Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1949, Page 52

Símablaðið - 01.01.1949, Page 52
20 SlMABLAÐIÐ DAGSKIPAN NR. 1 195G t. d. í notkun fjölsxma með I og 3 rásum, en tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu, að rás- irnar séu margfalt fleiri. Það eru fyrst og fremst línurnar, sem ákveða hve margra rása fjölsíma er hægt aÖ nota á hverjum stað. Þá er komið að öðru þýðingarmiklu atriði, gerð línunnar, sem fjölsiminn á að vinna á. Svo má segja, að um það bil fjögur þttsund riða band þurfi fyrir hvert samband í hvora átt, minna í sumum. Ef nú á að hafa 3. í'ása fjölsíma á einhverri línu, þá þarf 2X2X4000 eða 24000 riða band. Nú þa-f beina talið líka sín 4000 rið, og svo fer eitt- hvað í súginn, en það má alla vegu segja. að 3 rása fjölsími þurfi 30000 riða band fyrir 3+1 samband. Þá verður línan, sem fjöl- siminn á að starfa í og flytja alla tóna frá o og upp í 30000 rið. Þetta er hægt í loft- línunum. Nú hefur það verið regla, að nota púpínspólur í langlínujarðsima, þær gera það að verkum, að deyfingin í strengnum minnkar fyrir lágar tíðnir, en vex mjög fyr- ir háar. Hvar þessi skipti eru, fer eftir stærð spólnannna, en svo er háttað, að þvi stærri sem spólan er, því lægri eru þær tíðnir, sem komast vel í gegn, og vaninn hefur verið, að hafa spólurnar það stórar, að aðeins vana- legt tal fari í gegn. Deyfingin í strengj- unum er þá mikið minni fyrir talið; en fjöl- síma er ekki hægt að nota í slíkum strengj- um, Séu aftur á móti mjög litlar eða engar spólur í strengnum, má hafa fjölsíma í hon- um, en þá er deyfingin líka meiri. Það tog- ast nokkuð á, hvenær ódýrara er að hafa fjölsíma og fáar linur, eða margar línur með spólum, og mögnurum, 'en magnararnir eru einfaldari og ódýrari en fjölsímarnir. Þar sem loftlínur eru fyrir, eru þær auðvitað til-

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.