Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1949, Side 54

Símablaðið - 01.01.1949, Side 54
22 SlMABLAÐlÐ mennt. Lengst af var vinnuaðstoð mjög af skornum skammti — þar sem víða annars staðar á hliðstæðum símastöðvum, og kom því oft langur vinnudagur í hlut hans. En hann var þrekmikill og vinnuglaður. Hin óvenju létta skapgerð, er hann hafði fengið i vöggugjöf, og sem hann ávaxtaði svo vel, varð ekki aðeins honum, heldur öllrnn sem hann umgekst, andlegur aflgjafi, og jók af- köst og atorku allra. Aðalstörf hans kröfð- ust fjölhæfni og kom sér vel eðlisborin starfshæfni hans. Reyndi t. d. mikið á verk- lægni hans og kunnáttu í viðgerðum fyrir símann, bæði á símatækjum og þó þurfti mest á því að halda í línuviðgerðum út um hið víðlenda hérað. Síðustu för sína, til línuviðgerðar, fór Þorkell með þeim afleið- ingum, að hann datt aftur á bak. Hann komst þó heim, en sté vart í fætur eftir það. Tveim dögum síðar veiktist hann snögglega og var þá fluttur til Reykjavíkur, til skurðaðgerðar og var talið afleiðingar þessa meiðslis. Enda þótt vonir stæðu til, að hann næði heilsu aftur, — gekk batinn þó hægara en búist var við. Heim kom hann aftur, eftir mánaðar-fjarveru, en var mjög miður sín. Seint í nóvembermánuði veiktist hann aftur og var þá, í annað sinn, fluttur til Reykjavíkur, til nýrrar skurðaðgerðar. Virtist hún takast vel, en nú var þrótturinn þrotinn og hann dó að þrem sólarhringum liðnum. — Ævisaga Þorkels verður ekki rakin hér. Hins vegar vil ég leyfa íiugan- um að reika litla stund um minningar ,-lið- ins tíma. Fyrsta myndin, sem bregður fyrir, er þeg- ar ég kom fyrst inn í starfsherbergi hans. þar sem hann, — jafnframt því að skipta sér í milli gestsins og viðskiptafólksins. beitti hröðum höndum og markvissum huga að afgreiðslu póstsins. Og enda þótt ann- ríkið væri mikið, var yfirbragðið fjörlegt og framkoman í senn — vingjarnleg, glað- leg og hressileg. Þannig kom hann mér þá fyrir sjónir og þótt skyndimynd væri þá, reyndist hún síðar ætíð eins. Þessi per- sónuleiki varð til þess, að draga fólk að Þorkeli og skapa honum þær vinsældir, er hann naut, ásamt óvenjulegri hjálpfýsi og greiðvikni til allra er hann umgekkst. Hugþekkust verður mér jafnan sú sam- vinna, sem ég og við starfsfélagar hans átt- um með honum í félagsmálum okkar. Þor- kell var einn af stofnendum félagssamtaka okkar símstöðvarstjóranna, og var lengst af í stjórn þeirra. Honum var vel ljóst hvar skórinn kreppti að,‘ af eigin reynslu. Hann var í senn áhugasamur, harðfylginn, en óvenju samvinnuþýður. Skapgerð hans var þannig, að hann var ætíð heill og óskiptur. Á átakastundum gat hann orðið harður í sókn, en alltaf drenglyndur. Og svo sterkt var félagslund hans mótuð, að þótt fyrir kæmi, að honum fyndist meirihlutaákvörðun gagnstæð sinni skoðun og gæti ekki gengið inn á hana, þá breytti það þó aldrei, né dróg úr félagshvggju hans og samvinnu- þýðleika. Vegna hinnar skemmtilegu fyndni. jöfnu glaðværðar og miklu lífsgleði, var gott að vera með Þorkeli og eiga sam- starf með honum. Þar sem Þorkell var, urðu allir glaðir. Þetta var það, ásamt góð- um hæfileikum, sem gerði það að verkum, að hann var eftirsóttur til hverskonar fé- lagsskapar og trúnaðarstarfa, bæði fyrir bæ sinn og byggðarlag. Hins vegar hliðraði hann sér hjá dægurþrasi og leitaði ekki eftir að komast i stjórnir eða störf opinberra mála, þar þurftu aðrir að sækja á. En þótt tíminn þyrfti að skiptast í milli marghátt- HÚSGAGBí AVUVNUSTOF A Klapparstíg 28. Sími 1956. Reykjavík. Selur alls konar nýtízku húsgögn. Munið vel eftir því, að hvergi fáið þið eins vel bólstruð húsgögn. Eingöngu notað fyrsta flokks vinna og efni. Hjáltnat þwAteihAMH & Cc.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.