinu til forða-
búranna stórlega. Nú eru möguleikar til
ræktunar gerbreyttir og þar með til inn-
lends fóðurforða — heysins, sem auðveld-
lega má geyma um árabil, án þess að veru-
lega saki. En vegna endurnýjunar heysins
og t-il að forða verðmætum frá eyðilegg-
ingu, mundi heppilegra að hu'gsa sér
forðabúrin frekar í þeim sniðum að heita
forðabú. Kem ég að því síðar. En ekki
mega forðabúin tákna það í hugum
manna, að bændum sé leyfilegt að setja
verr á með tilliti til þeirra. Þá væru þau
ekki neitt öryggi gegn fóðurskorti. Þess
vegna ættu einstaklingar aldrei að eiga
kost á heyi úr forðabúi með vildarkjörum.
Af sömu ástæðu má heldur ekki slá slöku
Hinsvegar hefir verið sannað með nánari
rannsóknum á rannsóknarstofu Möllgárds,
að helmingurinn af þyngdaraukanum staf-
ar af auknu gori í innyflum og auknu vatni
í líkamanum, en hinn helmingurinn felst í
þygndarauka kjöts og lifrar. Þyngd béih-
anna vex ekki og rýrnun við slátrun verð-
ur því ekki nema 40—42% eins og vant er,
svo að slátrarinn hvorki græðir né tapar
við að kaupa hormónafitaða gripi.
Á nefndum fundum sló prófessor Lars
Hansen Larsen og samverkamenn hans því
föstu, að umrædd hormónlyf reyndust vel
við fitun kúa fyrir slátrun, en síður þegar
um aðrar skepnur er að ræða, og gagnslaus
ef notuð væru handa kálfum og öðrum ung-
um skepnum.
Hinsvegar staðhæfði prófessor Möllgárd,
og samverkamenn hans, að notkun um-
ræddra efna hefði það í för með sér, að
kjötið yrði rýrara að orku en auðugra að
vatni, og fyrir kaupandann því gildisminna.
Gagnvart þessu má segja, að venjulega er
kjöt ekki keypt eftir vatnsmagni eða hita-
einingafjölda, heldur útliti og frágangi.
Um próteinmagnið í kjötinu er ekki vit-
að, en Möllgárd telur líklegt að á meðan
hormónlyfin eru notuð myndist takmark-
að magn hreinpróteins, en í stað þess safn-
ist þvagefni í vöðvana, sökum þess að starf-
semi nýrnanna takmarkist nokkuð. Að
fengnum þessum upplýsingum verður nið-
urstaðan sú, að eðlilegt virðist að nota
umrædd fitunarefni handa kúm síðustu
vikurnar áður en kúnum er slátrað, ef kaup-
verð lyfjanna er minna en vaxtarauki
kjötsins.
Notkun þeirra handa öðrum skepnúm
kemur naumast eða ekki til greina. Þau
hafa verið prófuð við fitun svina, en ár-
angurinn varð neikvæður, einkum vegna
þess, að flesk þeirra svína, sem fengu um-
rædd lyf, varð lítt hæft til geymslu. Þess-
vegna er mönnum ráðlagt að nota alls ekki
Thyron eða álíka efni í fóður svínanna.