Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1949, Side 33

Símablaðið - 01.01.1949, Side 33
Ut^e^andi: Uéía^ Cíienzlra ítmamanna XXXIV. ÁRG. - REYKJAVÍK 1949 m-s x 'VrYO Áriö, sem nú er að líða í aldanna skaut, hefur verið okkur íslendingum að mörgu leyti erfitt ár. Með meiri og meiri þunga leggst dýrtíðin á atvinnu- og viðskiptalífið. Sem ægileg skriða hefur hún oltið áfram, án þess við fengj- um rönd við reist. Með hverjum mánuðinum, sem liðið hefur, minnkaöi kaupmáttur krón- unnar, og æ erfiðara varð að afla erlends gjaldeyris fyrir nauðþurftum. Engum íslendingi dylst þetta, og engum dylst, hvert stefnir: Að vá er fyrir dyrum í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar. Einu sinni var sagt: „íslands óhamingju verður allt að vopni“. Er ekki von, að þau orð komi manni í hug nú? Hver er sá, sem ekki vill, að ráðist sé gegn þessum voða? En hver er sá, sem þorir að ráðast gegn honum? Og hver er sá, sem f eng i að ráðast gegn honum, jafnvel með þeim ráðum, sem állir telja óhjákvæmileg, — án þess að hann væri grýttur af þeim sundrungaröflum, sem nú einkenna svo sorglega állt þjóðlíf okkar, — einkum þó á sviði stjórnmálanna. Af þeirra völdum er nú rekin sú rányrkja í atvinnulífi þjóðarinnar, sem eftirkomendur okkar munu bera kinnroða fyrir um langan aldur, ef ekki verður snúist gegn, af samhug og karlmennsku. Við opinberir starfsmenn höfum með okkur sterk samtök. Við skulum ekki beita þeim fyrir einhliða kröfupólitik, en til þess að sameina þjóðina — utan við eigingirni, öfund og tortryggni, — til átaks gegn þeirri vá, sem er fyrir dyrum.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.