Freyr - 01.05.1953, Page 33
FRE YR
181
Spurningar og svör.
Sp. 17. Er ekki hægt að fá hey-upptnokstursvélar,
sei>i taka heyið upp af jafnsléttti eftir að jtað hefir
verið láLin þorna, en slá ekki? B. E.
Svar: Jú, heyhleðsluvélar Itafa fengizt um undan-
iarin ár, og fást sjálfsagt einnig nti. Verzlanir, sem út-
vega búvélar, geta einnig útvegað þessi tæki.
Sp. 18. H vað mttn kosta súgþttrrkun í hlöðu, sem
ei' 8 m á hæð, 6 m á breidd og 23 m á lengd? Hvað
nuitt hún kosta ef Itlaðan er 18 m löng? Hvar er hægt
að fá þannig súgþurrkunartaeki? Blásarinn óskast knú-
intt með rafmagni. B. E.
Svar: Kostnaðurinn er háður ýmsum kringumstæð-
um en allar upplýsingar um þessi atriði gefa þeir að-
ilar, sem selja súgþurrkunartæki og tilheyrandi útbún-
að. — Þegar slíkur útbúnaður er pantaður þarf að
gera nána grein fyrir allri aðstöðu og senda mál eða
riss af hlöðunni og umhverfi. Síðan gerir hlutaðeig-
andi aðili, sem útbúnaðinn selur, teikningu af fyrir-
kotmtlagi og getur þvínæst áætlað kostnaðinn.
Sp. 19. Ur hvaða efni mun vera ódýrast og hag-
kva i'tnast að hyggja verkfærageymslur eins og verðlagi
er nú háttað?
a) Er ekki líklegt að ódýrara sé að nota timbur og
asbest en steinsteypu?
b) Hvað cr líklegt að verðmunur yrði mikill á
geymslum úr áðurnefndum bvggingarefnum, sem
væri að stærð 6x12 m?
c) Konta fleiri byggingarefni til greina? St. G.
Svar: Þak og gólf í verkfærageymslu kostar hið
sama án tillits til hvaða efni er notað í veggi. Láta
nmn mcrri að efni í steypta veggi kosti nú 100 krón-
ttr á hvern flatarmetra (m2), en ef notað er asbest á
timburgrind um 50 kr. á flatarmetra. — I verkfæra-
geymslur verður að nota t/, þumlungs utanhúss as-
best og á stoðir innanhúss verður að negla rimla til
vissrar hæðar til þesss að vernda asbestið fyrir ltögg-
um. Önnur byggingarefni koma nattmast til greina.
Sp. 20. Eru veittir styrktir út á vatnsleiðslur og ef
svo er hve rnikill?
Hvað kostar metrinn af vatnsleiðslurörum? S. Þ.
Svar: Nei, styrkir ertt ekki veittir til þeitra fram-
kvæmda. Spyrjið verzlanir um verð á pípunum, sem
sjálfsagt eru misdýrar eftir vídd þeirra.
Sp. 21. Eru kjúklingar frá HREIÐRI fluttir hvert á
land sem er? Hvernig er hægt að panta þá? Hvað kosta
þeir? S. p.
Svar: Já. Hreiður hefir sent hænuunga í alla lands-
hluta og flestar eða allar sýslur. Daggamlir ungar eru
fluttir í sérstökum til þess gerðum umbúðum, ‘en stálp-
aðir ungar í trékössum. Ungana skal panta beint frá
Hreiðri. Verð stálpaðra ttnga hreyfist frá viku til viku
cftir aldri, en hænan kostar milli 30—40 krónttr á 7—10
vikna aldri eða þegar hún er latts við fóstru.
Heimafengin fæða
Sænska búnaðarblaðið „Lantmannen" greinir frá því
að rannsakað hafi verið t Svíþjóð hve mikið tnagn fæð-
unnar er heimafengið í hinum ýmsu byggðarlögum
landsins, og er þá aðeins ntiðað við sveitabýlin. Athug-
anir þær, er gerðar hafa verið, ná þó ekki til allra mat-
væla. Þannig hefir hvorki fiskur né ber verið talið með
við rannsóknirnar. Athuganir voru gerðar á býlurn af
ýmsttm stærðum og í öllum landshlutum. Fæðutegund-
ir þær, sem utn var að ræða, voru: Korntegundir, kart-
öflttr, ávextir og grænmeti, kjöt, egg og mjólk.
Rannsóknirnar hafa náð yfir árabilið 1940—1950.
Þær leiddu í ljós, að á stríðsárunum var meiri hluta
matvæla aflað heima en gerzt hefir bæði fyrir og eftir
stríðið. A stríðsárunum nam ntagn heimafenginna mat-
væla mest 52—55% af matvælaneyzlunni. I hinum norð-
lægtt héruðum er miklti meira notað af heimafengnnm
matvælum en þegar sunnar dregur og á smábýlum
mikltt nteira en á hinum stærri. Þannig drekkur hver
sveitamaður í Norrlandi þriðjungi meiri mjólk en
sveitamaðurinn í syðsta lilttta landsins. Fleskneyzlan er
aftur á rnóti mest í syðstu héruðunum en minnst i
þeim nyrstu. Eggja- og kartöfluneyzla er mest í ntið-
héruðum landsins en minni sunnar og norðar.
Arið 1940 nam heimafengin fæða um 42% af mat-
vælttm jteim, sem notuð voru, komst á stríðsárunum
upp í 50—55% en hefir eftir stríðið farið minnkandi og
var árið 1950 tæplega 40%.
Verðgildi hinna heimafengnu matvæla er að sjálf-
sögðtt breytilegt eius og magnið, cn talið er það um
17% af framfærsltteyri að meðaltali. í Suður-Svíþjóð
nemur hið heimafengna aðeins 9% af framfærslueyri en
í norðurhéruðum allt upp í 29%.