Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 13
1 SÍMABLÁÐIÐ Aukavinnutaxtinn. _ Samkv. því samkomulagi, sem varS milli simastjórnarinnar og- F. í. S. á síðastl. ári, er aukavinnutaxti fastra starfsmanna landssímans þessi: I- Grunnlaun yfir 2000 kr. a) á virkurn dögum kl. 8—18 kr. 3.40 b) á virkum dögum kl. 18—21 kr. 3.90 c) á helgum dögum kr. 3.90 d) næturvinna kl. 21—18 kr. 5.00 II. Grunnlaun undir 2000 kr. a) kr. 2.70 b) kr. 3.00 c) kr. 3.00 d) kr. 4.00 A þessa aukavinnuþóknun greiöist verS- 'agsuppbót. B.S.R.B. og 8. maí. í félagslögum F. I. S. er því slegið föstu, að félagið sé hlutlaust í stjórnmálum. Þetta ákvæði er ekki sett inn í lögin út í bláinn. Það er komið þangað fyrir fé- lagslegan þroska símamannastéttarinnar; fyrir skilning hennar á því, hve miklu það skiptir fyrir stéttarfélag að útiloka með óllu þá félagslegu spillingu, og tjón, er pólitíkinni fylgir inn fyrir vébönd þess. Félagar F. í. S. hafa líka oft staðið sam- an, sem órjúfandi heild í málum, sem slíkt hefði verið óhugsandi, ef nokkur pólitísk- sjónarmið hefði komist þar að. Líkt mun rnega segja um mörg eða flest önnur stéttafélög opinberra starfsmanna. Þessar stéttir hafa skilið, og látið sér að kenn- ingu verða það tjón sem hin pólitíska tog- streita hefur valdið innan verkalýðshreyf- ingarinnar, þeim hafa verið ljós þau ó- happaöfl, er voru því valdandi, að tvær eða þrjár fylkingar, meira eða rninna fjandsamlegar hver annari héklu hátíðleg- an 1. maí — daginn sem skyldi vera hátíð- isdagur samstilltra stéttarsamtaka. Á stofnþingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var það ótviræður vilji, minnsta kosti alls þorra þingmanna, að hvergi kæmist nein pólitísk áhrif að. Að öðrum kosti myndi mörg þeirra hafa dregið sig í hlé. Því er ekki að leyna, að ýmsir opinberir starfsmenn innan allra pólitiskra flokka hugsuðu gott til samstarfs við Alþýðu- samband íslands, er B. S. R. B. var stofn- að. Og þegar Alþýðusambandið loksins losaði sig úr hinurn pólitísku viðjum, virt- ist þeirn sem hindrunutn fyrir þessu sam- starfi væri úr vegi rutt. Því var það, að stjórn Bandalagsins tók þvi boði, að vera að nokkru leyti þátt- takandi í hátíðahöldum verkalýðsfélag- anna 1. maí s.l. En um þessa ákvörðun Bandalagsstjórnarinnar voru mjög skipt- ar skoðanir innan Bandalagsins. Ekki um það, að samvinna þessara tveggja aðila væri æskilegt fyrir báða parta, en hinsvegar voru margir ekki þeirrar trúar, að alþýðusamtökunum hefði enn tekizt að varpa af sér hinu pólitíska oki. Það var því mjög óhyggilegt spor sem stjórn Bandalagsins steig, er hún kom hinum ýmsu félögum innan Bandalagsins í þann vanda, að ákveða hvort þau ætti að gerast þátttakandi í hátíðahöldunum 1. mai. Þar með gat verið stofnað til hættulegrar deilu iúnan félaganna, enda voru dæmi til þess, að mjóu munaði, að svo færi. Og það verður að segjast, að þessi há- tíðahöld sannfærðu menn ekki um, að pólitísk flokkssjónarmið væri að fullu út- máð úr verkalýðssamtökunum — síður en svo. Enda tæplega hægt að búast við því svo fljótt. En meðan svo er ekki, er það banatil- ræði við samtök opinberra starfsmanna að ætla þeirn nána samvinnu við samtök verkalýðsins, — eins og sú santvinna er sjálfsögð og mikilvæg, þegar um hrein stéttasamtök verður að ræða, þar sem öll pólitísk áhrif eru útlæg gerð. Og stjórn B. S. R. B. ber að skilja það, að ákvörðun um slíkt á að takast af þingi Bandalagsins, en ekki af henni. Og þar á ekki að vera urn neitt meirihlutavald að ræða, — heldur óskipta skoðun þingsins. A. G. Þ.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.