Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Síða 47

Símablaðið - 01.01.1949, Síða 47
SlMABLAÐlÐ 15 ar margir, hafa veriÖ skilningssljóir á þessa hluti.“ „Já, ég veit aÖ þú getur frá mörgu sagt úr starfi félaisins. En segðu mér, hvernig eru starfshættir og vinnuaðbúnaður hjá póstmönnum í Reykjavík, hefur þar ekki orðið allmikil breyting á, á þessum 30 árum ?“ „Hér áður fyrr var vinnudagur póstmanna langur, að jafnaði um 12 klukkustundir á sólarhring og var vinnutilhögun þannig, að svefntími var stundum skammur, á stund- um 4 klukkustundir eða þar um. Á stórhá- tíðisdögum var alloft unnið allan daginn og ekki var frjálsræði póstmanna meira en það, að komið mun það hafa fyrir, að póst- maður hafi verið sóttur i leikhús í miðjum sjónleik, til þess að afgreiða póst er til landsins hafði komið. Fyrir alla þessa vinnu voru launin lengi vel frá 800 til 1000 krónur. „Þetta hefur nú færzt allt í betra horf ?“ „Já. Fyrir baráttu félagsins hefur vinnu- dagurinn verið styttur stórlega og vakta- vinnu komið á við pósthúsið i Rvík. Þegar að vaktavinnan var tekin upp 1946, eftir mjög ákveðnar kröfur af hálfu félagsins, varð að fjölga póstmönnum að verulegu leyti. En við þá fjölgun versnuðu vinnuskil- yrðin stórum í hinu mjög svo úrelta póst- húsi höíuðstaðarins, og voru þau þó slæm fyrir. Ráðamenn pósthússins hafa þó ekki ennþá séð sér fært að bæta um í þessum efnum. Eru þessi mál því nú í mjög miklu ófremdarástandi, póstrekstrinum til stór- skaða og starfsmönnum án efa til heilsu- tjóns. Nægir í því sambandi að minna á bögglapóststofuna, sem fræg er orðin um bæinn, vegna þess að annað slagið gengur sjór upp um gólf hennar. Það er því ekki að- eins, að ekki fæst byggt nýtt eða ný póst- hús í bænum, sem þó er fyrir löngu orðið aðkallandi, heldur fá þessi óhæfu og þröngu húsakynni ekki eðlilegt viðhald.“ „1 þessum efnum erum við símamenn bet- ur settir en þið.“ „Já, vissulega. Og ég held að þetta ástand póstsins í húsnæðismálunum verði ennþá at- hyglisverðara fyrir það, að póstur og sími mætast eins og gamli og nýi tíminn, í þess- um efnum, undir sama „stjórnarhatti." „Þú segir vel um það. En hvað segir þú um launin, sem opinberum starfsmönnuir er nú boðið upp á?“ „Launamálum opinberra starfsmanna hef- ur löngum verið lítill sómi sýndur, af ráða- mönnum landsins, og á það rót sína að rekja til þess, sem ég sagði áðan um verkfalls- réttinn, að hann var af þeim tekinn. En barátta fyrir réttlæti i þessum efnum er nú hafin undir forustu Bandalags starfs- manna ríkis og bæja — en henni er ekki lokið. Hún kann að verða erfið og það kann að reyna á alla liðsmenn, ekki sízt þá sem lægst eru launaðir, en fyrir þá verður sigurinn stærstur. Að baki þessara samtaka standa starfs- mannafélögin með sínar þúsundir félags- manna, er margir hverjir hafa fyrir fjöl- skyldum að sjá. í nafni þessa fólks verður baráttunni haldið áfram, þar til opinberir starfsmenn standa jafnfætis öðrum stéttum. Póstmannafélagið mun kappkosta í þeirri baráttu að liggja ekki á liði sínu.“ Símablaðið óskar póstmannastéttinni til hamingju með þann áfanga, sem félags- samtök þeirra hafa náð, — og þakkar henni gott samstarf. Stéttarsamtök símamanna. Hversvegna eru 3 eða fleiri starfsmanna- félög innan sömu stofnunar? Síðan ég fór að kynnast félagslífi innan Landssímastofnunarinnar hefur mig furðað á því, að til skuli vera fleiri en eitt og jafn- vel fleiri en tvö starfsmannafélög innan sömu stofnunar. Eg lít svo á að heillavænlegast fyrir starfsfólk stofnunarinnar og stofnunina sjálfa væri að aðeins eitt starfsmannafélag væri, og að þetta eina félag væri auðvitað F. í. S. Kynning starfsfólksins við yfirmenn stofnunarinnar á félagsskemmtikvöldum ætti að geta haft góð áhrif síðar á vinnu- stað. Kynningarkvöldin yrðu með svipmeiri blæ en nú eru þau, og menn mundu una sér þar öllu betur en nú er. Það er og líklegt að fólkið yfirleitt bæri meiri virðingu og hlý- hug til yfirmanna stofnunarinnar, ef þessi skipan væri á höfð, og engin skynsamleg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.